Saga - 2004, Page 30
ann í Reykjavík, en hann tók við formennsku íslensku sögunefnd-
arinnar árið 1953, og Sigurður Nordal, sendiherra Íslands í Dan-
mörku.42
Sveinbjörn Sigurjónsson sagði svo frá að á fundinum hefði ýms-
um þótt seint ganga að koma athugasemdum sögunefndanna inn í
nýjar útgáfur kennslubóka.43 Helsta orsök þess væri að samning og
útgáfa námsbóka væri víðast einkaframtak án afskipta hins opin-
bera. Fundurinn taldi hins vegar æskilegt að kennslubækur í nor-
rænni sögu væru sendar til sögunefnda hinna Norðurlandanna á
meðan þær væru enn í handriti eða fyrstu próförk, til að þær gætu
gert athugasemdir og tillögur um breytingar. Begtrup tók að efast
um þá hugmynd þegar Guðlaugur Rósinkranz bar hana upp við
hana og taldi slíka skyndilausn ekki duga.44 Hún vildi heldur rann-
sóknir á sambandi þjóðanna í þeirri von að þær myndu leiða til
hugarfarsbreytingar hjá höfundum kennslubóka.
Sveinbjörn kynnti jafnframt þá gagnrýni á íslenskar sögu-
kennslubækur sem lögð var fram af dönsku sögunefndinni á fund-
inum. Gagnrýnin var samin af sagnfræðingunum Christian
Westergård-Nielsen og Knud Kretzschmer, en sá síðarnefndi hafði
einnig samið gagnrýni Dana á kennslubækur í sögu Íslands sem
birtist 1937 í Nordens läroböcker i historia. Höfundarnir bentu einmitt
á að litlar breytingar hefðu verið gerðar á kennslubókunum frá því
á fjórða áratugnum. Þeir töldu þó Íslendingasögu Arnórs Sigurjóns-
sonar fjalla með hlutlausari hætti um samskipti Íslendinga og Dana
en aðrar kennslubækur. Á hinn bóginn kvörtuðu þeir yfir því að
víða væri að finna óvinsamlega umfjöllun um Dani. Sögðu þeir að
þetta hafi verið eðlilegt á meðan Íslendingar börðust fyrir sjálfstæði
sínu en að nú ættu Íslendingar að geta fjallað um samskipti þjóð-
anna af meiri yfirvegun og víðsýni. Bentu þeir á einokunarverslun-
S VAVA R J Ó S E F S S O N30
42 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
Begtrup til Frantz Wendts, formanns Norræna félagsins í Danmörku,
20.1.1953 og 28.1.1953, bréf frá Wendt til Begtrup 23.1.1953 og bréf frá Begtrup
til danska utanríkisráðuneytisins 23.2.1953.
43 Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sögukennsla og sambúð þjóða“, bls. 45–51.
44 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
Begtrup til Alberts Michelsens, skrifstofustjóra danska menntamálaráðuneyt-
isins, 25.8.1952.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 30