Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGLoftpressur MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 20112 Loftpressa er tæki sem breytir orku (venjulega frá rafmótor, dísilmótor eða bensínmótor) í hreyfiorku með því að þjappa saman lofti, sem, þegar á þarf að halda, er hægt að losa út í snöggum skömmtum. Dæmi um gerðir loftpressa eru til dæmis skrúfupressur, stimpilpressur, olíufríar pressur og háþrýstipressur. Venjulegar loftpressur eru notaðar við hin ýmsu tilefni. ● Til að setja hreint loft á gashylki. ● Til að setja hreint loft í köfunarkúta. ● Til að knýja loftkælingarkerfi í skólum og á vinnustöðum. ● Til að knýja hin ýmsu handverkfæri, á borð við slípirokka, loftlykla og loftmeitla. ● Til að pumpa lofti í dekk. ● Loftpressur eru notaðar töluvert í iðnaði við ýmis ferli. Heimild: wikipedia.org LOFTPRESSUR ERU TIL ÝMISSA HLUTA NYTSAMLEGAR Loftpressur eru mikið notaðar á dekkjaverkstæðum. NORDICPHOTOS/GETTY LOFTÞJÖPPUN Í KAFFIVÉL Loftþrýstingur hefur ýmis notagildi og hefur til dæmis verið notaður til að brugga kaffi. AeroPress er kaffivél sem Alan Adler fann upp árið 2005. Kaffið er látið liggja í bleyti í tíu sekúndur áður en því er þrýst í gegnum þétta pappírssíu. Tækið samanstendur af tveimur hylkjum. Annað þeirra er með gúmmíhulsu og passar inn í stærra hylkið en við það myndast loftþétting líkt og í sprautu. Framleiðendur segja kaffið álíka sterkt og espresso kaffi en í allt tekur um 30 sekúndur að laga kaffibolla. Þó að þessi kaffivél sé svipuð frönsku pressunni er hún ekki eins. Skiptir þar mestu loft- þrýstingurinn sem er notaður til að ná meira bragði úr kaffinu en auk þess tekur styttri tíma að laga kaffið. Heimild: Wikipedia Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Nota helíum á miklu dýpi Eitt af hlutverkum loftpressa er að setja loft á köfunarkúta. Fyrir daga loftkúta voru ýmis ráð reynd til köfunar. Talið er að lista- og vísindamaðurinn Leonardo da Vinci (1452-1519) hafi hannað kaf- arahjálm úr leðri með hvössum oddum til varnar sæskrímslum. Enski vísindamaðurinn Edmund Halley smíðaði árið 1716 svonefnda köfun- arbjöllu sem gerði mönnum kleift að vera neðansjávar í um klukku- stund. Rúmlega hundrað árum síðar, eða 1837, var fyrsti alvöru vatns- heldi gúmmíbúningurinn með kafarahjálmi hannaður. Sá búningur var tengdur loftdælu á yfirborðinu. Saga nútímaköfunar hefst árið 1943 þegar franski kafarinn og sjáv- arfræðingurinn Jacques-Yves Cousteau og landi hans, verkfræðing- urinn Émile Gagnan, hönnuðu fyrsta loftkútinn sem stýrðist af and- ardrætti kafarans. Þeir nefndu tækið vatnslunga og það varð fljótlega mjög vinsælt vegna þess hversu ódýrt það var og auðvelt í notkun. Loftkútur kafara inniheldur um 78% köfnunarefni og 21% súrefni. Vatnsþrýstingur stjórnar því hversu mikið af þessum efnum fer út í blóð kafarans. Þeim mun dýpra sem farið er þeim mun meira fer af köfnunarefni og súrefni út í blóðið. Ef óreyndur kafari fer niður fyrir 40 metra dýpi getur hann dáið af völdum súrefniseitrunar eða kaf- araveiki. Of mikið súrefni í blóðinu getur leitt til krampafloga og þá er hætta á því að kafarinn drukkni. Of mikið af