Morgunblaðið - 11.09.2010, Qupperneq 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010
Komdu og upplifðu brot af því besta hjá
fyrirlesurum Maður Lifandi
Þriðjudaginn 14. sept. kl. 18-21
Ath. aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir
Friðsæll hugur færir þér meira
Matti Ósvald - heilsufræðingur
Leiðin að léttara lífi
Helga Bergsteinsdóttir - heilsu- og íþróttafræðingur
Lykillinn að þinni leið
Arnbjörg Finnbogadóttir - lífsþjálfi
Hvernig þú heldur þér ungri að hætti Suzanne Sommers
Benedikta Jónsdóttir – lífsstíls- og heilsuráðgjafi
Maður Lifandi • Næring fyrir líkama, huga og sál
Heilsan og
Hugarfarið
sími 585 8700 • madurlifandi.is
Líðan drengja í
grunnskólum kemur
annað slagið upp í
þjóðmálaumræðunni
og að þeir eigi erf-
iðara uppdráttar hér
en í nágrannalönd-
unum. Dr. Inga Dóra
Sigfúsdóttir bendir á
mikilvægi þess að að-
gerðir verði byggðar á
traustum heimildum og að oft eigi
það sem gerist innan skólanna or-
sakir fyrir utan hann. Hún segir
rannsóknir sínar og fleiri hafa leitt
í ljós að strákar hafi almennt
minna eftirlit og njóti minni stuðn-
ings foreldra en stelpur, og þeir
þættir séu veigamiklir í að skýra
námsárangur þeirra. Samfélaginu
hætti til að líta á skólann sem ein-
angraða stofnun. Foreldrar eru
fyrstu kennarar barnsins og vitað
er að væntumþykja er sterkasta
aflið sem fær eina manneskju til
að bregðast við annarri eins og
fram kemur í bók Sæunnar Kjart-
ansdóttur sálgreinis, Árin sem
enginn man. Fjölskyldulíf og
skólastarf er samofið og hefur
áhrif hvað á annað.
Umræður um líðan drengja
hljóta að kalla á nánari umræður
um foreldrafærni og uppeldi
drengja hér á landi. Ein af mik-
ilvægum upplýsingum 19. aldar
var kenning Dewey um „Learning
by doing“ (Að læra með því að
gera). Mikilvægar upplýsingar,
nær í tíma, eru að samband for-
eldra og barna er gagnvirt. Það er
ekki bara foreldrið sem hefur áhrif
á barnið. Með því að foreldrið
skilji merki barnsins og svari þörf-
um þess verður foreldrið fyrir já-
kvæðum áhrifum sem breyta því,
þannig að það verður betra for-
eldri og líður betur sem ein-
staklingi. Rannsóknir sýna líka að
magn þess tíma sem foreldrar og
börn eiga saman skiptir verulegu
máli og auknar samverustundir
með foreldrum skila sér í betri líð-
an hjá börnum og foreldrum. Okk-
ur hefur reglulega verið bent á að
börn á Íslandi eru færri stundir
með foreldrum sínum heldur en
börn í nágrannalöndum.
Kærleikur og uppeldi
Eitt af því fyrsta sem haft var
eftir nýjum borgarstjóra, Jóni
Gnarr, var að „Kærleikur er gjörn-
ingur.“ Það að minna eftirlit er
haft með drengjum og þeir fá
minni stuðning er vöntun á kær-
leika. Það er einnig gjörningur.
Foreldrar eru fyrstu og mikilvæg-
ustu kennarar í lífi barna sinna og
hafa úrslitaáhrif á líðan þeirra og
námsárangur, jafnt drengja sem
stúlkna.
Kæri lesandi, okkur langar að
biðja þig að hugsa um eftirfarandi!
