Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.12.2011, Blaðsíða 68
21. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR56 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 21. desember ➜ Tónleikar 20.00 Jólatónleikar Tríósins Ljóms verða haldnir í Laugarneskirkju. Dag- skráin verður í alþjóðlegum jólaanda. Frjáls framlög við innganginn. 20.30 Bubbi Morthens heldur snemmbúna Þorláksmessutónleika í Hofi á Akureyri. Miðaverð er kr. 3.900. 21.00 Mozart við kertaljós, tónleikar Kammerhópsins Camerarctica varða haldnir í Garðakirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt fyrir börn. 21.00 Frostrósirnar eru á ferðalagi um landið og verða með tónleika í Tálkna- fjarðarkirkju í kvöld. Miðaverð er kr. 4.990. 21.00 Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson koma fram á einstökum Vetrarsólstöðu- tónleikum á Café Flóru í Grasagarðinum Laugardal. Miðaverð er kr. 2.500. 23.00 Lúðraþytsbandið Orphic Oxtra heldur útgáfutónleika til að fagna útgáfu breiðskífu sinnar, Kebab Diskó, í hliðar- sal Faktorý. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 20.00 Fjórða sýning leikhópsins Svavars á Norðurpólnum á verkinu Svavar. Flutt verður gamansamt leikrit og stuttmyndin Svavar verður sýnd auk þess sem þrír dramatískir einleikir verða fluttir í lokin. Miðaverð er kr. 1.000. ➜ Uppákomur 11.00 Gluggagægir mætir í Þjóðminja- safn Íslands og sprellar með börnunum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis 20.00 Lay Low tekur þátt í dagskrá Kexmas 2011 og leikur lög af nýrri plötu sinni, Brostinn strengur, á Kex hostel. Aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlist 20.00 Rokkbandið Hellvar kemur fram á tónleikaröðinni Live in the Lobby á Reykjavík Downtown Hostel, Vestur- götu 17. Aðgangur ókeypis. 22.00 Lifandi tónlist á Café Oliver, Laugavegi. Ókeypis aðgangur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Bíó ★★★ The Girl With the Dragon Tattoo Leikstjóri: David Fincher Leikarar: Daniel Craig, Rooney Mara, Christopher Plummer, Stellan Skarsgård, Steven Berkoff, Robin Wright, Yorick van Wageningen Eftir mikla sigurför spennubóka sænska blaðamannsins Stieg Lars- son og vinsælan kvikmyndaþríleik byggðan á bókunum vildu banda- rískir bíóframleiðendur að sjálf- sögðu fá bita af kökunni. Karlar sem hata konur eru nú orðnir að Stúlkunni með drekaflúrið. Það er gamla kempan David Fincher (Se7en, The Social Network) sem sér um ameríska uppfærslu verks- ins og að eigin sögn tekur hann bæði mið af bókinni og sænsku myndinni. Það vakti strax athygli mína að Fincher er óhræddur við að halda sögusviðinu óbreyttu. Einfalt og hentugt hefði verið að laga atburða- rásina að amerískum aðstæðum. Mögulega hefði það tekist full- komlega, en líklegra er að eitthvað óáþreifanlegt hefði glatast. Sagan er ofboðslega skandinavísk og stað- setningin er órjúfanlegur hluti af henni. Þetta leysir Fincher með því að láta myndina gerast í Svíþjóð, en um leið leyfir hann leikurum að tjá sig á ensku (með misgóðum sænsk- um hreim). Fyrir mig gengur þetta ágætlega upp, en það er spurning hvað Svíum þykir um þetta upp- átæki. Sagan sjálf er hægfara en spenn- andi krimmi, ekki ósvipaður verk- um Arnaldar Indriðasonar. Kuld- inn og snjórinn spila stórt hlutverk sem og hversu afskekkt litla eyjan er sem sagan gerist á. Persónurn- ar Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eru ólíkar á yfirborðinu en innra með þeim báðum kraumar sterk réttlætiskennd, sem Mikael hefur að vísu ögn betri stjórn á en Lisbeth. Daniel Craig stendur sig ágætlega sem Blomkvist en það er hin unga Rooney Mara sem dreg- ur að sér mesta athygli hér. Hún er frábær í hlutverki Salander og er í senn aðlaðandi og fráhrindandi. Mann langar að faðma hana en hún myndi eflaust launa faðmlagið með pungsparki. Titlasenan í upphafi myndar- innar er óþarflega vegleg og passar illa við efni myndarinnar. Fincher er svolítið fastur í töffara- skap tíunda áratugarins og í þetta sinn hefði hann betur sleppt öllum látalátum. Lokasenur myndar- innar eru einnig undarlegar, en þegar um stundarfjórðungur er eftir af myndinni breytist hún úr drungalegum spennutrylli í bros- lega svikaflækju að hætti Elmore Leonard. The Girl with the Dragon Tattoo er engu að síður þrælspenn- andi og vel gerð að mestu. Ég hlakka til að sjá næstu tvær. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Skandinavíski krimminn fer Fincher nokkuð vel. Hann stenst prófið með ágætum. Larsson að hætti Hollywood „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu,“ segir Leifur Þór Þorvalds- son, meðlimur ritstjórnar nýs vefrits, Reykvélarinnar, sem hóf göngu sína á dögunum, en það er helgað umræðu um íslenska sviðs- list. Ritstjórnin samanstendur af útskrifuðum nemum úr leiklistar- fræði og -framkvæmd við Lista- háskóla Íslands sem vildu leggja sitt af mörkum til fag legrar og frjálsar umræðu um allt sem tengist sviðslistum á Íslandi. „Það hefur orðið mikil nýliðun í leiklistar geiranum á Íslandi und- anfarið, en okkur fannst eins og umræðan hefði ekki alveg fylgt þeirri þróun. Okkur fannst svona vefrit vera tilvalinn vettvangur til að koma af stað umræðu sem á erindi og tengist því sem við velt- um fyrir okkur um sviðslistir.“ Síðan hefur farið vel af stað og að sögn Leifs fær hún síaukinn fjölda heimsókna á dag. Öllum er frjálst að senda inn greinar og bréf til ritstjórnar sem sér um að birta efni á vefnum, og hugleiðingar frá leikstjórum og aðstandendum sýninga verður einnig aðgengilegt. Þannig vonast aðstandendur Reyk- vélarinnar til að tengja umræðuna sem mest út í þjóðfélagið. „Stefn- an okkar er að auka fjölbreytileik- ann í íslensku leikhúslífi. Þennan umræðu vettvang um almennar pælingar og bollaleggingar hefur vantað.“ Leifur segir að oft langi fólk að spjalla um og velta fyrir sér verki sem það hefur séð, í stað þess að reynslunni ljúki um leið og sýn- ingin er búin. „Það er nefnilega þannig með leiklistina að um leið og sýningum lýkur eru þær búnar bara að eilífu, öfugt við kvikmynd- ir sem eru alltaf til. Þá er einmitt gott fyrir leiklistarsöguna í fram- tíðinni að hafa eitthvað skrásett. Það eru svona ýmsar hliðar á þessu sem síðunni er ætlað að tækla.“ - bb Nýtt vefrit um sviðs- listir hefur göngu sína SÁTTUR Leifur Þór Þorvaldsson er ánægður með viðtökurnar sem vefritið hefur fengið á fyrstu dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.