Morgunblaðið - 23.12.2010, Qupperneq 11
Þúsund kleinur fyrir jólin Það er mikið verk að gera þúsund kleinur í einu
eins og gert er í Víðiholti. Bökunarplöturnar eru þéttar af kleinum.
Orðið kleina merkir fallegar og litlar kökur
» Í matreiðslukverinu frá 1800
er uppskrift að kleinum sem
eru með tveimur snúningum
og soðnar í smjöri.
» Kleinur breiddust út um
landið á 19. öld.
Sagt er að þær hafi fyrst sést á
sýslumannssetrinu í Hvammi í
Vatnsdal um um 1840 og á Mel
í Hrútafirði voru kleinur orðnar
jólabrauð um 1860.
» Stundum voru kleinur
steiktar upp úr sellýsi eins og
annað lýsissteikt brauð en
margir vildu heldur nota
hnýsuspik og steiktu úr hnýsu-
lýsi. Mörgum þóttu lýsiskleinur
mjög góðar enda hafði sumt
fólk ekki vanist öðru.
» Orðið kleinur merkir fallegar
og litlar kökur, samanber orðið
„klenod“.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010
V ið hjá Bílabúð Benna óskum
viðskiptavinum og landsmönnum
öllum gleði og friðar yfir hátíðarnar
og þökkum samskiptin á árinu
sem er að líða.
Þann 7. desember lagði
Bílabúð Benna sitt af mörkum
til samfélagsins með því að
færa matargjöf til sameiginlegs
átaks Mæðrastyrksnefndar,
Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins
og Hjálparstarfs kirkjunnar.
Jólagjöf frá Bílabúð Benna.
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is - benni@benni.is
Gleðilega hát íð
Það er fátt skemmtilegra um jólin en að spila í góðra
vina hópi. Fjöldi skemmtilegra spila hefur verið gef-
inn út á Íslandi gegnum árin og nú hefur enn eitt
bæst í hópinn: orðaspilið Þú veist. Að spilinu standa
hjónin Barði Þór Jónsson og Hulda Guðmundsdóttir
en að sögn Barða er um að ræða skemmtilegt og
fræðandi fjölskylduspil. 24 hliða teningi er kastað,
finna þarf orð sem passa við tilmæli á sérstökum
gormaspjöldum og þarf að finna 12 orð sem byrja á
bókstafnum sem teningurinn sýnir áður en tími renn-
ur út.
„Hugmyndin kviknaði um síðustu jól þegar Hulda
fékk heimagert spil í jólagjöf frá vinkonu sinni. Við
spiluðum þetta spil öll síðustu jól og fólk virtist al-
mennt mjög hrifið af því. Upp frá því fór ég að skoða
það að gefa út spil á svipuðum nótum og úr varð að
ég setti mig í samband við Íslending sem býr í Kína
og þá fór boltinn að rúlla. Teningarnir,
stundaglösin og blýantarnir koma
frá Kína en allt annað er gert
hér á Íslandi,“ segir Barði.
Einn stór fjöl-
skyldupakki
Frá því í nóv-
ember hefur verið
unnið nánast dag og
nótt við að leggja
lokahönd á verkið og
hafa Barði og Hulda
fengið mikla hjálp frá
fjölskyldumeðlimum,
t.a.m. við að kynna
spilið, hanna útlit og
framsetningu og síðast en ekki
síst finna nafn á spilið. „Þannig að það
má í raun segja að þetta sé einn stór fjöl-
skyldupakki þar sem mæður, feður, systur, bræður,
frænkur og frændur hafa lagt
okkur lið.“
Að sögn Barða hentar spilið fyr-
ir unga sem aldna en hann hefur
frétt af heimilisfólki á dvalarheimili
sem hafi verið að spila það auk þess
sem grunnskólar hafi keypt það til að
nota við kennslu.
Hægt er að fræðast meira um spilið á
facebook.com/thuveist.
Nutu aðstoð-
ar stórfjöl-
skyldunnar
Þú veist Barði Þór ásamt dóttur
sinni og spilinu Þú veist.