Morgunblaðið - 23.12.2010, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 300. tölublað 98. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
dagur til jóla
1
Kertasníkir
kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
UNNUR STEIKIR
ÞÚSUND KLEIN-
UR FYRIR JÓLIN
SÝKNAÐIR AF
KRÖFU ARES-
BANKA
MISTÖK EF GYLFI
ÞÓR FÆRI STRAX
FRÁ HOFFENHEIM
VIÐSKIPTABLAÐ FRAMTÍÐIN BJÖRT ÍÞRÓTTIREKKERT MÁL 10
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Þegar skoðaðar eru tölur Seðlabankans um erlenda
stöðu þjóðarbúsins og beina fjárfestingu Íslendinga
erlendis sést að þar er gert ráð fyrir því að Íslend-
ingar eigi um 780 milljarða króna í erlendum hluta-
bréfum. Við það bætast svo tæpir 300 milljarðar
undir liðnum Lán til tengdra félaga, þannig að bein
fjárfesting erlendis nemur í kringum 1.050 millj-
örðum króna. Seðlabankinn veitir ekki upplýsingar
um það í hvaða fyrirtækjum hlutabréfaeignin er, en
bein fjárfesting erlendis er þó flokkuð eftir geirum
atvinnulífsins. Kemur þar fram að eign Íslendinga í
fyrirtækjum sem starfa í efnaiðnaði, gúmmí- og
plastvöruframleiðslu nemi ríflega 380 milljörðum.
Þá er eign í erlendri verslun um 160 milljarðar og
124 milljarðar í erlendri matvælaframleiðslu.
Ekki verður séð að svo háar fjárhæðir náist nema
ef með í reikninginn eru tekin fyrirtæki, sem í raun
eru í höndum erlendra kröfuhafa. Má í því dæmi
nefna Actavis, Baug Group og Bakkavör. Í tilfelli
Actavis er fyrirtækið í raun á valdi erlendra kröfu-
hafa með Deutsche Bank í fararbroddi. Í verslunar-
rekstri hlýtur verslunarveldi Baugs að vega þungt,
en skuldir þess eru, eins og fram hefur komið, nær
allar hjá erlendum bönkum eða gömlu bönkunum.
Mikil óvissa ríkir um raunverulega eignastöðu þjóð-
arbúsins, en ætla má að hrein skuldastaða sé nær
1.000 milljörðum en 378 milljörðum í mati Seðla-
bankans.
MErlend eign ofmetin? »Viðskipti
Bein erlend eign ofmetin
Samkvæmt tölum Seðlabankans nemur erlend eign Íslendinga í hlutabréfum og
lánum til tengdra aðila um 1.150 milljörðum Hætt við að þessi eign sé ofmetin
Algengt er
orðið að banda-
rískar fjöl-
skyldur bregðist
við kreppunni
með því að gefa
börnum notuð
leikföng í jóla-
gjöf, að sögn
The New York
Times.
„Vöruskipti, aldagamalt við-
skiptafyrirbæri, hafa breiðst út eins
og eldur í sinu á árinu og kreppan
fær margs konar fólk til að skiptast
á öllum sköpuðum hlutum, allt frá
hönnunarflíkum yfir í gítarkennslu-
tíma,“ segir blaðið.
Sumir nota vefsíður eins og Thre-
dUP.com til að skiptast á notuðum
leikföngum og fatnaði. Það gerði
Mellissa Spitzer, heimavinnandi hús-
móðir í S-Dakota. Hún fann m.a.
heljarstóran vörubíl handa syni sín-
um og leikfangahest handa lítilli
frænku. Spitzer spurði ættingjana
hvort gefa mætti börnum þeirra not-
að dót. Þeir samþykktu.
Notuð leikföng
vinsælar jólagjafir
Íslenskri af-
þreyingu, áður
365 hf., var sam-
kvæmt dómi
Héraðsdóms
Reykjavíkur í
gær óheimilt að
greiða upp lán frá Íslandsbanka
sumarið 2009 en með þeim gjörn-
ingi var öðrum kröfuhöfum Ís-
lenskrar afþreyingar mismunað. Í
lok ágúst 2008 fékk 365 hf. 305
milljóna kr. lán á 24% vöxtum í
raun. Héraðsdómur segir að sami
maður, Jón Ásgeir Jóhannesson,
hafi verið við allar hliðar borðsins
þegar Glitnir veitti 365 lánið til að
kaupa eigin bréf og afskrá félagið
og í kjölfarið selja fjölmiðlahlutann
til Rauðsólar, félags í eigu Jóns Ás-
geirs. »Viðskipti
Sami maður við all-
ar hliðar borðsins
Tröllkerlingin Grýla er komin til byggða, nánar tiltekið í tjald Vísindaveraldar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Þótt sögurnar sem fara af Grýlu fjalli flestar um illsku hennar, sér í lagi í garð óþekkra barna, er hún glöð á að líta
enda líklegt að börnin sem heimsóttu tjaldið og stilltu sér upp hjá kerlu hafi hagað sér vel.
Hræðast ekki brosmildu Grýlu
Morgunblaðið/Eggert
Svo virðist sem
fleiri velji nú
þann kost að
verja jólum og
áramótum á sól-
arströnd en sala á
sólarlandaferðum
er meiri nú en
undanfarin tvö
ár. Forsvars-
menn ferðaskrif-
stofa segja þó
töluvert langt í land eigi að miða við
góðærisárin 2006 og 2007 sem voru
algjör metár í utanlandsferðum.
Vinsælustu áfangastaðirnir eru
sem fyrr Kanaríeyjar og Spánn. Sala
á skíðaferðum hefur sömuleiðis farið
vel af stað en lagt verður í fyrstu
skipulögðu skíðaferðirnar í janúar.
Ekki hefur verið farið til Tenerife
á vegum Heimsferða síðan 2007 svo
óhætt er að tala um meira en 100%
aukningu frá því í fyrra. »4
Sækja í
sól um jól
Fleiri eyða jólum
og áramótum ytra
Strönd Fólk sækir
í hita um jólin.