Saga - 2004, Page 36
kirkjur sem reistar voru fyrir 1874. Auk þess voru gerðar athuga-
semdir við fullyrðingar um að hvert einasta handrit og önnur
menningarverðmæti hafi verið flutt úr landi á meðan það laut
stjórn Dana. Þá var bent á að Danir hefðu skilað fjórum handritum
árið 1907 og að helmingi íslenskra muna í vörslu danska Þjóðminja-
safnsins hafi verið skilað árið 1930.63
Monrad-Hansen talaði tvívegis við Helga Briem, fyrst um
haustið 1952 og aftur í byrjun mars 1953, til að reyna að hafa áhrif
á skrif hans enda átti ný prentun af Iceland að koma út vorið 1953.64
Helgi brást illa við og varði skrif sín með því að vísa til illrar með-
ferðar Dana á Íslendingum öldum saman: Danir hefðu til dæmis
látið Íslendinga deyja úr hungri, auk þess sem enn væri skrifað illa
um Ísland í dönskum blöðum.
Í bréfi Bodilar Begtrup til Monrads-Hansens undir lok maí 1954
segir hún að fyrirhöfn þeirra hafi verið til lítils þótt verstu vill-
urnar hafi verið leiðréttar.65 Í Iceland, sem gefin var út árið 1954,66
hefur Helgi Briem umfjöllun sína á því að lýsa þjóðfélagsbreyting-
um síðustu 50 ára:
When Iceland got its Constitution in 1874 the country was
destitude. There were no roads. There were hardly any houses.
The people lived in turf huts. Apart from some poor church-
es, a few of which were built of stone, there was only one pub-
lic building of stone. That was the prison. … How destitude
the country was after centuries of foreign domination may be
realized from the fact that of the thousands of old Icelandic
vellums, containing the manuscripts of the Eddas, the Sagas,
the history of Scandinavia, the discovery and settlement of
Greenland and Wineland (America), not one remains in
Iceland.67
S VAVA R J Ó S E F S S O N36
63 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
K.A. Monrad-Hansen sendiherra til Begtrup 10.10.1952 og ódagsett greinar-
gerð um athugasemdir við myndabókina Island.
64 Sama heimild. Bréf frá K.A. Monrad-Hansen sendiherra til Begtrup
10.10.1952 og 10.3.1953.
65 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til K.A. Monrads-Hansens sendiherra
26.5.1954.
66 Ekkert útgáfuár er skráð í bókinni sjálfri en Landsbókasafn Íslands segir hana
gefna út 1954.
67 Hans Malmberg og Helgi Briem, Iceland, bls. 5.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 36