Saga - 2004, Side 49
lýsti yfir andstöðu sinni við ákvörðunina sem hlyti að vekja undrun
og andúð almennings: „Þjóðin hefur munað Bessastaði og það sem
þaðan kom.“ Tíminn var hins vegar á öndverðum meiði við Morgun-
blaðið og taldi ekkert athugavert við ákvörðunina.118
Ekkert hinna dönsku steinhúsa hafði verið friðað þegar Bodil
Begtrup kom til Íslands. Reykvíkingafélagið var hins vegar byrjað
að setja minningartöflur á gömul hús í Reykjavík um það leyti sem
hún tók við embætti, til dæmis á Dillonshúsið og Menntaskólann í
Reykjavík. Sendiherrann óskaði eftir því að fá að vera viðstaddur
þegar afhjúpuð var tafla 18. ágúst 1952 til minningar um elsta hús
Reykjavíkur.119 Í ræðu Gunnars Thoroddsens borgarstjóra kom fram
að samkvæmt skipulagi Reykjavíkur ættu mörg gömul hús að víkja
og veitti Begtrup því eflaust eftirtekt.
Begtrup hafði þegar í lok árs 1951 sagt Johannesi Pedersen, for-
manni framkvæmdastjórnar Carlsbergsjóðsins, frá áhuga sínum á
gömlu dönsku húsunum. Í mars 1955 hóf sendiherrann að beita sér af
krafti fyrir því að saga þeirra, og þá sér í lagi steinhúsanna, yrði skráð.
Í fyrstu reyndi Begtrup að fá Poul Westermann, heildsala og rithöf-
und, til að taka að sér verkið.120 Sendiherrann taldi bráðnauðsynlegt
að teikna upp og skrifa um dönsku húsin áður en þau hyrfu endan-
lega. Begtrup var öll af vilja gerð og vildi fá teiknara og ef til vill blaða-
mann eða sagnfræðing til Íslands strax um sumarið. Stakk hún upp á
því að leitað yrði eftir styrk frá Sáttmálasjóði og að Svend Møller,
húsameistari danska ríkisins og framkvæmdastjóri listaakademíunn-
ar, yrði fenginn til samstarfs um þetta verkefni. Hann hafði komið til
Íslands sumarið áður og fengið áhuga á dönsku húsunum. Begtrup
vildi láta reyna á hvort hann gæti útvegað fé til verksins. Poul Wester-
mann þakkaði Begtrup fyrir gott boð en sagðist ekki hafa löngun til
að takast á hendur þetta verkefni, meðal annars vegna andstöðu Ís-
lendinga við skrif um landið sem eitt af nýlendum Danmerkur.121
B O D I L B E G T R U P 49
118 Gylfi Gröndal, Sveinn Björnsson, bls. 12. — „Á að setja ríkisstjórann að Bessa-
stöðum?“, Morgunblaðið 29.5.1941, bls. 3. — „Á víðavangi. Bústaður ríkis-
stjóra“, Tíminn 30.5.1941, bls. 237.
119 „Minningartafla á elzta hús Reykjavíkur“, Morgunblaðið 19.8.1952, bls. 3. —
„Minningartafla var sett á elzta hús bæjarins í gærdag“, Alþýðublaðið
19.8.1952, baksíða og bls. 7.
120 RA. Udenrigsministeriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154,
F.2.II. Historisk udvikling mellem Danmark og Island [1955–1958]. Bréf frá
Begtrup til Pouls Westermanns rithöfundar 7.3.1955 og 16.3.1955.
121 Sama heimild. Bréf frá Poul Westermann rithöfundi til Begtrup 11.3.1955.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 49