Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 74
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR62 Tónlist ★★★★ Solaris Ben Frost og Daníel Bjarnason Vel lukkað samstarf Verkið Solaris var frumflutt af Krakársinfóníettunni með þátttöku höfund- anna Bens Frost og Daníels Bjarnasonar í október árið 2010, en sömu aðilar fluttu verkið í New York í apríl og á Listahátíð í Reykjavík í vor. Við tónlistina gerðu Brian Eno og Nick Robertson kvikmyndaverk, byggt á mynd Andrei Tarkovsky frá árinu 1972. Verkið var upphaflega pantað af Unsound-tón- listarhátíðinni í Kraká í tilefni af því að fimmtíu ár voru liðin frá útgáfu skáld- sögunnar Solaris, eftir Stanislaw Lem. Tónlistin á disknum Solaris sem nú er komin út, er byggð á upptökum af flutningi verksins, en þeir Ben og Daníel unnu verkið töluvert áfram, m.a. með tölvuhljóðvinnslu. Kvikmynd Tarkovskys er mikið meistaraverk sem einkennist af magnaðri stemningu og mjög hægri framvindu sögunnar. Á svipaðan hátt einkennist tónlistin á Solaris-plötunni af magnaðri stemningu sem næst fram með tónsmíðum sem virka tilviljana- kenndar og ómarkvissar, en hafa samt, eins og mynd Tarkovskys, vel ígrundaða uppbyggingu. Þetta er ekki melódísk tónlist, heldur skapa þeir félagar sterkt andrúmsloft með hljóðum og hljóðeffektum. Verkið er á köflum lágstemmt og minímalískt, en svo eru líka dramatískir kaflar með stigmögnun og háværari kaflar inn á milli. Það má segja að tónlist þessara tveggja listamanna blandist vel hér, dramatísku strengjakaflarnir tilheyra t.d. Daníel, en raftónlistarhljóðmyndirnar eru meira í anda Bens. Á heildina litið er þetta sérstakt og áhrifaríkt verk, sem allt áhugafólk um framsækna tónlist ætti að gefa gaum. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki. Kvikmynd Angelinu Jolie, In the Land of Blood and Honey, er til- nefnd til Golden Globe-verð- launanna sem besta erlenda myndin. Þetta er fyrsta myndin sem Jolie leikstýrir og hún við- urkennir að hafa alls ekki átt von á þessu. „Ég var búin að gleyma þess- um degi og var bara að sinna for- eldrahlutverkinu,“ segir Jolie en hún var á leiðinni til tannlækn- is með börnin sín. „Ég kveikti bara á símanum mínum og sá tölvupóst. Að gera kvikmynd sem þér þykir vænt um er eitt og að fá henni dreift er annað. Þetta er hins vegar framar öllum mínum vonum,“ hefur Hollywood Reporter eftir Jolie. Var hjá tannlækni Hollywood-stjörnur og önnur frægðarmenni hafa ekki verið þekkt fyrir að tjalda til einnar nætur í einkalífinu heldur komast fréttir af skilnaði og sambandsslitum þeirra oft og iðulega á forsíður blaðanna. Árið 2011 var engin undantekning og Fréttablaðið rifjaði upp helstu ástar- sorgirnar í heimi hinna ríku og frægu. KULNUÐ ÁST HJÁ FRÆGA FÓLKINU KOBE OG VANESSA BRYANT Körfuboltahetjan Kobe Bryant hefur oft og ítrekað lent í vandræðum heima fyrir vegna kvensemi sinnar. Kona kærði hann fyrir nauðgun á hótelherbergi árið 2005 en féll frá málinu eftir að hafa neitað að bera vitni. Stjörnuleikmaður L.A. Lakers viðurkenndi hins vegar að hafa sængað hjá henni og keypti risastóran demantshring handa frúnni til að bæta upp fyrir misgjörðir sínar. Frú Vanessa fékk hins vegar nóg af framhjá- haldi kappans eftir að hafa komið að honum í bólinu með annarri konu. NORDICPHOTOS/GETTY DEMI MOORE OG ASHTON KUTCHER Án nokkurs vafa eitt umtalaðasta par Hollywood, allt frá því Moore skildi við Bruce Willis og tók saman við hinn (barnunga) Ashton Kutcher hafa hjónakornin verið undir stanslausri smásjá bandarískra