Morgunblaðið - 11.09.2010, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010
✝ Magnús Sig-urjónsson fæddist
í Hvammi, V-
Eyjafjallahreppi, 10.
mars 1914. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Lundi 1. september
2010.
Foreldrar hans
voru Sigurjón Magn-
ússon frá Hvammi,
bóndi og smiður, f.
23.4. 1889, d. 22.9.
1969, og
Sigríður Ein-
arsdóttir húsfreyja
frá Varmahlíð, fædd 16.3. 1887, d.
12.7 1970. Systkini Magnúsar eru
óskírður drengur dó í fæðingu.
Einar, f. 6.4. 1919, d. 7.3. 1961.
Tryggvi, f. 14.11 1922, d. 11.6. 1942,
Þuríður, fædd 1926.
Magnús kvæntist 10.3. 1939 Sig-
ríði Jónu Jónsdóttur (Lóu), f. 28.2.
1917, d. 8.5 1981. Hún var dóttir
Jóns Gunnlaugs Jónssonar, bónda í
Björnskoti, og Ingigerðar Sigurð-
ardóttur húsfreyju.
Guðbjörg Jónína Helgadóttir, f.
10.10. 1928, d. 18.6. 1998, dóttir
Helga Jónassonar Seljalandsseli og
konu hans Guðlaugar Sigurð-
ardóttur.
Magnús ólst upp við hefðbundin
sveitastörf. Hann reri á vertíðum í
Vestmannaeyjum og vann þar í
smiðju. Hann var tvo vetur kyndari
á Reykjavíkurtogurunum 1937-38
og tvo vetur í vinnu hjá setuliðinu.
Magnús hóf búskap í Efri-Rotum
undir V-Eyjafjöllum 1940. Hann
flutti að Hvammi 1943 og stundaði
þar búskap til 1975. Eftir að Magn-
ús brá búi starfaði hann við virkj-
unarframkvædir í Sigöldu og einn-
ig vann hann í brúarsmíði. Magnús
var mikið snyrtimenni og afar gest-
risinn og var oft glatt á hjalla í
Hvammi. Hann hafði sérstaklega
gaman af því að ferðast, bæði inn-
anlands sem og utan. Hann var
söngelskur og jákvæður og fagnaði
hverjum degi með opnum huga.
Magnús dvaldi síðustu æviárin á
Dvalarheimilinu Lundi þar sem
hann naut ástar og umhyggju
starfsfólks.
Jarðsett verður frá Ásólfsskála-
kirkju í dag, 11. september 2010,
klukkan 14.
Börn Magnúsar og
Lóu eru
Einar, f. 13.6. 1939,
kvæntur Sigurlínu
Maríu Gísladóttur og
eiga þau 3 börn. Jón
Ingi, fæddur 21.9.
1940, d. 8.4. 1967.
Tryggvi Þór, fæddur
7.11. 1941. Hann á
fimm börn með Þór-
unni Ólafsdóttur, þau
skildu.
Sambýliskona hans
er Marta Ormsdóttir.
Sigríður, fædd 19.2.
1943, gift Ásgeiri Kristjánssyni,
þau eiga 4 börn. Anna, fædd 6.5.
1944, maki Kristinn Eyjólfsson, f.
24.2. 1942, d. 13.11. 1996, þau eiga
3 börn.
Sigurjón, f. 20.9. 1945, kvæntur
Guðrúnu Karlsdóttur. Þau eiga
þrjár dætur. Hugi, f. 26.9. 1949,
kvæntur Birnu Gunnarsdóttur. Þau
eiga eina dóttur. Langafabörnin
eru 30 og eitt langalangafabarn.
Sambýliskona Magnúsar var
Það er ekki amalegt að eiga sín-
ar fyrstu minningar úr umhverfi
þar sem gestrisni, hlýja og virðing
í garð manna, dýra og umhverfis
réðu ríkjum. Þar sem margra alda
þekking á búsetu í þessu landi var
samankomin í bland við menningu
þjóðarinnar og því alltaf hægt að
hafa eitthvað fyrir stafni eða hlusta
á. Muna eftir því að hafa vaknað
með smáfrostrósir á glugganum í
austurherberginu sem breyttu
Hvammsnúpnum í eitthvert undra-
land og heyra í fjarlægð frá borð-
stofunni sagðar sögur af fólki eða
uppákomum úr sveitinni, söngva
eða jafnvel rímur. Allt var svo lif-
andi í huganum, huldufólkið sem
gekk að steinunum, draugurinn í
Pöstunum, hesturinn sem varð
kvikur eftir að hafa borið líkið úr
fjörunni eða sögur sem tengdust
barnatrúnni.
