Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 2
Signý Jóhannesdóttir, varafor- seti Alþýðusambands Íslands, fundaði með ráðherrunum fyrir hádegi, en forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, var þá í Brussel. „Þær hugmyndir sem uppi eru eru þannig að ef lífeyrissjóðirnir geta komist í gegnum það án þess að standa frammi fyrir því að skerða réttindi sjóðfélaga þá ættu þær að vera í lagi.“ Skerði ekki réttindin SETJA SKILYRÐI 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Áramóta- Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 159.700 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, akstur, íslensk fararstjórn, ótakmarkað golf og gisting á Hotel Bonalba í 7 nætur með hálfu fæði. 29. des. – 5. jan. Verð á mann, frá: Fararstjóri: Björn Eysteinsson golf á Spáni Í gær var skýrt frá því hverjir eru tilnefndir til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Í flokki fagurbókmennta eru þessir höfundar tilnefndir, titill er innan sviga: Bergsveinn Birg- isson (Svar við bréfi Helgu), Gerður Kristný (Blóðhófnir), Sigurður Guðmundsson (Dýrin í Saigon), Þórunn Valdimarsdóttir (Mörg eru ljónsins eyru) og Bragi Ólafsson (Handritið að kvikmynd ...). Í flokki fræðirita voru tilnefnd Einar Falur Ingólfsson (Sögustaðir, Í fótspor W.G. Collingwood), Helgi Hallgrímsson (Sveppa- bókin), Sigrún Pálsdóttir (Þóra biskups), Guðni Th. Jóhannesson (Gunnar Thoroddsen) og Mar- grét Guðmundsdóttir (Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öldinni). Til þýðingaverðlauna eru tilnefndir fimm þýð- endur fyrir jafn mörg verk en þeir eru: Atli Magnússon (Silas Marner), Erlingur E. Hall- dórsson (Guðdómlegi gleðileikurinn), Njörður P. Njarðvík (Vetrarbraut ), Óskar Árni Óskarsson (Kaffihús tregans) og Þórarinn Eldjárn (Lér konungur). Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Bessa- stöðum um mánaðamót janúar og febrúar. Bið bókaunnenda er á enda Morgunblaðið/Eggert Hulunni svipt af tilnefningum til bókmenntaverðlauna Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum alltaf litið svo á að aðal- atriðið í þessari stöðu væri að við mættum ekki gefa eftir kröfur sem væru innheimtanlegar. Það er aðal- atriðið í stöðunni. Kröfur sem eru tapaðar kunna að hafa í för með sér einhverja skerðingu réttinda en við teljum að það verði í lágmarki,“ segir Hrafn Magnússon, frkvst. Lands- samtaka lífeyrissjóða (LL), um af- stöðu sjóðanna til viðræðna við full- trúa ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila. Hrafn og Arnar Sigurmundsson, form. Landssambands lífeyrissjóða og Þorbjörn Guðmundsson, stjórn- armaður í LL, sátu tvo fundi með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinn- ar í stjórnarráðinu í gær um lausnir á vanda skuldugra heimila. Hrafn segir reiknimeistara ríkis- ins hafa reiknað út að af um 175 milljarða króna íbúðalánum til sjóð- félaga kunni á bilinu 4-5 milljarðar króna að vera í vanskilum. Sjóðirnir áætli að um 4% útlána séu í vanskil- um, þar af um 1% í meira en 90 daga. Afskriftir tengdar greiðslugetu Lánin eru veitt sjóðfélögum með fasteignaveði og segir Hrafn að til skoðunar sé að afskrifa lán umfram 100-110% af virði eignar hjá þeim sem verst standa en hann segir láns- hlutfall sjóðanna hafa verið að með- altali 65% af markaðsvirði eignar. „Ef fasteignaskuldirnar eru meiri en 10% yfir verð- mæti eignarinnar er rætt um að það sem sé umfram það skuli afskrif- ast. Við höfum viljað tengja af- skriftirnar greiðslugetu við- komandi aðila. Það er hugmynd- in,“ segir Hrafn og tekur fram að viðkomandi þurfi að hafa neikvætt eiginfé. Horft sé til annarra eigna. Þá minnir hann á að sjóðirnir séu andvígir almennri niðurfærslu. Lítill tími sé til stefnu. Niðurstaða verði að fást fyrir helgi. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arfrkvstj. Samtaka atvinnulífsins, sat fund fulltrúa atvinnurekenda með ráðherrunum fyrir hönd frkvstj. SA, ásamt varaforseta ASÍ. Komist hjá málaferlum „Viðfangsefnið er að búa þannig um hnútana að stjórnir sjóðanna geti verið nokkuð tryggar með að það sé ekki verið að afskrifa kröfur sem séu innheimtanlegar. Tryggja verður að stjórnir sjóðanna geti tekið ákvarð- anir um að vera með í samkomulagi án þess að eiga yfir höfði sér mála- ferli og bótakröfur,“ segir Hannes og á við mögulegar kröfur frá öðrum sjóðfélögum sem kunni að telja af- skriftir ólöglegar. Stefnt er að fundi ráðherranna með fulltrúum sjóðanna og bank- anna í dag. Þeim verst stöddu verði hjálpað  Lífeyrissjóðir íhuga afskriftir hjá sjóðfélögum með þyngsta skuldabaggann  Afskrifað yrði niður að 100-110% af verðmæti eignar  4% útlána sjóðfélaga í vanskilum  Neikvætt eiginfé er skilyrði Hrafn Magnússon Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar á áttunda tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst maðurinn sem ek- ið var á með bílnum yfir gatnamótin. Lögregla lokaði gatnamótunum á meðan hlúð var að hinum slasaða og hann fluttur á brott. Urðu af þeim sökum töluverðar umferðartafir enda um einkar fjölfarin gatnamót að ræða. Eftir því sem næst varð komist í gærkvöldi mun maðurinn ekki hafa verið eins mikið slasaður og óttast var í fyrstu. runarp@mbl.is Gangandi vegfarandi barst með bílnum yfir gatnamót Talið að betur hafi farið en á horfðist Morgunblaðið/Eggert Slys Maðurinn barst með bílnum yfir gatnamótin. Tildrög slyssins eru óljós. „Ef jafnvægi í heiminum bygg- ist á blekkingum og lygum gæti þurft að hrista upp í því,“ sagði Kristinn Hrafns- son blaðamaður og einn tals- manna Wiki- Leaks, í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær. Fregnir bárust þá af því að bandaríska vefverslunin Amazon hefði hætt að nota netþjóna sína til að hýsa vef WikiLeaks. Kristinn segir „heim án leynd- armála betri heim“ en hann lýsti einnig yfir þeirri skoðun sinni að leki WikiLeaks væri ekki ólöglegur. »14 Segir WikiLeaks ekki hafa brotið lög með lekanum Kristinn Hrafnsson Bíll valt á Grindavíkurvegi gær- kvöldi, en að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var töluverð hálka á veginum og ástæða til að vara sig. Farþegar í bílnum meiddust óveru- lega. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir á vegum víða um land. Spáð er kólnandi veðri næstu daga og í ljósi þess að töluvert hef- ur rignt undanfarið má búast við að áfram verði hætta á hálku. Bíll valt á hálum Grindavíkurvegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.