Saga - 2004, Side 18
lendingum. Oft var dregin upp neikvæð mynd af Dönum, og raun-
ar Norðmönnum áður, og þeir sakaðir um vanrækslu og hirðuleysi
við stjórn landsins. Á tímum sjálfstæðisbaráttunnar varð sú sögu-
skoðun ríkjandi að eymd og fátækt á Íslandi stafaði af danskri yfir-
stjórn.2
Það gat því ekki verið auðvelt að taka við starfi sendiherra
Dana á Íslandi tæpum fimm árum eftir að lýðveldi var stofnað á
Þingvöllum. Bodil Gertrud Andreasen fæddist í Nyborg árið 1903.
Hún varð snemma bókhneigð og tók stúdentspróf í Álaborg 1921.
Að því loknu innritaðist Begtrup í háskólann í Kaupmannahöfn
og útskrifaðist 1929 með gráðu í stjórnmálafræði. Þar tók hún
mikinn þátt í samtökum stúdenta auk annarra félagsmála. Beg-
trup beitti sér fyrir hagsmunamálum barna og kvenna og var virk-
ur þátttakandi í félagasamtökum danskra kvenna. Hún sat til
dæmis í Þjóðarráði danskra kvenna 1929–1949, varð varaformað-
ur samtakanna 1931 og formaður þeirra árin 1946–1949. Hún var
kjörin fulltrúi í sendinefnd Dana gagnvart Þjóðabandalaginu 1938
og tók sæti á þingum Sameinuðu þjóðanna árin 1946–1952. Bodil
Gertrud Andreasen giftist árið 1929 dönskum lækni að nafni Erik
Begtrup og tók upp nafn hans en þau skildu eftir nokkurra ára
hjónaband. Árið 1937 kynntist hún hinum reynda embættismanni,
Laurits Bolt Bolt-Jörgensen, en hann hafði verið sendiherra Dan-
merkur í Sovétríkjunum og Ungverjalandi. Þau giftu sig árið
1948.3
Upphaflega var Bolt-Jörgensen boðin staða sendiherra Dan-
merkur á Íslandi en þar sem hann átti stutt eftir í eftirlaunaaldur
stakk hann upp á því að eiginkona sín fengi stöðuna.4 Bodil Begtrup
sagðist ekki hafa haft mikil kynni af landi og þjóð fyrir komu sína
S VAVA R J Ó S E F S S O N18
2 Ingi Sigurðsson, Íslenzk sagnfræði, bls. 22–26, 42–43, 78–89 og 109–111. — Guð-
mundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið, bls. 179–181. — Guðmundur Jónsson,
„Sagan og samtíminn“, bls. 55. — Pétur Gunnarsson, „Ímynd Íslands“, bls. 60.
— Guðmundur Hálfdanarson, „Íslensk söguendurskoðun“, bls. 64–67. — Jón
Hjaltason, „Sökudólgar í Íslandssögunni“, bls. 97. — Gunnar Karlsson, „Sagan
af þjóðríkismyndun Íslendinga“, bls. 109–111. — Gunnar Karlsson, „Hefur
söguþjóðin týnt sögunni?“, bls. 69.
3 „Við kveðjum með söknuði“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 5 og 7. — Bodil Beg-
trup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 11–34 og 37–79. — Dansk Kvindebiografisk
Leksikon, bls. 113–114. — Soffía Ingvarsdóttir, „Fimmtíu ára í dag: Frú Bodil
Begtrup sendiherra“, Alþýðublaðið 12.11.1953, bls. 5 og 7.
4 Bodil Begtrup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 80–81.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 18