fjölmiðla. Sextán ára aldursmunur var nóg fallbyssufóður. Hins vegar reyndist Kutcher ekki einnar konu maður og fregnir af stanslausu framhjáhaldi leikarans urðu til þess að rústa hjónabandinu sem þá hafði staðið í sex ár. Seinna fóru á kreik sögur þess efnis að Moore væri sjálf frekar frjáls- lynd í sambandsmálum og væri jafnt fyrir konur og karla. KIM KARDASHIAN OG KRIS HUMPHRIES Skrítnasta par ársins er án nokkurs vafa raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og Kris Humphries. Þau trúlofuðu sig eftir aðeins sex mánaða langt sam- band, giftingin var eins og klippt út úr Hollywood-mynd og allt var þetta borgað af sjónvarpsstöðvum og öðrum kostendum. En allt kom fyrir ekki, skilnaður virtist óumflýjanlegur og eftir aðeins tvo mánuði í heilögu hjónabandi var ævintýrið úti. ALEXANDER SKARSGÅRD OG KATE BOSWORTH Margar konur öskruðu upphátt þegar fregnir bárust af því að True Blood- stjarnan Alexander Skarsgård og Kate Bosworth væru hætt saman eftir tveggja ára samband. Skarsgård er sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård og hefur unnið sig upp á stjörnu- himininn með sjónvarpsseríunni um vampírurnar, en skötuhjúin kynntust við gerð kvikmydnarinnar Straw Dogs. Bosworth var hins vegar spáð glæstum frama þegar hún landaði hlutverki Lois Lane í Superman Returns en það hefur hins vega lítið farið fyrir þeim spám. MARC ANTHONY OG JENNIFER LOPEZ Jennifer Lopez og Marc Anthony voru eitt ástsælasta par hins ógnarstóra latino-heims í Bandaríkjunum. Og þess vegna brá mörgum í brún þegar tals- maður hjónanna tilkynnti í sumar að þau væru skilin. Sögusagnir höfðu verið ansi háværar um að framhjáhald léki sambandið grátt og nafn Jada Pinkett Smith var nefnt í því samhengi; hún og Anthony áttu að hafa verið að rugla saman reytum. Þetta fékkst hins vegar ekki staðfest og Smith-hjónin eru enn saman. GEORGE CLOONEY OG ELISABETTA CANALIS Það var árviss viðburður að setja nafn George Clooney á þennan lista enda virðist hinum fræga kvennabósa ganga erfiðlega að festa ráð sitt. Honum hafði þó tekist að halda sig víðs fjarri í tvö ár enda virtist honum og ítölsku sjónvarps- konunni, Elisabettu Canalis, lynda vel saman. Allt kom hins vegar fyrir ekki, Canalis vildi fjölskyldu og börn og þar með var sambandinu lokið. LEONARDO DICAPRIO OG BAR RAFAELI DiCaprio, líkt og starfsbróður sínum Clooney, gengur erfiðlega að finna þá einu réttu en hann og ísrealska fyrir- sætan Bar Rafaeli virtust þó eiga vel saman. Þau reyndu eftir fremsta megni að halda sambandinu fjarri kastljósi fjölmiðlana og láta lítið fyrir sér fara en sú aðferð gekk hins vegar ekki upp. DiCaprio reyndi aftur með Blake Lively en það samband hafði ekki langan líftíma. JUDE LAW OG SIENNA MILLER Það er varla hægt að gera svona grein án þess að hafa Jude Law og Siennu Miller á listanum. Þau hætta og byrja saman með reglulegu millibili en sam- kvæmt síðustu fréttum eru sambands- slit þeirra frá því í febrúar endanleg. MILA KUNIS OG MACAULAY CULKIN Það ráku margir upp stór augu þegar Mila Kunis og Macaulay Culkin tilkynntu að þau væru hætt saman. Ekki vegna þess að sambandið hefði verið álitið svo traust heldur vegna þess að ákaflega fáir vissu af því að þau tvö hefðu verið saman í átta ár. Kunis var þá um það bil að slá í gegn sem ballerína í Black Swan en ferill Culkin virðist að eilífu glataður. ÓVÆNT Angelina Jolie átti ekki von á því að kvikmyndin In the Land of Blood and Honey, yrði tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.