Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  282. tölublað  98. árgangur  NAFLASKOÐUN FYRIR AUSTAN Í ÁTTATÍU ÁR OFVIÐRI OG MÁLEFNI STYTTU MARGRÉT MAACK BYRJAR JÓLAMOKKIÐ MEÐ FAÐMLAGI VIÐSKIPTABLAÐIÐ OG FINNUR.IS JÓLADAGATAL 34SKÓLI Á HALLORMSSTAÐ 10 Þrír íslenskir rithöfundar, þau Álfrún Gunnlaugs- dóttir, Matthías Johannessen og Thor Vilhjálmsson, voru á fullveldisdaginn í gær sæmdir heiðursdokt- orsnafnbót við Háskóla Íslands. 24 ár eru síðan rithöf- undur varð heiðursdoktor, sem er æðsti heiður sem Háskólinn veitir. Vill skólinn með þessum gjörningi senda skilaboð um mikilvægi listar og annarrar frjórr- ar menningarstarfsemi í íslensku samfélagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sköpunarstarf rithöfunda heiðrað  Lífeyrissjóðirnir eru að skoða að afskrifa húsnæðislán til sjóðfélaga umfram 100-110% af núvirði fast- eigna. Horft er til greiðslugetu við- komandi og er skilyrði afskriftanna að eiginfé sé neikvætt. Hrafn Magnússon, frkvstj. Landssamtaka lífeyrissjóða, stað- festir þetta en hann segir um 4% sjóðfélaga vera í vanskilum. »2 Neikvætt eiginfé skilyrði afskrifta lífeyrissjóðanna –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g ms.is Girnilegar uppskriftir á www.jolamjolk.is dagar til jóla 22 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Skipti, móðurfélag Símans, eru talin einskis virði í nauðasamningum Ex- ista. Samkvæmt reikningum Skipta er félagið með eiginfjárhlutfall upp á ríflega 20 prósent, en tvær hugs- anlegar ástæður eru fyrir þessu svartsýnisverðmati. Önnur er greiðsluáætlun á skuldum Skipta. Fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2009 að um 74 milljarðar króna falla á gjalddaga á árunum 2012-2014. Þegar haft er í huga að heildar- skuldir Skipta voru í ársbyrjun um 95 milljarðar króna sést að þetta er stór biti fyrir félag sem rekið var með tapi í fyrra og á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Endurheimtur óraunhæfar Hin hugsanlega ástæðan fyrir verðmatinu er að óefnislegar eignir Skipta voru í lok júní á þessu ári 62,8 milljarðar króna og þar af var viðskiptavild 59,3 milljarðar. Þýðir það að ríflega helmingur eigna Móðurfélag Símans þarf að greiða 74 milljarða fyrir 2014  Skipti sögð einskis virði í nauðasamningum Exista  Viðskiptavild 59 milljarðar Skipta er viðskiptavild. Áætlanir um endurheimtur krafna á hendur Ex- ista eru of bjartsýnislegar að mati umsjónarmanns með nauðasamn- ingum félagsins. Í athugun umsjón- armannsins kemur fram að hann telji áætlaðar endurheimtur upp á 7-53 prósent krafna of háar. Er það meðal annars vegna óvissu um end- anlega fjárhæð krafna, en einnig vegna óvissu um virði eigna félags- ins. Kröfurnar » Lýstar kröfur á hendur Ex- ista nema alls 326 milljörðum króna og koma frá 168 mis- munandi aðilum. Lífeyrissjóðir eru meðal kröfuhafa Exista. » Exista hefur vefengt kröfur að fjárhæð 192 milljarðar króna. MEndurheimtur Exista »Viðskipti Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu framkvæmdi í gær húsleit á níu stöðum, sjö á Ak- ureyri og ná- grenni og tveim- ur á höfuðborgar- svæðinu, í þágu rannsóknar á stórfelldu ólög- legu niðurhali, að því er segir í til- kynningu frá lögreglu. Tíu einstaklingar á aldrinum 15- 20 ára eru grunaðir um aðild að mál- inu. Þeim var öllum sleppt að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu í gær- kvöldi. Lagt hefur verið hald á tölu- vert magn af tölvum og tölvubúnaði auk þess sem marijúana, um 80 grömm, fannst í einu húsanna. Upphaf málsins má rekja til kæru sem Samtök myndrétthafa lögðu fram og sneri að ólöglegu niðurhali efnis af netinu og dreifingu þess. Lögreglumenn frá embætti rík- islögreglustjóra og lögreglunni á Akureyri tóku þátt í aðgerðunum. Rassía út af ólöglegu niðurhali  Yfirheyrðu tíu manns á aldrinum 15-20 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.