Saga - 2004, Page 31
ina og töldu að í slíkum tilvikum væri æskilegt að skýra betur
tengslin við svipaða þróun hjá öðrum þjóðum.45
Sveinbjörn sagði ekki nánar frá efni skýrslu dönsku sögunefnd-
arinnar í grein sinni en hana er að finna í heild sinni í embættisskjöl-
um Bodilar Begtrup, ásamt bréfi frá Frantz Wendt.46 Meðal annars
töldu höfundar skýrslunnar að í Íslandssögu Jónasar frá Hriflu væri
sagan sett í of rómantískan búning og gagnrýndu þeir að Dönum
væri lýst sem harðstjórum. Í Íslandssögu Jóns J. Aðils og Íslendinga-
sögu Arnórs Sigurjónssonar fundu þeir að tilvikum þar sem efni er
sleppt úr frásögn sem myndi skýra að ástandið á Íslandi var álíka
og í Danmörku og víða í Evrópu.
Á það er rétt að benda að íslenskar sögurannsóknir voru frem-
ur skammt á veg komnar á 6. áratug 20. aldar og voru íslenskir
fræðimenn á þeim tíma illa í stakk búnir til að eiga við sagnfræði-
arf Jóns J. Aðils og Íslandssöguna almennt.47 Því til stuðnings má
benda á að sagnfræði varð ekki fyllilega sjálfstæð grein við Háskóla
Íslands fyrr en 1965.48 Að öllum líkindum hefur þetta orðið til þess
að erfiðara var en annars að sporna við því að frásagnir Jóns J. Að-
ils og annarra væru færðar í þjóðernislegri búning en þær í raun
voru í. Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, segir að Jón
J. Aðils hafi verið ranglega túlkaður sem merkisberi sagnfræði í
anda þjóðernisstefnu og að hann hafi til að mynda gert sér grein
fyrir því að íslensk yfirstétt lagði einnig kvaðir á íslenska leiguliða
og tómthúsmenn en ekki bara Danir. Einnig fjallaði Jón J. Aðils um
það í riti sínu Einokunarverlzun Dana á Íslandi 1602–1787, sem kom
út 1919, að einokunarverslun hafi á sínum tíma hvarvetna þótt eðli-
legt verslunarskipulag. Jónas frá Hriflu lagði hins vegar aðal-
áherslu á þjóðernishyggju Jóns J. Aðils og gagnrýni hans á dönsk
B O D I L B E G T R U P 31
45 Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sögukennsla og sambúð þjóða“, bls. 50–51.
46 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Reykjavik.
154, F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf
frá Frantz Wendt, formanni Norræna félagsins í Danmörku, til Begtrup
31.3.1953 ásamt greinargerð um íslensku kennslubækurnar í sögu.
47 Hins vegar hafa takmarkaðar rannsóknir farið fram á þessu sviði og vert er
að hvetja til frekari rannsókna á aðstæðum íslenskra fræðimanna sem skrif-
uðu um Íslandssögu um miðja 20. öld.
48 Ingi Sigurðsson, „Þróun íslenzkrar sagnfræði frá miðöldum til samtímans“,
bls. 19–20. Auk þess segir Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, að á
árunum 1920–1970 hafi ekki margir Íslendingar getað helgað sig sagnfræði-
rannsóknum.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 31