Saga - 2004, Qupperneq 21
Grænlands, Færeyja og Noregs gagnvart Danmörku fram til 1814
hins vegar. Áætlað var að bindið yrði unnið sem samvinnuverkefni
íslenskra, norskra og danskra fræðimanna.9
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hóf
einnig afskipti af sögukennslu þjóða eftir síðari heimsstyrjöldina og
vildi endurskoðun á viðhorfum þjóða heims til sögu sinnar.10 Fleiri
greinaskrif sýna að vinna fjölþjóðahreyfinga hafði vakið athygli hér
á landi11 og líklega urðu þau til að létta störf Bodilar Begtrup á Ís-
landi.
Voru Danir reiðubúnir að láta myrða
Jón Sigurðsson 1851?
Með boðun þjóðfundar árið 1850 hafði danska ríkisstjórnin vakið
með Íslendingum vonir um að Alþingi fengi löggjafarvald. Þjóð-
fundinum var hins vegar frestað til 1851 vegna deilunnar um Slés-
vík-Holtsetaland og þegar að honum kom vildi danska ríkisstjórnin
ekki veita Alþingi löggjafarvald; þeir óttuðust að Slésvíkurmenn
myndu í kjölfarið krefjast sama réttar. Fyrsta bréfið í embættisskjöl-
um Bodilar Begtrup um sögulega þróun á milli Íslands og Dan-
merkur, dagsett 20. ágúst 1951, snýr einmitt að þjóðfundinum og
gefur tóninn um þau tæplega hundrað bréf sem á eftir fylgja.12 Í því
tilkynnir sendiherrann danska utanríkisráðuneytinu hvernig upp-
lausn þjóðfundarins 1851 hafði verið minnst í íslenskum fjölmiðl-
um þá um sumarið. Í forystugreinum blaðanna hafi verið skrifað
um grimmd stiftamtmannsins, Trampe greifa, og takmarkaðan
skilning hans á þeim loforðum sem Íslandi voru gefin. Það hafi ver-
ið umtalað að dönsku hermennirnir hefðu fengið skipanir um að
skjóta Jón Sigurðsson, Hannes Stephensen og Jón Guðmundsson ef
B O D I L B E G T R U P 21
9 Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sögukennsla og sambúð þjóða“, bls. 46–50. —
Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sambúð og saga“, bls. 4–5. — Frantz Wendt,
Cooperation in the Nordic Countries, bls. 91.
10 Frantz Wendt, Cooperation in the Nordic Countries, bls. 91. — „Frá Unesco“, bls.
98–99.
11 Guðlaugur Rósinkranz, „Norræna félagið“, bls. 69. — Lionel Elvin, „Unesco
og aukinn skilningur þjóða í milli“, bls. 64–66. — Broddi Jóhannesson,
„Ályktanir um menntun barnakennara“, bls. 1–16.
12 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Reykjavik.
154, F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf
frá Begtrup til danska utanríkisráðuneytisins 20.8.1951.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 21