Og allt þetta fólk sem kom í
heimsókn og allur þessi matur, öll
þessi gleði og allur þessi hlátur.
Þessi veröld sem var í æskunni svo
áhyggjulaus og ljúf sem kemur
ekki aftur og þar var afi gamli sem
ég var svo stoltur af eins og nafli
alheimsins. Afi gamli þessi gest-
risni maður með ömmu við hliðina
á sér sem var svo óendanlega ljúf,
langömmu og langafa sem voru svo
góð við menn og málleysingja. Og
lyktin af tóbakinu er enn einhvers
staðar til í minningunni eins og
hundarnir með nafninu Frakkur.
Við afi, við tveir saman í öllum
okkar ferðum á Hvolsvöll á rússa-
jeppanum þar sem ég var alltaf að
bíða eftir heimferð. Samt alltaf á
eftir áætlum því afi þurfti að taka í
allar hægri hendur í þorpinu af
miklum krafti. Svo eldist maður,
reyndar alltof hægt til að byrja
með finnst manni og fer jafnvel á
einhverju tímabili unglingsáranna
að efast um þessa veröld þar sem
allt er svo tengt einhverjum gam-
aldags gömlum tíma. Allt í einu er
maður farinn að hafa vantrú á veð-
urspá afa gamla því sem unglingur
fer maður að hverfa frá þessum
gamaldags bábiljum og hallast að
einfaldri rökhyggju sem ekki er
alltaf bakland fyrir. Sögurnar
verða gamaldags og barnatrúin
gleymist. Svo er ég rétt á eftir
komin í framandi deildir jarðar. En
þegar grámi Parísarborgar fer að
hafa áhrif á sálarlífið á fremur nei-
kvæðan hátt kemur þessi tilfinning
aftur um bæinn undir brekkunni
og fjallinu, alla þessa hlýju sem
þar var alltaf ríkjandi forðum. Ég
held að ég viti ekki af því en ég er
farinn að hringja oftar og oftar í
afa gamla og ég heyri frá honum
að Vestmannaeyjar séu svo bláar
sem er undir norðanátt, þannig að
það verður gott veður næstu dag-
ana. Það hafi ekkert orðið úr þess-
ari bliku. Sprettan er góð og hey-
skapur verður góður. Það sáust
nokkrar kindur í Úrdal. Og ég held
áfram að ferðast og ferðast í hringi
og ég hringi til afa í Hvammi héð-
an og þaðan á jarðarkringlunni. Þá
kemur alltaf betur í ljós þessi stað-
festing á öllu því góða í barnæsk-
unni sem ég fékk í vegarnesti frá
afa og ömmu og uppeldinu í
Hvammi. Þegar spurningarnar
komu svo frá gamla manninum, er
veðrið gott, er gott fólk í kringum
þig, eða í lokin gangi þér vel og
Guð veri með þér þá skil ég að án
þessa grunns úr æsku sem ég fékk,
væri ég ekki það sem ég er núna í
dag.
Magnús Ásgeirsson.
Kæri afi, þá er komið að kveðju-
stund og er þakklæti fyrst og
fremst mér í huga þegar ég skrifa
þessar línur. Minningarnar eru
ótal margar og þegar ég hugsa um
afa eru minningarnar stórar og
ljóslifandi. Afi var fæddur í
Hvammi undir Eyjafjöllum í stór-
brotinni náttúru þar sem Vest-
mannaeyjar blasa við heimilisfólk-
inu út um stofugluggann og horfði
afi oft til Eyja dreyminn á svip.
Afa þótti afskaplega vænt um
landið sitt og ferðaðist víða og var
þá tjaldið oft haft með í för. Hann
var
forvitinn um menn og málefni og
var hann sérstaklega mannblend-
inn og hafði gaman af fólki.
Hann hafði áhuga á tækni og
nýjungum og var ekki fastur í
gamla tímanum.
Til afa og ömmu Lóu í Hvammi
var einstakt að koma þar sem ást,
umhyggja og gleði ríkti. Saman
byggðu þau yndislegt heimili þar
sem samvinna þeirra var sérstak-
lega eftirtektarverð.
Að heimsækja ömmu og afa
gerði mig að ríkari manneskju. Þau
voru einstaklega gestrisin, hlý og
góð.
Afi var mikið snyrtimenni og var
honum mjög umhugað um að
hugsa vel um bæinn sinn og um-
hverfi hans.
Það voru ekki margir sem áttu
afa sem átti bikar frá Búnaðarsam-
bandinu fyrir fegrun og góða um-
gengni!
