Saga - 2004, Page 35
Deildar meiningar meðal Íslendinga um
endurskoðun Íslandssögunnar
Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga kom við sögu í tilraunum Bodilar
Begtrup til að hafa áhrif á viðhorf landsmanna til sambúðarinnar
við Dani á liðnum öldum. Nokkrir hafa þegar verið nefndir til sög-
unnar en sumir Íslendingar studdu málstað sendiherrans og vildu
breytingar á söguskoðun landsmanna en aðrir töldu hins vegar
minni þörf á slíku. Einn þeirra sem vildi samræma betur sýn þjóð-
anna á sameiginlega sögu þeirra var Sigurður Nordal prófessor.
Hann hafði verið í forystu lögskilnaðarmanna og gegndi stöðu
sendiherra Íslands í Danmörku 1951–1957. Þegar hann tók við því
embætti sagði hann í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende að
ósk hans væri að þekking þjóðanna á högum hvorrar annarrar yk-
ist.61 Begtrup talaði jafnan vel um Sigurð Nordal og taldi hann hafa
góð áhrif á samband þjóðanna.62
Bodil Begtrup var hins vegar lítt hrifin af Helga P. Briem, sendi-
herra Íslands í Stokkhólmi. Frá miðjum september 1952 voru þau
Begtrup og K.A. Monrad-Hansen, sendiherra Danmerkur í Stokk-
hólmi, í bréfaskiptum vegna skrifa Helga um stjórn Dana á Íslandi
í bókinni Iceland sem gefin var út á ensku í Svíþjóð. Stóð þeim
tveimur bersýnilega ekki á sama um hvað æðsti fulltrúi Íslands í
Svíþjóð lét birta eftir sig um sambúð þjóðanna. Í embættisskjölum
Begtrup er óundirrituð, gagnrýnin skýrsla um bókina. Þar er gerð
athugasemd við þá fullyrðingu í bókinni að enga vegi hafi verið að
finna á Íslandi árið 1874 og bent var á að ekkert hafi hindrað Íslend-
inga sjálfa í að leggja vegi nema efnisskortur. Fundið var að stað-
hæfingu Helga um að varla hafi fundist í landinu hús árið 1874; ein-
ungis hafi þar verið nokkrar steinkirkjur og ein opinber bygging úr
steini. Í skýrslunni er tekið fram að átta opinberar steinbyggingar
hafi verið reistar á árunum 1750–1800 og taldar upp fimm stein-
B O D I L B E G T R U P 35
22 Bergtrup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 115. — Viðtal við Gunnar Karlsson
prófessor 16.12.2002.
61 ÞÍ. Utanríkisráðuneytið. Bréfasafn Sigurðar Nordals sendiherra 1951–1959.
Afrit af Berlingske Tidende 11.12.1951. — „Viðtal í dönsku blaði við Sigurð Nor-
dal, sendiherra“, Morgunblaðið 13.11.1951, bls. 5.
62 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
Begtrup til Johannesar Lehmanns ritstjóra 20.6.1952 og 7.7.1952. — Bodil Beg-
trup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 121–122. — Sigrún Davíðsdóttir, Hånd-
skriftsagens saga, bls. 113–114 og 158.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 35