köfnunarefni getur brenglað taugakerfi kafarans og gert hann ringlaðan og syfjaðan. Á miklu dýpi er notað helíum í stað köfnunarefnis í loftkúta. Þegar reynt er að hafa samband við kafara sem starfa við viðgerðir á miklu dýpi er þess vegna engu líkara en í undirdjúpunum starfi teikni- myndapersónur sem tala í falsettu en ekki reyndir kafarar. Heimild: www.visindavefur.is Loftpressur eru notaðar til að dæla lofti á köfunarkúta. Notkun á þrýstilofti fer sífellt vaxandi. Iðnvélar ehf. að Smiðjuvegi 44-46 hafa í mörg ár verið einn af stærstu og öflugustu þjónustu- og söluaðilum á loftpressum til iðnaðar. „Áður voru 3-5 hestafla stimpil- pressur algengastar en nú er notk- unin í smærri iðnfyrirtækjum að færast yfir í 7-15 hestafla skrúfu- og spjaldapressur,“ segir Guðmundur Harðarson þjónustustjóri hjá Iðn- vélum ehf. Hjá Iðnvélum fást allar gerð- ir af loftpressum: Stimpilpressur frá 1,1-15 Kw fyrir minni fyrirtæki, Skrúfu- og spjaldapressur frá 7,5- 400 Kw fyrir meðalstór og stærri fyrirtæki og Turbó-Centrifugal – 300-1500 Kw fyrir stórnotendur. Iðnvélar ehf. bjóða loftpressur frá samsteypunni Gardner Denver og CompAir Hydrovane sem eru þekkt merki á Íslandi. Við kaup á loftpressu segir Guð- mundur mikilvægt að huga að orkunýtingu loftpressunnar ekki síður en að horfa í kaupverðið. „Það vill brenna við að menn gera sér ekki grein fyrir að loftpressan er oft einn mesti orkunotandinn í viðkomandi fyrirtæki. Þegar menn setjast niður og reikna út orku- neyslu meðalstórrar loftpressu, getur rafmagnskostnaður einn og sér verið um hálf milljón á ári. Þá getur 10-20% betri orkunýting skipt sköpum,“ segir Guðmundur. Til margra ára hafa tækni- menn Iðnvéla ehf. þjónustað við- skiptamenn sína með þrýstiloft, aðstoðað við útreikning og hönn- un á kerfum, sett upp vélar og séð um viðhald á loftkerfum. Fjöldi fyrirtækja nýtir sér reglubundna viðhaldsþjónustu Iðnvéla til að tryggja rekstraröryggi sitt og segir Guðmundur þessar áherslur ört vaxandi hjá viðskiptamönn- um Iðnvéla ehf. Þá eykst f jöldi stórfyrirtækja sem nota þrýsti- loft með hverju ári. „Stærri iðnfyr- irtæki geta verið að nota loftpressur með hálft og heilt megawatt í orkuþörf. Áætlað er að um 10% af orkuþörf heims- ins fari í að reka loftpressur og því er hámarksorkunýting gríðar- lega mikilvæg,“ segir Guðmundur. „CompAir Hydrovane er með háþróaðar rannsóknarstofur í Þýskalandi þar sem áhersla er lögð á orkunýtingu og um leið á umhverfisvernd. Kröfur um gæði þrýstilofts hafa aukist um leið og kröfur um orkunýtingu o g C o m p A - ir Hydrovane er einnig með e i t t s t æ r s t a úrval af olíufrí- um loftpress- um, fyrir lítil og stór f yrir- tæki, matvæla- iðnað, lyfjaiðnað eða hátækniiðn- að,“ seg i r Guð- mundur. „CompAir Hydrovane tryggir nær- gætni við umhverfið, há- marks orkunýtingu og rekstr- aröryggi og því geta Iðnvélar ehf., boðið heildarlausnir fyrir þrýsti- loft, í hvaða notkun sem er.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.idnvelar.is. Hámarks orkunýting - Skiptir sköpum í rekstri Sérhæfðir tæknimenn sjá um reglubundið efirlit. MYND/IÐNVÉLAR EHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.