Afi ferðaðist mikið út fyrir land-
steinana og fór hann nokkrar ferð-
ir til Bandaríkjanna og víðar. Fyrir
nokkrum árum var ég svo lánsöm
að fara með afa sem var þá rétt um
nírætt til Parísar. Afi var mikill
heimsborgari og heilsaði þjónum
og leigubílstjórum með handabandi
og sagði
að hann væri frá Hvammi undir
Eyjafjöllum á Íslandi sem vakti
mikla gleði viðstaddra. Afi hafði
gaman af söng og hafði fallega og
góða rödd. Hann hafði sérstaklega
fallega rithönd og var sem lista-
maður væri þar á ferð. Það voru
ófáar heimsóknir sem ég fór í
Hvamm með fjölskyldu og vinum
síðustu árin. Alltaf var jafn gaman
að koma til
afa þar sem hann var svo já-
kvæður og þakklátur fyrir heim-
sóknirnar. Bíltúrar um sveitina þar
sem hann sagði okkur sögur um
gamla tíma eru ógleymanlegar
minningar. Síðustu árin bjó afi á
Dvalarheimilinu Lundi á Hellu við
góða og hlýja umönnun starfsfólks
og vistmanna. Hann kvaddi þennan
heim friðsamlega 1. september síð-
astliðinn.
Ég þakka þér, kæri afi og amma,
fyrir allar góðu stundirnar og
minningarnar.
Megi ljós og friður fylgja þér.
Minning þín lifir.
Linda Ásgeirsdóttir.
Ég var svo lánsamur að fá að
kynnast Magnúsi Sigurjónssyni,
bónda í Hvammi, þegar ég og
Linda, eiginkona mín, fórum að
fella hugi saman. Það var maíkvöld
fyrir sjö árum þegar ég hitti hann
fyrst. Þá gerði ég mér ekki grein
fyrir hversu mikil áhrif Magnús
ætti eftir að hafa á mig en við urð-
um félagar þrátt fyrir mikinn ald-
ursmun. Eftir þessi fyrstu kynni
okkar áttum við eftir að eyða góð-
um stundum saman í Hvammi. –
Ég eins og aðrir hafði unun af því
að vera með honum og hlýða á frá-
sagnir um hvernig lífið var fyrr á
árum sem og skoðanir og álit lífs-
reynds manns á samtímanum.
Magnús hafði góða frásagnarhæfi-
leika og lifði áhugaverða tíma.
Magnús fæddist við upphaf fyrri
heimsstyrjaldarinnar og þegar
hann var fjögurra ára hófst gos í
Mýrdalsjökli. Hann var að renna
sér fótskriðu á klaka þegar hann
varð var við mökkinn frá eldstöð-
inni. Á unglingsaldri rak hann fót-
gangandi hóp af fé frá Eyjafjöllum
í sláturhús við Skúlagötuna í
Reykjavík. Hann starfaði sem
kyndari á togara um tveggja ára
skeið og fór til Cuxhaven í Þýska-
landi. Fyrir dagpeninga keypti
hann fatnað og annað á frumburð-
inn en þá bar Lóa kona hans fyrsta
barn þeirra undir belti. Á heimleið
fékk hann far á Hvolsvöll, en gekk
þaðan í Hvamm, í niðamyrkri. Þeg-
ar þangað var komið undir morgun
voru konurnar að taka slátur og
voru móttökurnar þær bestu sem
hugsast gátu.
Magnús talaði mikið um foreldra
sína Sigurjón og Sigríði. Hann
sýndi mér muni sem faðir hans
hafið gert, en Hvammsmenn hafa
greinilega verið miklir listasmiðir
og frumkvöðlar. Byggðasafnið í
Skógum geymir slíka muni og er
einstaklega áhugavert að ganga
þar aftur í tímann.
Vinamargur var Magnús, en mér
er sérstaklega ofarlega í huga Alf-
red Heptner frá Rússlandi, sem
stundaði jarðfræðirannsóknir hér-
lendis sem fékk húsaskjól hjá þeim
hjónum þegar stormur skall á.
Þetta varð upphafið að áratuga-
langri vináttu og hafa þeir haldið
sambandi hver við annan allt til
þessa dags. Frásagnirnar eru
margar, of margar til þess að rekja
hér. Magnús var alltaf jákvæður og
lífsglaður og hafði þannig áhrif á
alla í kringum sig. Fólk heillaðist
af honum og bar virðingu fyrir
honum. Ég leit ávallt upp til hans
og mun gera um ókomna tíð og
hann mun aldrei líða mér úr minni.
