Saga - 2004, Page 51
Í byrjun ágúst frétti Begtrup af því að Nýi Carlsbergsjóðurinn
(Ny Carlsbergfondet) ætlaði að styrkja verkefnið og Helge Finsen
væri á leið til landsins. Til stóð að hann ætti fund með Begtrup og
Herði Bjarnasyni húsameistara áður en hann hæfist handa við
rannsóknir á húsunum. Undir lok mars árið eftir sendi Finsen Beg-
trup skýrslu sína og bað um athugasemdir og upplýsingar um
hverjum ætti að senda skýrsluna.125 Begtrup lagði til að skýrslan
yrði send til forseta Íslands, Bjarna Benediktssonar menntamála-
ráðherra, Gunnars Thoroddsens borgarstjóra, Þorkels Jóhannesson-
ar, forseta Sögufélags, Vilhjálms Gíslasonar útvarpsstjóra og nokk-
urra arkitekta.126 Begtrup ítrekaði einnig fyrri ósk sína um að Fin-
sen bætti við umfjöllun sína tveimur gömlum timburhúsum og
hafði hún þá í huga kaupmannshúsið á Eyrarbakka, frá 1765, og
húsið við Hof á Skagaströnd.
Helge Finsen var enn að vinna í málinu eftir að embættistími
Begtrup á Íslandi rann út í júní 1956. Hann skrifaði því til Eggerts
Adams Knuths greifa, sem tók við embætti sendiherra af Begtrup,
og skýrði honum frá því að hann hefði í samráði við Birgi Thor-
lacius, skrifstofustjóra menntamálaráðuneytisins, útbúið athuga-
semdir um viðhald gömlu dönsku húsanna en mörg þeirra þörfn-
uðust þess.127 Skýrsla Finsens var þýdd og send í alls 22 eintökum
til forseta Íslands og nokkurra annarra manna á Íslandi. Að sögn
Esbjørns Hiorts átti skýrsla Finsens þátt í að auka áhuga fólks á Ís-
landi fyrir gömlum húsum. Til dæmis sagði Þór Magnússon þjóð-
minjavörður í bréfi til Finsens árið 1975: „Rannsóknir yðar á
gömlu húsunum og bók yðar hafa komið okkur að miklu gagni,
því oft höfum við skírskotað til röksemda yðar í sambandi við
varðveislu húsanna.“128 Hörður Ágústsson fullyrðir að Finsen
hafi átt hugmyndina að verndun Bernhöftstorfunnar þar sem
hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að gömlu húsin austan
Lækjargötu gæfu einu heildstæðu myndina af Reykjavík fyrri
tíma.129 Því er ljóst að skýrsla Finsens var mikilvægt framlag til
B O D I L B E G T R U P 51
125 Sama heimild. Bréf frá Svend Møller húsameistara til Begtrup 5.8.1955 og frá
Helge Finsen arkitekt til Begtrup 7.8.1955 og 28.3.1956.
126 Sama heimild. Bréf frá Begtrup til Helge Finsens arkitekts 17.4.1956.
127 Sama heimild. Bréf frá Helge Finsen arkitekt til Eggerts Knuths sendiherra
14.7.1956.
128 Helge Finsen og Esbjørn Hiort, Steinhúsin gömlu á Íslandi, bls. 97–98.
129 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð II, bls. 19.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 51