Saga - 2004, Síða 33
um sögu Norðurlanda. Enn fremur fannst nefndinni skorta dýpri
umfjöllun um helstu einkenni íslenska þjóðveldisins og framlag
Íslendinga til löggjafar, samfélagsskipunar og andlegrar menning-
ar. Nefndin gerði einnig athugasemdir við of sterkt, ónákvæmt
eða villandi orðalag. Flestar athugasemdir voru gerðar við það að
norrænum mönnum, eða Norðmönnum, væru eignuð afrek Ís-
lendinga og þótti nefndinni of lítið gert úr sjálfstæði Íslendinga á
þjóðveldisöld og þeir sagðir tengdari Noregi en hún vildi viður-
kenna.
Þegar hér var komið við sögu, haustið 1955, var óðum farið að
styttast í brottför Bodilar Begtrup. Hún var þó hvergi nærri hætt af-
skiptum af starfi sögunefndanna því að í ágúst 1955 vakti hún máls
á kennslubókastarfinu við Gunnar Thoroddsen borgarstjóra, sem
hafði tekið við formennsku Norræna félagsins á Íslandi árinu fyrr.54
Begtrup kynnti einnig lítillega starf sögunefnda norrænu félaganna
á opinberum vettvangi. Gat hún þess beint eða óbeint í nokkrum
íslenskum blaða- og tímaritsgreinum.55 Begtrup gæti hafa nefnt
endurskoðunarstarfið eða söguskoðun Íslendinga almennt í fleiri
greinum eða við önnur tækifæri. Ólíklegt er þó að um miklu fleiri
tilvik sé að ræða, sem sýnir að sendiherrann ákvað að fara að ráð-
um Frantz Wendts og vinna málið sem mest í kyrrþey.
Sögunefndir norrænu félaganna voru stofnaðar sem fastar
nefndir og störfuðu þær því áfram. Starf sögunefndanna var þó
fremur lítið eftir að síðari gagnkvæmri yfirferð á sögukennslubók-
um á Norðurlöndum lauk.56 Enn fremur gengu samstarfsáætlanir
um þriðja bindi Omstridde Spørsmål i Nordens Historie ekki eftir. Rit
þetta kom ekki út fyrr en árið 1965 og fjallar aðallega um söguöld-
ina og nær eingöngu um samband Íslands við Noreg. Eitthvað virð-
ist áhuginn á samstarfinu hafa dofnað með tímanum því að þriðja
bindið var eingöngu skrifað af Hallvard Magerøy. Í inngangi bók-
arinnar segir hann að þrátt fyrir margar tilraunir hafi ekki tekist að
skrifa ritið samkvæmt upprunalegri áætlun og hafi verið ákveðið
B O D I L B E G T R U P 33
54 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Gunnars Thoroddsens 8.8.1955.
55 Bodil Begtrup, „Hugleiðingar í tilefni norræna dagsins“, Morgunblaðið
29.8.1951, bls. 7. — Bodil Begtrup, „Skeyti frá Bodil Begtrup“, bls. 10. — Bodil
Begtrup, „Fegurð landsins og litir, þjóðin, sem hér býr, menning hennar og
saga …“, Tíminn 23.5.1956, bls. 5. — Vsv., „Við kveðjum landið með söknuði“,
Alþýðublaðið, 23.5.1956, bls. 5 og 7.
56 Viðtal við Þórhall Vilmundarson, fyrrverandi prófessor, 20.11.2002.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 33