Morgunblaðið - 02.12.2010, Page 31

Morgunblaðið - 02.12.2010, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Í októberhefti hins alþjóðlega list- tímarits Art in America er ítarleg umfjöllun um Listahátíð í Reykja- vík í sumar sem leið. Er umfjöllun á fimm blaðsíðum tímaritsins, und- ir yfirskriftinni „Reykjavík- urskýrsla: Undir eldfjallinu.“ Gagnrýnandinn og sýningastjórinn Lilly Wei skrifar. Í greinni er hlaupið á sögu Listahátíðar í Reykjavík, sem sögð er ein virtasta og langlífasta listahátíð Norður-Evrópu, og að iðulega sæki heimskunnir lista- menn hana heim. Wei hefur áður sótt hátíðina og segir að ólíkt ár- unum 2005 og 2008, þegar alþjóð- legir sýningastjórar komu að skipulagningu og myndarlegar sýningaskrár voru prentaðar, hafi framkvæmdin að þessu sinni verið í höndum Íslendinga og áherslan á ljósmyndasýningar. Rætt er við Hrefnu Haralds- dóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar, og galleristana Börk Arnarson og Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur. Meðal annars er fjallað lofsamlega um sýningar David Byrne, Katrínar Elvars- dóttur og Einars Fals Ingólfs- sonar, útisýninguna „Reality Check“ og sýninguna á safneign Péturs Arasonar og Rögnu Ró- bertsdóttur. Listahátíðarskýrsla Nokkur ljós- myndaverk eru birt með greininni. Ein virt- asta hátíð N-Evrópu Fjallað um Listahátíð í Art in America Tilkynnt var í gær að verk rithöf- undanna og ljóðskáldanna Gyrðis Elíassonar og Ísaks Harðarsonar væru tilnefnd fyrir Íslands hönd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Gyrðir er tilnefndur fyrir sagna- safnið Milli trjánna og Ísak fyrir ljóðabókina Rennur upp um nótt. Uppheimar gáfu báðar bækurnar út í fyrra. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísak er tilnefndur til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs en Gyrðir hefur áður verið tilnefndur fyrir sagnasöfnin Bréfbátarigningin og Gula húsið, en sú síðarnefnda hreppti Íslensku bókmenntaverð- launin. Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru virtustu bókmennta- verðlaun sem veitt eru á Norð- urlöndum. Sex íslenskir höfundar hafa hlotið verðlaunin: Ólafur Jó- hann Sigurðsson (1976), Snorri Hjartarson (1981), Thor Vilhjálms- son (1988), Fríða Á. Sigurðardóttir (1992), Einar Már Guðmundsson (1995) og Sjón (2005). Íslensku dómnefndina skipa Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson og Jón Yngvi Jóhannsson. Sigrún Eldjárn er varamaður. Upplýsingar um þau verk sem til- nefnd eru af hálfu hinna Norður- landanna má finna á vefnum www.norden.org. Verk Gyrðis og Ísaks til- nefnd fyrir Íslands hönd  Bækurnar Milli trjánna og Rennur upp um nótt tilnefndar Morgunblaðið/Einar Falur Tilnefndir Gyrðir Elíasson og Ísak Harðarson við athöfn í gær. Árni Bjarnason Bartels opnar sýn- ingu á málverkum sínum í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 í dag klukkan 17. Árni er hefur vakið athygli fyrir kraftmikil abstraktverk; nú sýnir hann 11 ný verk. Hann málar verkin og rífur þau niður aftur með sand- pappír þannig að skín í litalög á fægðum fletinum. „Þessi átök við málverkið láta mér líða verst í lífinu – og best. Ætli þetta sé ekki einskonar fíkn,“ segir Árni þegar hann er spurður um átökin við strigann. „Þetta er angist, hrikaleg angist,“ segir hann. Talar hefur verið um að í mál- verkum Árna birtist einkennilegur núningur fágaðrar yfirvegunar en jafnframt hömlulaus hvatvísi. „Þegar ég er að mála er ég oft límdur inn í verkið og sé ekki út úr því, og oft þarf truflun, utanaðkom- andi áreiti, til að ég stoppi og sjái að verkið sé orðið tilbúið,“ segir hann. „Ég vinn myndirnar hægt fyrst en svo verður vinnan við þær sífellt hraðari og svo brýt ég niður það sem ég hef byggt upp.“ Árni hefur haldið sýningar bæði hér heima og erlendis. Þetta er hans fyrsta sýning hjá Reykjavík Art Gallery. Opið er alla daga frá kl. 14- 17, nema mánudaga. Líkir glímu við verkin við fíkn  Árni Bartels sýnir abstraktmálverk Málverk Ónefnt abstraktverk eftir Árna, 150 x 150 cm að stærð. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Árið hefur gengið mjög vel en að- alþunginn í útgáfunni er nátt- úrlega á haustin, þá koma flestar nýju bækurnar út. Og þetta fer allt afskaplega vel af stað núna,“ segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri bókaútgáfunnar Veraldar, um út- gáfuárið 2010. Stefna Veraldar á árinu var að hafa sem mesta fjölbreytni í útgáf- unni og svo virðist sem það hafi tekist með ágætum; þeirra hlutur í jólabókaflóðinu telur skáldsögur, ævisögur, fræðirit, barna- og ung- lingabækur auk nýrrar útgáfu á hinu vinsæla spili Fimbulfamb. „Flaggskipið í ár er skáldsaga eftir Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, dulmögnuð spennusaga og það besta sem Yrsa hefur sent frá sér hingað til. Hún hefur fengið mjög góðar viðtökur, rauk strax þétt upp að Arnaldi og aldrei að vita nema hún taki fram úr honum.