Nærveru Magnúsar mun verða
sárt saknað og er ég og fjölskylda
mín afar þakklát fyrir að hafa
fengið kynnast Magnúsi Sigurjóns-
syni í Hvammi. Ég votta fjölskyldu
og vinum Magnúsar mína innileg-
ustu samúð.
Sigurður Gunnar Gissurarson.
Hvammur undir Eyjafjöllum rís
mér, öldnum að árum, hátt í ljóma
fagurra minninga. Þrjár kynslóðir
sömu fjölskyldu prýddu staðinn á
æskuárum mínum. Til gömlu djúp-
vitru og gagnfróðu húsfreyjunnar,
Þuríðar Jónsdóttur (1852-1942),
sótti ég mörg dýrmæt fræði. Sonur
hennar, Sigurjón Magnússon,
bóndi í Hvammi, var einstakur
snillingur, þjóðhagi sem leysti í
smíði vanda allra í heilli sveit og
við engan var betra að blanda geði.
Húsfreyjan, Sigríður Einarsdóttir,
uppeldissystir og náfrænka föður
míns, bar í öllu með sér reisn og
menningarblæ. Saman ráku þau
hjónin um áratugi rausnargarð frá-
bærrar gestrisni. Í Hvammi var
öllum, háum sem lágum, vel fagn-
að. Heimilishættir héldust í sama
horfi er ný kynslóð tók við forystu,
hjá Magnúsi Sigurjónssyni og konu
hans, Sigríði Jónu Jónsdóttur, eða
Lóu eins og öllum var tamast að
nefna hana. Gestaönn hélst hin
sama. Mikið þurfti til bús að
leggja, heimilið fæddi í gestum
meir en nam heimilishaldi með-
alfjölskyldu en aldrei var þurrð á
neinu, gleðin aldrei meiri en þegar
þéttast var skipað við matborðið.
Gestalaus dagur var helst ekki í
Hvammi. Enginn átti fastara og
hlýrra handtak en Magnús og eng-
inn gat veitt gestum með meiri
gleði en hann af því gnægtaborði
sem Lóa reiddi gestum. Hver
koma að Hvammi var gleðigjafi.
Heimili af þessari gerð koma aldrei
aftur í sveit. Enginn gat lýst betur
vegsemd Hvamms en þjóðskáldið
séra Sigurður Einarsson í Holti. Í
afmælisljóði hans til Magnúsar
1964 segir: Kynslóðir þrjár hafa
heilsað og horfið. En Hvammurinn
var eins og fyrr, beið opnum faðmi,
með opin hjörtu og opnar hverjar
dyr. Verkmenning og bókmenning
Hvamms gerði Magnús úr garði.
Hann hafði góðar forsagnir á öllum
hlutum, kunni hið besta til allra
verka, atorkumikill, verkséður og
hafði erft hagleiksgáfu föður síns
en tímafrekar búannir hlutu að
sitja í fyrirrúmi. Ekki gat glaðari
né hressari mann á að hitta.
Messusöng í Ásólfsskálakirkju
leiddi ég á löngu tímabili. Ein-
hverjir bestu stuðningsmenn mínir
í kirkjusöngnum voru Magnús og
Lóa, leiðandi í tenór og sópran.
Lóa lést mjög um aldur fram en að
henni látinni átti Magnús mörg góð
samveruár með ágætri frænku
sinni, Guðbjörgu Jónínu Helga-
dóttur og áfram hélt Hvammur að
laða að sér gesti og gangandi. Börn
Magnúsar mótuðust í æsku af
merkum heimilisháttum og hafa öll
orðið nýtir og góðir þjóðfélags-
þegnar.
Gott er að minnast genginna
stunda en margs er að sakna þegar
litið er til baka um farinn æviveg.
Þar skipar gamla heimilið í
Hvammi öndvegi. Einn af hinum
stóru ávinningum lífsins er að hafa
eignast vináttu þess og Magnúsar.
Menning Hvamms talar í dag
sterku máli til safngesta í Skógum.
Þangað kom Magnús löngum fær-
andi hendi og ætíð var gleði í húsi
er hann kvaddi dyra. Ég sendi
niðjum hans og Þuríði, systur hans
samúðarkveðjur að leiðarlokum.
Minning hans fyrnist ekki frænd-
um og vinum.
Þórður Tómasson.
Magnús Sigurjónsson, móður-
bróðir minn, var engum líkur.
Léttur og kátur með auga fyrir því
spaugilega í tilverunni – og tók
sjálfan sig mátulega hátíðlega.
