Saga - 2004, Page 22
til vandræða kæmi. Begtrup sagði prófessora13 í sögu hafa staðfest
að saga þessi um áform Dana um að skjóta þremenningana væri út-
breidd söguskoðun á Íslandi. Taldi sendiherrann hana vera goð-
sögn sem eitraði sambandið milli þjóðanna, og sá hún ástæðu til að
láta danska sagnfræðinga kanna sannleiksgildi hennar.
Íslensku blöðin voru harðorð í garð Dana á afmæli þjóðfundar-
ins 9. ágúst 1951 en tóku misdjúpt í árinni.14 Þó drógu þau öll upp
þá mynd að dönsk stjórnvöld hafi gengið gegn vilja sameinaðrar
þjóðar. Að því er varðar fullyrðinguna sem prófessorar í sögu stað-
festu að væri viðtekin söguskoðun á Íslandi, um að til hafi staðið að
skjóta þremenningana ef til óeirða kæmi, þá er hún aðeins nefnd í
leiðara Þjóðviljans.
Svo virðist sem Begtrup hafi haft í huga söguna um að til hafi
staðið að skjóta þremenningana í grein sem henni var boðið að
skrifa í Morgunblaðið í tilefni norræna dagsins 29. september 1951.
Þar minnti hún á endurskoðun norrænu félaganna á kennslubók-
um í sögu „í þeim tilgangi að nema á brott einstrengingslegar og
beiskjublandnar skýringar á atburðum sögunnar, sem eingöngu
hafa haft þann tilgang að auka sjálfsþóttann, en vekja úlfúð í sam-
búðinni milli landanna. Ef til vill líða þar með undir lok ýmsar kær-
ar þjóðsagnir …“.15 Væntanlega komst Begtrup þarna næst því að
ræða opinberlega um fyrrnefnda fullyrðingu.
Danskir sagnfræðingar litu öðrum augum á upplausn þjóðfund-
arins en margir Íslendingar. Einn þeirra var Jørgen Steining aðjúnkt
en hann skrifaði sjötta bindi verksins Danmark og Island sem fjallaði
um sögu danska þingsins og kom út 1953 í tilefni aldarafmælis þess
árið 1949. Ástæðuna fyrir auknum völdum stiftamtmannsins sagði
Steining vera tilkynningu um að Íslendingar væru æstir og reiðir,
auk þess sem dregið hefði úr virðingu þeirra fyrir stjórnvöldum
sem birtist í mótmælum almennings gegn Grími Jónssyni, amt-
S VAVA R J Ó S E F S S O N22
13 Begtrup skrifar í bréfi sínu aðeins um prófessora en segir ekki af hvaða þjóð-
erni þeir eru þótt telja megi líklegt að um prófessora við Háskóla Íslands hafi
verið að ræða.
14 „Tímamót í íslenskri stjórnmálasögu“, Morgunblaðið 10.8.1951, bls. 6. — „Ef
Tíminn hefði komið út fyrir 100 árum“, Tíminn 9.8.1951, bls. 4. — „Fyrir
hundrað árum“, Alþýðublaðið 9.8.1951, bls. 4. — „Vér mótmælum allir“, Þjóð-
viljinn 9.8.1951, bls. 4. — Sverrir Kristjánsson, „Þjóðfundurinn 5. júlí–9. ágúst
1851“, Þjóðviljinn 9.8.1951, bls. 1 og 5–6.
15 Bodil Begtrup, „Hugleiðingar í tilefni norræna dagsins“, Morgunblaðið
29.8.1951, bls. 7.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 22