Saga - 2004, Page 29
þjóðanna tveggja í sögu. Þegar í upphafi árs 1952 var sendiherrann
farinn að grennslast fyrir um hvaða bækur voru kenndar í Íslands-
sögu og mannkynssögu í skólum á Íslandi. Í febrúar og mars fékk
Begtrup skrá yfir þær frá Ingimar Jóhannessyni á skrifstofu
fræðslumálastjóra.38 Þar kom fram að aðeins voru kenndar bækur
Arnórs Sigurjónssonar, Jóns J. Aðils og Jónasar frá Hriflu.39 Einnig
skrifaði Begtrup til Frantz Wendts þann 5. ágúst í þeim tilgangi að
vekja athygli sögunefndar Norræna félagsins í Danmörku á því
hvað hæft væri í sögunni um að Danir hefðu ætlað að flytja íslensku
þjóðina til Jótlands eftir móðuharðindin 1783–1785. Wendt skrifaði
um hæl og sagði þetta mál vera eitt af þeim sem sögunefndin
myndi skoða.40 Ef til vill hefur Begtrup talið að hér væri um aðra
goðsögn Íslendinga að ræða.
Bréfaskipti sendiherrans og annarra um starf sögunefnda nor-
rænu félaganna snerust í fyrstu um fyrirhugaðan fund allra sögu-
nefndanna í Kaupmannahöfn í byrjun árs 1953, en nokkrir slíkir
sameiginlegir fundir höfðu verið haldnir. Fundurinn var mikilvæg-
ur enda haldinn til að ræða og hleypa nýju lífi í endurskoðun
kennslubóka í sögu á Norðurlöndum og undirbúning þriðja bindis
af Omstridde Spørsmål i Nordens Historie.41 Fyrir hönd Íslands sátu
fundinn þeir Sveinbjörn Sigurjónsson, yfirkennari við Menntaskól-
B O D I L B E G T R U P 29
38 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
skrifstofu fræðslumálastjóra til Begtrup 28.2.1952 og 17.3.1952.
39 Í þeim heimildum sem greinarhöfundur rannsakaði, fjallaði Bodil Begtrup að-
eins almennt um íslenskar sögukennslubækur sem þjóðernissinnaðar. Jónas
frá Hriflu er eini kennslubókarhöfundurinn sem Begtrup gagnrýnir sérstak-
lega, enda bar mikið á honum og skoðunum hans um miðja 20. öld þrátt fyr-
ir að dregið hefði úr áhrifum hans þegar Begtrup kom til Íslands. Auk þess
hefur Begtrup eflaust haft meiri áhyggjur af bókum Jónasar vegna útbreiðslu
þeirra í barnaskólum en af kennslubókum Jóns J. Aðils og Arnórs Sigurjóns-
sonar, sem kenndar voru í framhaldsskólum, en um miðja öldina voru þeir
mun fámennari en barnaskólarnir.
40 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
Frantz Wendt, formanni Norræna félagsins í Danmörku, til Begtrup 13.8.1952
og frá Begtrup til Wendts 5.8.1952.
41 Sama heimild. Bréf frá Frantz Wendt, formanni Norræna félagsins í Dan-
mörku, til danska menntamálaráðuneytisins 27.9.1952 og bréf frá Begtrup til
danska utanríkisráðuneytisins 23.2.1953. — Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sögu-
kennsla og sambúð þjóða“, bls. 47.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 29