Saga - 2004, Page 44
rás.90 Sjóðurinn hafði einmitt styrkt rannsóknarverkefni víða um
heim, þar á meðal fjölmargar rannsóknir tengdar fornfræði og nátt-
úru Íslands.91 Haustið 1951 leitaði Begtrup því eftir því hvort sjóð-
urinn myndi styrkja rannsóknir á sambúð þjóðanna sem yrðu gerð-
ar í samstarfi danskra og íslenskra fræðimanna.92
Síðar sama haust var sendiherrann í sambandi við Þorkel Jó-
hannesson um rannsóknir á samskiptum Danmerkur og Íslands, en
hann sat einnig í sögunefnd Norræna félagsins á Íslandi.93 Þorkell
tók í sama streng og Begtrup um að samstarf fræðimanna þjóðanna
tveggja væri nauðsynlegt og taldi að rannsóknardvöl íslenskra
fræðimanna í Danmörku yrði til mikils gagns en vegna kostnaðar-
ins væri það varla gerlegt án mikils fjárstuðnings.
Lítið gerðist í þessu máli fyrr en í lok febrúar 1952 þegar Beg-
trup leitaði upplýsinga hjá deildarstjóra atvinnu- og félagsmála-
ráðuneytis Danmerkur til að kanna starfshætti dansk-norska sam-
vinnusjóðsins (Fondet for dansk-norsk samarbejde).94 Líklega vildi
hún að komið yrði á fót álíka sjóði á milli Íslands og Danmerkur en
hlutverk dansk-norska samvinnusjóðsins var að stuðla að auknum
skilningi á milli Noregs og Danmerkur. Deildarstjórinn virtist þó
svartsýnn á stofnun slíks sjóðs fyrir Ísland og Danmörku og gaf til
kynna að handritadeilan torveldaði slíkt.
Bodil Begtrup setti sig einnig í samband við dr. Johannes Leh-
mann, umboðsmann ritstjórnar norræna tímaritsins Ord och Bild.
Kulturtidskrift för de nordiske länderna í Kaupmannahöfn, og vildi
vekja áhuga hans á sambandi Íslands og Danmerkur.95 Ekki er ljóst
S VAVA R J Ó S E F S S O N44
90 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá Beg-
trup til Frantz Wendts, formanns Norræna félagsins í Danmörku, 29.8.1951.
91 Johannes Pedersen, The Carlsberg Foundation, bls. 53–66. — Sjá stutt yfirlit um
styrki sjóðsins til Íslendinga í: Steindór Steindórsson, „Carlsbergsjóður og Ís-
land“, bls. 86–153.
92 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.I. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1951–1954]. Bréf frá
Begtrup til Frantz Wendts, formanns Norræna félagsins í Danmörku,
29.8.1951. Bréf frá Begtrup til Johannesar Pedersens, prófessors og formanns
framkvæmdastjórnar Carlsbergsjóðsins, 14.9.1951.
93 Sama heimild. Bréf frá Þorkeli Jóhannessyni prófessor til Begtrup 10.10.1951.
94 Sama heimild. Bréf frá deildarstjóra félagsdeildar danska atvinnu- og félags-
málaráðuneytisins 29.2.1952 og skýrsla um dansk-norska samvinnusjóðinn.
95 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Johannesar Lehmanns ritstjóra 20.6.1952 og
7.7.1952.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 44