Saga - 2004, Page 19
til Íslands þann 27. janúar 1949. Hún vissi að samskipti þjóðanna
höfðu ekki gengið snurðulaust fyrir sig en þar sem hún hafði gert
ráð fyrir að verulega hefði dregið úr kalanum, átti hún eftir að
verða fyrir vonbrigðum. Begtrup taldi sig ekki hafa getað komist
hjá því að greina andúð á Dönum í blöðum, útvarpi, á samkomum,
í leikritum og í tali bæði fullorðinna og barna á Íslandi. Einnig
sagðist hún hafa þurft að svara til saka fyrir það sem danskir kon-
ungar, embættismenn og kaupmenn höfðu gert í gegnum tíðina.
Begtrup sagði það stundum hafa orðið henni þungbært að finnast
sem Danir bæru ábyrgð á öllum vandamálum Íslendinga. Enn
fremur leit hún svo á að tímabært væri orðið fyrir Íslendinga að
horfa fram á við og breyta hinni þjóðernissinnuðu söguskoðun
sem henni fannst orðin úrelt þar sem Ísland hafði þegar öðlast
sjálfstæði. Begtrup gerði sér því grein fyrir að bæta þurfti samband
þjóðanna enda minntist hún þess að sambandsslitin 1944 ollu tölu-
verðum sárindum meðal Dana þar sem Íslendingar fengust ekki til
að bíða þar til hernámi Danmerkur yrði aflétt.5 Viðhorf Begtrup
hafa ef til vill mótast af áðurnefndum störfum hennar á alþjóða-
vettvangi en þar var unnið gegn þjóðernissinnaðri söguskoðun
meðal þjóða.
Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar leitað var að orsökum
ófriðar og ósættis, beindist athyglin að sögukennslu í skólum. Ný-
stofnuð samtök og kirkjur í mörgum Evrópuríkjum þrýstu á um
endurskoðun og umbætur á sögukennslu auk þess sem Þjóða-
bandalagið lét til sín taka. Nefnd á vegum þess, og aðrar innan að-
ildarríkja bandalagsins, könnuðu kennslubækur í sögu í þeim til-
gangi að samræma ólík sjónarmið þjóða í deilumálum. Á Norður-
löndunum voru norrænu félögin einna duglegust við að stuðla að
bættri sambúð þjóða. Félögin voru stofnuð á árunum 1919 til 1924
hvert í sínu landi, hið íslenska árið 1922. Þegar árið 1919 hófu þau
afskipti af kennslubókum Norðurlanda í sögu og landafræði. Á
fulltrúafundi norrænu félaganna í Stokkhólmi árið 1932 voru síðan
skipaðar sögunefndir til að kanna og gagnrýna kennslubækur í
þessum greinum.6
B O D I L B E G T R U P 19
5 „Við kveðjum með söknuði“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 5. — Soffía Ingvars-
dóttir, „Viðtal við sendiherra Dana“, bls. 5. — Bodil Begtrup, Kvinde i et
verdenssamfund, bls. 20, 85–86, 93, 96–97, 102–104, 108 og 115. — Pétur Péturs-
son, „Lífið er líka bollar og stólar“, bls. 5.
6 Wilhelm Carlgren, Nordens historia, bls. 7–16. — Nordens läroböcker i historia, bls.
3–14. — Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sögukennsla og sambúð þjóða“, bls. 45–46.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 19