Saga - 2004, Blaðsíða 32
yfirvöld en leiddi hjá sér umfjöllun hans um íslenska yfirstétt sem
orsök eymdar fyrr á öldum. Enn fremur segir Gísli um íslenska
sagnfræðinga um miðja 20. öld: „Sá ótti var augljós að raunsæ skrif
um gamla bændasamfélagið gætu á einhvern hátt grafið undan
þjóðernisvitundinni.“49
Af skrifum Sveinbjörns Sigurjónssonar má ráða að markmið
fundarins í Kaupmannahöfn í febrúar 1953 hafi náðst, að minnsta
kosti komst meiri kraftur í endurskoðunarstarfið eftir hann. Áhugi
og skilningur Sveinbjörns á endurskoðun sögubókanna virðist hafa
aukist, enda sagði hann að þeim sem skrifa kennslubækur í Íslands-
sögu í framtíðinni sé rétt og skylt að kynnast gagnrýni, þótt hún
samræmdist ekki þeim söguskilningi sem útbreiddastur væri hér-
lendis.50 Begtrup tilkynnti bæði Frantz Wendt og danska utanríkis-
ráðuneytinu um samtöl sín við Sveinbjörn að fundinum loknum.51
Af þeim réð hún að hann væri áhugasamur um málið sem hefði
þokast fram á við síðastliðið ár, og ef marka mætti áhuga Svein-
björns væri frekari árangurs að vænta.
Sögunefnd Norræna félagsins á Íslandi notaði næstu mánuðina
til að skoða þann mikla fjölda danskra kennslubóka í sögu sem
henni barst.52 Að því loknu sendi nefndin athugasemdir sínar til
sögunefndar Norræna félagsins í Danmörku. Skýrsluna um dönsku
kennslubækurnar er að finna í embættisskjölum sendiherrans og
virðist hafa borist honum í ágúst 1955.53 Þar kemur fram að þeir
Sveinbjörn Sigurjónsson, Þorkell Jóhannesson, prófessor í sögu við
Háskóla Íslands, og Þórhallur Vilmundarson, síðar formaður
nefndarinnar og prófessor í sögu við Háskóla Íslands, könnuðu
danskar kennslubækur í sögu og bókmenntasögu. Nefndin til-
greindi sjö bækur í skýrslu sinni og gagnrýndi hún þær fyrir að
verja litlu plássi í sögu Íslands, einkum í þeim bókum sem fjalla
S VAVA R J Ó S E F S S O N32
49 Gísli Gunnarsson, „Íslenskt samfélag 1550–1830 í sagnaritun 20. aldar“, bls.
84–89 og 92–93.
50 Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sögukennsla og sambúð þjóða“, bls. 51.
51 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Reykjavik.
154, F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf
frá Begtrup til Wendts, formanns Norræna félagsins í Danmörku, 7.4.1953 og
bréf Begtrup til danska utanríkisráðuneytisins 21.4.1953.
52 Sveinbjörn Sigurjónsson, „Sambúð og saga“, bls. 4–5.
53 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Reykjavik.
154, F.2.II. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1955–1958].
Greinargerð um danskar kennslubækur í sögu og bókmenntasögu.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 32