Saga - 2004, Page 50
Begtrup þótti sem Íslendingar mætu Dani ekki að verðleikum
fyrir hlut sinn í byggingarsögu landsins og þá einkum fyrir dönsku
steinhúsin sem flest voru byggð á árunum 1753–1777.122 Þau hefðu
verið liður í tilraun dönsku stjórnarinnar til að blása lífi í atvinnu-
vegi Íslendinga. Sendiherrann taldi upp fyrir Svend Møller þau
steinhús sem um var að ræða en þau voru Landakirkja í Vestmanna-
eyjum, Viðeyjarstofa, Nesstofa, Bessastaðastofa og Bessastaðakirkja,
dómkirkjurnar í Reykjavík og á Hólum, auk stjórnarráðshússins í
Reykjavík. Þar að auki nefndi Begtrup hús danskra kaupmanna frá
eldri tíð, Menntaskólann í Reykjavík og önnur eldri dönsk hús, sem
sum hver voru byggð um miðja 18. öld. Begtrup brýndi það síðan
fyrir Møller að sögu húsanna þyrfti að rita með varúð því að í mörg-
um tilfellum litu Íslendingar á fyrri íbúa þeirra sem arðræningja.
Begtrup og Svend Møller voru í bréfaskiptum frá vordögum
1955 og í framhaldi af því hóf Møller afskipti af málinu. Á meðal
annarra skrifaði hann hinum íslenskættaða Helge Finsen arkitekt,
formanni Selskabet for Dansk Arkitekturhistorie og fyrrum for-
manni Akademisk Arkitektforening. Kom Møller sendiherranum í
samband við Finsen, sem sagðist hafa áhuga á verkefninu og vera
tilbúinn að koma til Íslands þegar um haustið og hefja störf. Auk
þess sendu Møller og Finsen Carlsbergsjóði umsókn um styrk. Fin-
sen sagði enn fremur efnið áhugavert í byggingarsögulegu tilliti og
vegna þeirra merku Dana sem tóku þátt í byggingu húsanna, en
nokkrir af frægustu arkitektum Dana teiknuðu sum þeirra.123
Sumarið 1955 var því undirbúningur að riti um gömlu dönsku
steinhúsin vel á veg kominn og framgangur málsins var nú að
mestu í höndum annarra en sendiherrans. En Begtrup var samt
ákveðin í að fá að vera með í ráðum. Í júlí kvartaði hún yfir því við
Jørgen Elkjær Larsen, skrifstofustjóra í danska forsætisráðuneytinu,
að Svend Møller hefði ekki sótt um styrk frá Sáttmálasjóði eins og
rætt hefði verið um.124
S VAVA R J Ó S E F S S O N50
122 Bodil Begtrup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 116–117. — RA. Udenrigsmini-
steriet. Representationer i udlandet. Ambassade Rvk. 154, F.2.II. Historisk
udvikling mellem Danmark og Island [1955–1958]. Bréf frá Begtrup til
Svends Møllers húsameistara 26.4.1955.
123 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Svends Møllers húsameistara 26.4.1955 og
frá Møller til Begtrup 27.5.1955. Bréf frá Helge Finsen arkitekt til Begtrup
1.7.1955.
124 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til skrifstofustjóra danska forsætisráðuneyt-
isins 12.7.1955.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 50