Saga - 2004, Síða 25
hafi hún verið upptekin af sögukennslu í barnaskólum á Íslandi.
Hún sagði hana vera einhliða og ekki eiga minnstan þátt í að breiða
út reiði og biturleika í garð Dana. Einkum taldi Begtrup Íslands-
sögubækur Jónasar frá Hriflu eiga hlut að máli.24
Begtrup taldi margar goðsagnir eitra samband þjóðanna tveggja
og bar því málið undir Flemming Hvidberg menntamálaráðherra
Danmerkur.25 Hún vildi vekja athygli hans á sögukennslu, bæði á
Íslandi og í Danmörku, og skýrði honum frá að Íslendingar kvört-
uðu yfir því að danskar sögubækur væru að þeirra mati frekar nei-
kvæðar og þóttafullar í sinn garð. Hins vegar sagði Begtrup sögu-
kennslu á Íslandi breiða út reiði í garð Dana. Þar væri að finna árás-
argjarnan tón, oft vegna vafasamra lýsinga á atburðum sem væru
orðnar að vinsælum mýtum sem enginn vildi breyta. Sendiherrann
spurði því menntamálaráðherrann hvort hann teldi það mögulegt
að ráðuneytið, ásamt norrænu félögunum og menningarmálanefnd
Norðurlanda, hefði frumkvæði að því að endurskoða sögu- og
landafræðikennslubækur sem notaðar væru í dönskum skólum.
Það yrði gert með það í huga að gera á þeim þær breytingar sem
viðunandi þættu á Íslandi, og þar með ryðja veginn fyrir því að fara
fram á að Íslendingar gerðu slíkt hið sama.
Bodil Begtrup átti frumkvæði að því að reyna að koma málinu
af stað. Hún beið ekki eftir svari menntamálaráðherra heldur setti
sig beint í samband við H.M. Hansen, rektor Kaupmannahafnar-
háskóla og forsvarsmann Dana í menningarmálanefnd Norður-
landa, og Frantz Wendt, formann Norræna félagsins í Danmörku,
og reyndi að vekja áhuga þeirra á sögukennslu í löndunum tveim-
ur.26 Þremenningarnir lýstu sig allir reiðubúna til að vinna að fram-
B O D I L B E G T R U P 25
11 þrátt fyrir ítarlega leit í gögnum Þjóðskjalasafns Íslands og öðrum heimildum
á Landsbókasafni. Fyrirspurnir um heimildir í menntamálaráðuneyti Íslands
annars vegar og hins vegar hjá afkomendum Sveinbjörns Sigurjónssonar og
Ólafs Björnssonar, sem síðar verða kynntir til sögunnar, báru heldur ekki ár-
angur.
24 Bodil Begtrup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 115.
25 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
Begtrup til Flemming Hvidbergs, menntamálaráðherra Danmerkur, 24.9.1951.
Upp frá þessu vísaði Bodil Begtrup oft í málið um sögubækurnar eða sögu-
bókamálið (spørgsmålet om historiebøgerne).
26 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Hansens rektors 24.9.1951 og til Frantz
Wendts, formanns Norræna félagsins í Danmörku, 29.9.1951.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 25