Er eitthvað sem tengir okkur
meira en sú sameiginlega reynsla
sem foreldrahlutverkið felur í sér,
– að veita umönnun sem foreldri
og taka á móti umönnun sem
barn? Er einhver þekking 21. ald-
arinnar, sem við notum eins lítið
og er eins illa aðgengileg og sú
þekking sem snýr að því hvernig
ala eigi upp félagslega og tilfinn-
ingalega heilbrigð börn? Þarna er
gat sem er áskorun á okkur að
loka. Terrence Meersman, formað-
ur ráðgjafanefndar Save the Child-
ren (Barnaheilla) um menntamál,
bendir á að á undanförnum árum
hafa vísindamenn þróað úrræði,
sem gera það mögulegt að bregð-
ast við þessari áskorun með hag-
kvæmum og virkum hætti. Verk-
efnið sem við stöndum frammi
fyrir er að breyta þekkingu í at-
hafnir. Hann bendir einnig á að
börn úr öllum þjóðfélagshópum
eru í hættu á að fá félagslega og
tilfinningalega lélegt uppeldi, og að
ástandið versni með hverri kyn-
slóð. Það er því mikið í húfi.Við vit-
um svörin. Þetta er spurning um
að breyta svörunum í athafnir.
Jafnrétti er að gæta sanngirni við
alla aðila, líka drengi í skólum.
Eftir Ólaf Grétar
Gunnarsson og
Valgerði Snæland
Jónsdóttur
» Foreldrar eru fyrstu
og mikilvægustu
kennarar í lífi barna
sinna og hafa úrslita-
áhrif á líðan þeirra og
námsárangur, jafnt
drengja sem stúlkna.
Ólafur Grétar
Gunnarsson
Höfundar eru Ólafur Grétar
Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá
ÓB-ráðgjöf og Valgerður Snæland
Jónsdóttir, M.Phil., fyrrverandi
sérkennslufulltrúi og skólastjóri.
Drengir
og jafnrétti
Valgerður Snæland
Jónsdóttir
Ekki verður hjá því
komist að svara stutt-
lega Erlendi Magnús-
syni þó að einskins hafi
hann svo sem spurt í
grein sinni í Morgun-
blaðinu hinn 9. sept-
ember sl.
Erlendur setur í grein
sinni fram þá hjákátlegu
fullyrðingu að milli-
bankavextir miðist ávallt
við tiltekinn gjaldmiðil.
Þetta er í öllum atriðum rangt.
Öll þau gengistryggðu lán sem á
umliðnum árum voru veitt, voru af-
greidd í íslenskum krónum og með
tilgreindum viðmiðunarvöxtum við
ákveðna erlenda mynt. Dómstólar
hafa síðan komist að því að eitt
ákveðið ákvæði í öllum þessum
samningum hafi ekki staðist lög og
sé því lögum samkvæmt óskuldbind-
andi.
Hin svokallaða gengistrygging
fellur því niður dauð og ómerk.
Ætli ráðamenn og
sérfræðingar að fara
fram með þá kröfu að
öðrum fullkomlega lög-
mætum ákvæðum
greindra samninga
verði breytt afturvirkt
til hagsbóta fyrir hinn
brotlega, þá er ljóst að
fáir munu treysta sér til
að skuldbinda sig til
framtíðar í íslensku
lagaumhverfi.
Þá verður að ósk
stjórnvalda komið á
dómafordæmi þar sem
lögmætum samningsákvæðum er
breytt afturvirkt á kostnað neytenda.
Við getum þá eins átt von á því að
tölvan sem við keyptum hækki í verði
nokkrum árum eftir kaup, eða að við
fáum aukarukkun fyrir skóparið sem
við keyptum handa konunni í fyrra.
Bara af því að húsaleiga hækkaði í
Smáralindinni.
Það sér hver sæmilega viti borinn
einstaklingur að slíkt dómafordæmi
mun lama alla skuldbindandi samn-
ingsgerð á Íslandi til framtíðar og þar
með kerfið í heild.
Vilja menn leggja slíka kvöð á ann-
ars stórlaskað orðspor íslenskrar
lagasetningar til þess eins að bjarga
andliti örfárra einstaklinga sem ekki
kunnu fótum sínum forráð í rekstri
gjaldþrota fjármálafyrirtækja?
Svari hver fyrir sig.
Eftir Guðmund
Andra Skúlason
Guðmundur Andri
Skúlason
» Það sér hver sæmilega
viti borinn einstakling-
ur að slíkt dómafordæmi
mun lama alla skuldbind-
andi samningsgerð
á Íslandi til framtíðar.
Höfundur er talsmaður Samtaka
lánþega.
Vaxtaákvæði
gengistryggingar
Fáðu fréttirnar
sendar í
símann þinn