“ Hringur Tolkiens Veröld gefur einnig út spennu- söguna Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson þar sem sögusviðið er Siglufjörður en þýskir útgefendur börðust um réttinn á bókinni. „Svo erum við með þýdda spennusögu eftir breska metsölu- höfundinn Michael Ridpath sem heitir Hringnum lokað en hún ger- ist á Íslandi eftir hrun og fjallar um hálfíslenskan lögreglumann sem flytur hingað frá Bandaríkj- unum og dregst inn í dularfullt mál þar sem meðal annars koma við sögu týnd handrit og hringur Tolkiens.“ Tvær athyglisverðar ævisögur eru einnig á meðal útgáfuverka Veraldar, Hjartað ræður för, saga Guðrúnar Ögmundsdóttur eftir Höllu Gunnarsdóttur og Frá bankahruni til byltingar en í henni gerir Árni Mathiesen upp við þessa örlagaríkustu viðburði síð- astliðinna ára. Vitnað í Línu Langsokk Ein vinsælasta barna- og ung- lingabókin þessi jólin er án efa bókin Stelpur! en í henni fjalla systurnar Kristín og Þóra Tóm- asdætur um allt milli himins og jarðar sem unglingsstúlkur þurfa að hafa á hreinu. Veröld gefur einnig út barna- og unglingabókina Þór – Leyndarmál Guðanna eftir Friðrik Erlingsson sem er gríp- andi saga sótt í goðsagnaarfinn. „Svo er rétt að nefna bækurnar Nýja draumaráðningabókin þar sem Símon Jón Jóhannsson fjallar um draumheima og draumtákn og Nýja tilvitnanabókin sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók saman en hún er sérstaklega skemmtileg af því að þar má finna bæði tilvitnanir í menn eins og Shakespeare og Lax- ness en líka fígúrur eins og Línu Langsokk og Múmínálfana.“ Bókaflóð og Fimbulfamb  Leggja áherslu á fjölbreytta útgáfu Morgunblaðið/Ernir Veröld „Staða bókarinnar er góð; eftir hrun hafa menn verið að uppgötva að verðmætin liggja ekki í þeim hlutum sem fólk var að sanka að sér.“ Fimbulfamb » Veröld gefur út Fimbulfamb í nýrri útgáfu en reglurnar eru óbreyttar. » Eru að svara mikilli eft- irspurn en notuð Fimbulfömb voru að seljast á 15 þúsund krónur á netinu. Á sunnudaginn kemur lýkur sýningunni TÓMT í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Þar sýnir myndlistarmaðurinn Ransu en á þessari sýningu vinnur hann áfram með hug- mynd sem hann hefur hugað að á liðnum árum, „að ramma inn tómt“. Vísar hann þar til þess hvernig ramminn hefur þá stöðu að vera hvorki hluti af myndinni né aðskil- inn frá henni og því spurning um gildi hvors fyrir sig. Sömuleiðis skjóta auðveldlega upp kollinum spurningar um huglægan ramma málverka. Listasafn Reykjanesbæjar er opið virka daga frá kl. 12-17 og um helgar frá kl. 13-17. Myndlist Sýningu Ransu lýk- ur í Reykjanesbæ J.B.K. Ransu Laugardaginn næstkomandi, 4. desember, verður myndlistar- maðurinn Davíð Örn Halldórs- son með óformlega leiðsögn um sýningu sína FAUNALITIR sem stendur yfir í Gallerí Ágúst. Hin óformlega leiðsögn mun standa yfir milli kl. 14 - 16 og mun Davíð Örn þá taka á móti gestum og gangandi og leiða áhugasama um sýninguna. Á sýningunni getur að líta ný mál- verk eftir Davíð Örn en þetta er önnur einkasýning hans í galleríinu. Þá fyrri hélt hann fyrir tveimur árum og nefndist hún Absalút gamall kastale. Dav- íð Örn útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2002 og hefur vakið mikla athygli fyrir litskrúðug málverk. Myndlist Óformleg leiðsögn Davíðs Arnar Davíð Örn Halldórsson Andvari, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er kominn út. Þetta er 135. árgangur, fimm- tugasti og annar í nýjum flokki. Aðalgreinin í ár er æviágrip Björns Ólafssonar, ráðherra, stórkaupmanns og iðnrekanda, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Með- al annars efnis er að Bragi Þorgrímur Ólafsson skrifar um Jörund hundadagakonung, Páll Bjarnason um kvonbænir Bjarna Thorarensens og fjallað er um verk þriggja kunnra skálda. Þá er birtur minningaþáttur Árna Kristjánssonar tónlistar- stjóra um Markús Kristjánsson tónskáld. Ritstjóri Andvara er Gunnar Stefánsson. Tímarit Fjallað um Björn Ólafsson í Andvara Kápa nýs Andvara Úr því að Robbie Williams er kominn aftur í hópinn liggur gervöll þjóðin kylliflöt 36 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.