Saga - 2004, Page 47
Begtrup beið ekki boðanna og hóf að leita stuðnings við útgáfu
dansks fræðslurits um samband þjóðanna. Í lok mars 1955 skrifaði
hún Knud Højgård verkfræðingi og bað hann um styrk til útgáfu
rits um gömlu dönsku húsin á Íslandi eða til útgáfu íslenskra bóka
í Danmörku, jafnvel kennslubókar í sögu sem gæfi mynd af við-
horfum Íslendinga til Dana.107 Højgård svaraði Begtrup hálfum
mánuði síðar og skýrði henni frá því að þegar einhver ákveðin
verkefni lægju fyrir yrðu ákvarðanir um styrk teknar.108
Hugmyndir Begtrup um að gefa út íslenska kennslubók í sögu
í Danmörku urðu skýrari þegar leið á sumarið 1955. Vildi hún fá
Det Danske Forlag til að gefa út Íslandssögu eftir Jón J. Aðils í Dan-
mörku109 en forlagið vildi ekki gefa hana út og vísaði í umsagnir
tveggja manna sem kunnugir voru Íslandi.110 Þeir töldu bókina
einkennast um of af því að vera skrifuð fyrir kennslu og sögðu
þörf vera á riti sem gæfi mynd af því hvernig reyndur íslenskur
sagnfræðingur liti á aldalanga sambúð þjóðanna. Í svari sínu
sagðist Begtrup hafa valið Íslandssögu Jóns J. Aðils einmitt vegna
þess að hún gæfi mynd af sýn Íslendinga á eigin þjóð og af sam-
bandinu við Danmörku.111 Sendiherrann taldi, eins og Frantz Wendt
áður, mjög erfitt að finna óhlutdrægan Íslending til að skrifa nýja
bók.
Begtrup ræddi við Þorkel Jóhannesson um málið og var hann
sammála Det Danske Forlag um að skrifa þyrfti nýja Íslandssögu-
bók til útgáfu í Danmörku.112 Hugmynd sendiherrans um að nota
Íslandssögu Jóns J. Aðils var því endanlega gefin upp á bátinn. Beg-
trup vildi vinna áfram að málinu en skammt var eftir af embættis-
tíma hennar á Íslandi. Hún gat þess við brottför sína frá Íslandi að
auka þyrfti mjög fræðslu um Ísland í Danmörku. Þar hefðu Danir
og Íslendingar sameiginlegt verk að vinna.113
B O D I L B E G T R U P 47
107 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Knuds Højgårds verkfræðings 31.3.1955.
108 Sama heimild. Bréf frá Knud Højgård verkfræðingi til Begtrup 15.4.1955.
109 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Pouls Hernings, framkvæmdastjóra Det
Danske Forlag, 18.6.1955.
110 Sama heimild. Bréf frá Poul Herning, framkvæmdastjóra Det Danske Forlag,
til Begtrup, 9.8.1955.
111 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Pouls Hernings, framkvæmdastjóra Det
Danske Forlag, 17.8.1955.
112 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Pouls Hernings, framkvæmdastjóra Det
Danske Forlag, 6.1.1956.
113 Vsv., „Við kveðjum Ísland með söknuði“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 7.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 47