Saga - 2004, Page 48
Ljóst er af þessu að lítill árangur varð af þessum tilraunum Beg-
trup til að auka rannsóknir og fræðslu um samband þjóðanna. Rétt
er þó að vekja athygli á því að þetta var á þeim tíma sem kalda
stríðið var í algleymingi. Það eitt hlýtur að hafa gert henni erfiðara
fyrir þar sem áhrifamenn á þessum tíma höfðu í nógu að snúast og
slík endurskoðun naut því tæplega forgangs. En tilraunir Begtrup
runnu ekki allar út í sandinn. Einna helst varð henni ágengt í að
vekja áhuga á gömlu dönsku húsunum á Íslandi.
Sendiherrann vekur athygli á gömlu dönsku
húsunum á Íslandi
Sú söguskoðun var útbreidd að húsakosti Íslendinga hafi hrakað á
meðan Ísland laut stjórn Dana, og þá einkum á einokunartímabil-
inu.114 Skýringarnar á þessari þróun hafa þó ekki verið einhlítar en
því hefur meðal annars verið haldið fram að hnignun þjóðarhags
hafi haft áhrif á húsagerð.115 Ýmsir héldu því hins vegar fram að
Danir hafi átt sök að máli. Í leiðara Morgunblaðsins haustið 1951 seg-
ir til dæmis: „Það sætir furðu að á meðan Ísland laut erlendri yfir-
stjórn, skyldi varla nokkur einasta opinber bygging, utan tukthús,
vera reist í landinu úr varanlegu byggingarefni.“116 Lélegur húsa-
kostur Íslendinga á liðnum öldum hefur þannig orðið tilefni til
gagnrýni á Dani og má rekja þessi viðhorf til þeirrar söguskoðunar
að árin 1550–1787 hafi verið sérstakt niðurlægingartímabil í sögu
Íslands. Því mætti spyrja hvort lítill áhugi Íslendinga á að vernda
dönsku húsin hafi stafað að hluta af andúð á Dönum. Árið 1962
fann Hörður Ágústsson listmálari að því að dönsku húsin hafi ekki
verið vernduð sem skyldi. Hann taldi að Íslendingum bæri að sýna
þeim meiri sóma en þeir gerðu og að ef til vill réði þar „afvegaleitt
þjóðarstolt og heimskulegt Danahatur …“.117
Þegar fréttist að Bessastaðir yrðu bústaður Sveins Björnssonar
ríkisstjóra sumarið 1941 kom einnig skýrt fram hvaða mynd marg-
ir Íslendingar höfðu af þessu gamla valdasetri Dana. Morgunblaðið
S VAVA R J Ó S E F S S O N48
114 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I, bls. 214.
115 Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár II, bls. 268. — Hörður Ágústsson, Ís-
lensk byggingararfleifð II, bls. 14. — Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð
I, bls. 14 og 319.
116 „Útrýming heilsuspillandi húsnæðis“, Morgunblaðið 6.10.1951, bls. 6.
117 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð II, bls. 20.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 48