Saga - 2004, Page 34
að gefa að minnsta kosti út það efni sem hann hafði þegar unnið.57
Af þeim sökum var ekki fjallað um samband Íslands og Danmerk-
ur eins og til stóð.
Óvíst er hvers vegna ekkert varð af þessum samstarfsáætlunum.
Ef til vill var það vegna handritadeilunnar, þar sem íslenskir og
danskir fræðimenn voru á meðal þeirra sem tókust á, eða vegna al-
menns áhugaleysis danskra fræðimanna um Íslandssöguna. Það
virðist ljóst af umfjöllun Gísla Gunnarssonar að danskir fræðimenn
hafa ekki kynnt sér íslenska sagnfræðiumfjöllun um samskiptin við
Dani nema að litlu leyti auk þess sem þeir hafa lítið fjallað um Ís-
land.58 Gísli kynnti sér efni danskra yfirlitsrita í sagnfræði og
kennslubækur í sögu fyrir danska skóla, allt frá árinu 1831 til ársins
1999, og komst að þeirri niðurstöðu að með vissum undantekning-
um59 hafi danskir fræðimenn látið íslenska sagnfræðinga almennt
ráða því hvað segja skuli um sögu Íslands og stundum jafnvel gengið
lengra í íslenskri þjóðernishyggju í umfjöllun sinni um dönsku ein-
okunarverslunina en flestir íslenskir sagnfræðingar. Flestir danskir
sagnfræðingar hafa gagnrýnt einokunarverslun á Íslandi í takt við
frjálslyndishugmyndir um frjálsa verslun. Enn fremur segir Gísli að
hin litla danska umfjöllun um sögu Íslands í dönskum sagnfræði-
ritum sé almennt til fyrirmyndar.
Þrátt fyrir gagnrýni á þær Íslandssögubækur sem notaðar voru
í skólum á Íslandi gekk hægt að endurnýja þær. En með tímanum
dró úr tilhneigingunni til að sýna Dani sem harðstjóra. Bækur
Jónasar frá Hriflu voru þó kenndar víða í barnaskólum á Íslandi
fram á níunda áratug 20. aldar, auk þess sem bækur Jóns J. Aðils og
Arnórs Sigurjónssonar voru notaðar í framhaldsskólum fram á átt-
unda áratuginn.60 Bodil Begtrup hefur því varla verið ánægð með
afrakstur erfiðis síns að því leytinu til.
S VAVA R J Ó S E F S S O N34
57 H. Magerøy, Omstridde Spørsmål i Nordens Historie III. Norsk-Islandske Problem,
bls. 3–6.
58 Vef. Gísli Gunnarsson, „Saga Íslands í dönskum yfirlitsritum í sagnfræði og
dönskum kennslubókum í sögu 1831–1999“. — Gísli Gunnarsson, „Leiðrétt-
ing og árétting um þjóðernisstefnu í danskri sagnfræði“, bls. 211–215.
59 Gísli segir að fyrst og fremst sé um að ræða virta sagnfræðinga, einkum
dönsku sagnfræðiprófessorana Edward Holm (1833–1915) og Erik Arup
(1876–1951), sem fjölluðu um valda hluta Íslandssögunnar af mikilli þekk-
ingu seint á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar.
60 Gunnar Karlsson, „Markmið sögukennslu“, bls. 184 og 194–200. — Bodil
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 34