Morgunblaðið - 23.12.2010, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.12.2010, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 SAMbíóin eru lokuð í dag Þorláksmessu opnum aftur 2. í jólum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Munið að slökkva á kertunum Skoðið ávallt leiðbeiningar um rétta og örugga notkun er fylgja kertum Árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs voru veitt í gær. Verðlaunin, sem kallast Kraumslistinn, eru veitt fyr- ir þær plötur sem þykja skara fram úr í metnaði og frumleika, en þó að ekkert aldurstakmark sé á verð- laununum, þá er höfuðtil- gangur þeirra að beina at- hygli að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlist- armanna og hljómsveita. Dómnefnd Kraumslistans kynnti tuttugu platna úrvals- lista í síðustu viku og valdi svo af honum sex plötur sem rétt þótti að fengju verðlaunin að þessu sinni, en Kraumur aðstoðar þá tónlistarmenn sem eiga plötu á listunum við að kynna tónlist sína erlendis, meðal annars með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til tón- listarhátíða erlendis, plötufyr- irtækja, blaðamanna, umboðs- skrifstofa o.fl. í samvinnu við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tón- listar. Að þessu sinni hlutu viðurkenn- ingu Apparat Organ Quartet fyrir plötuna Pólyfóníu, Daníel Bjarnason fyrir Processions, Ég fyrir Lúxus upplifun, Jónas Sigurðsson fyrir Allt er eitthvað, Nolo fyrir No-Lo-Fi og Ólöf Arnalds fyrir Innundir skinni. Morgunblaðið/Eggert Saman Verðlaunahafarnir voru að vonum ánægðir með viðurkenninguna. Kynntur Kraumslisti Skrafað Gestir voru flestir tónlistarmenn og ræddu málin sín á milli. Jólagleði Steinþór og Eldar á góðu spjalli. Verslun Skífunnar á Laugavegi 26 var lokað síðastliðið sumar en nú hefur ný Skífuverslun verið opnuð við götuna, í húsi nr. 44, á Frakka- stígshorninu. Sena, fyrrverandi eigandi Skífunnar, ákvað sl. sumar að loka versluninni. Nýr eigandi Skífunnar er Fjölvar Darri Rafns- son og ákvað hann að opna á ný Skífuverslun við Laugaveg. Skífan rekur nú tvær verslanir, í Kringl- unni og á Laugavegi. Verslunin við Laugaveg var opnuð 6. nóvember sl. en Skífumerkið var sett upp nokkru síðar. Verslunarstjóri Skíf- unnar á Laugavegi, Ásgeir Henn- ingsson, segir viðskiptavini hafa lýst yfir ánægju sinni með að Skífan sé komin á ný í miðbæinn. „Það er gaman að vera kominn aftur,“ segir Ásgeir og bætir við að verslunin sé komin til að vera. Skífan snýr aftur á Laugaveg Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.