Engan hef ég þekkt á lífsleiðinni
sem hefur verið fjær því að safna
handa sjálfum sér, enda rausnar-
skap og gjafmildi Magnúsar við-
brugðið. Enginn mátti fara tóm-
hentur úr hlaði. Helst vildi hann fá
að fylla bíla gestanna af bensíni úr
bæjartanknum áður en haldið væri
á brott. Síðast þegar ég heimsótti
frænda í Hvamm og sýndi farar-
snið sótti hann hönk af sísallínu og
bað mig að þiggja, með þeim orð-
um að það gæti komið sér vel að
hafa þetta í bílnum.
Að vera sendur í sveitina til afa
og ömmu var fyrir mér ævintýri
æskunnar. Þrír ættliðir undir sama
þaki og mikill gestagangur. Þessu
stóra fyrirtæki stýrði Magnús af
skörungsskap með Lóu sér við hlið.
Afi og amma voru einnig í stjórn-
inni en Magnús stýrði. Aldrei var
dregið upp skipurit fyrir þetta fyr-
irtæki, en samt var verkefnastýr-
ing skýr. Allir vissu til hvers var
ætlast. Börnin voru höfð með í öll-
um verkum en samt var tryggt að
þau fengju nægan tíma til leikja.
Vinna við heyskap, reka kýrnar,
gefa heimaalningunum. Afi ríkti í
smiðjunni en þar voru krakkarnir
aufúsugestir þótt hann hafi verið
harður á tiltektum við okkur
krakkana. Það hlýtur að hafa verið
erfitt fyrir silfursmiðinn að hafa
smíðaverkefni krakkaskarans jafn-
an í kringum sig. En hann kvartaði
aldrei. Hvammsfólkið var annálað
fyrir gestrisni og rausnarskap.
Sveitungar komu og fóru, enda var
samvinna í sveitinni þannig að
menn hjálpuðust að við að reisa
hýbýli og útihús hver fyrir annan
án þess að launaseðlar gengju á
milli. Smiðjan hans afa var jafnan
opin og meðan hann gerði við ljái
og eldhúsáhöld gekk fólk í stofu til
Lóu og ömmu og þáði veitingar.
Ég kveð Magnús frænda með
hlýhug og þakklæti. Á síðustu ár-
um nutu hann og móðir mín sam-
vista á Hjúkrunarheimilinu Lundi
á Hellu og veit ég að þar er hans
sárt saknað.
Fjölskyldu Magnúsar, frændum
og vinum sendi ég samúðarkveðj-
ur,
Grímur Þ. Valdimarsson.
Í dag kveð ég nágranna minn og
vin um marga áratuga skeið,
Magnús Sigurjónsson bónda í
Hvammi. Magnúsar minnist ég frá
æsku minni er ég ólst upp á Sauð-
húsvelli, næsta bæ við Hvamm.
Hjólreiðaferðir mínar að Hvammi
voru ófáar í leit að leik við syni
hans, Sigurjón og Huga. En mér
sem öllum öðrum er að Hvammi
komu, var vel tekið af öllu heima-
fólki. Mannvirðingin og gestrisnin
með slíkum ólíkindum, að stundum
fannst manni nóg um. Vart kom ég
svo að Hvammi að ekki sæti fjöldi
gesta við allsnægtaborð. Enginn
mátti þaðan fara, án þess að hafa
þegið ríkulegar góðgjörðir, og vera
boðinn velkomin aftur, og það jafn-
vel sem allra fyrst.
Það skal á engan heimilismann
hallað, þó hér sé tekið fram að þar
stóð Magnús fremstur í flokki.
Magnús var allra, ungra sem ald-
inna, undirmálsmanna sem höfð-
ingja. Margir fengu húsaskjól í
Hvammi sem næturgestir til lengri
eða skemmri tíma og margan
þekki ég manninn sem í æsku var
sumardrengur í Hvammi. Öllum
ber saman um að þar var skemmti-
legt og lærdómsríkt að vera.
Á langri lífsleið liggja vegir sam-
veru til ýmissa átta. Þar sameinast
menn og fjarlægjast, og leiðir
liggja saman að nýju. Hin síðari ár,
með tilkomu sumarhúss míns í ná-
grenni Hvamms, lágu leiðir okkar
Magnúsar enn og oftar saman.
Gagnkvæmar heimsóknir spunnu
þá upprifjanir fyrri tíma. Fyrirheit,
óskir og þakkir til samferðamanna
voru Magnúsi þá og ætíð efst í
huga. Fyrir það skal honum hér
endurgoldið.
Afkomendum og aðstandendum
votta ég samúð okkar hjóna. Þakka
samfylgdina, vinur.
Þorberg Ólafsson.
Ég kom fyrst í Hvamm sumarið
1969. Inga Eyva, sem þá vann með
Magnús Sigurjónsson