Saga - 2004, Síða 52
byggingarsögu Íslands og að þessu leyti hafði viðleitni Begtrup
varanleg áhrif.130
Niðurlag: Bodil Begtrup lætur af embætti
Bodil Begtrup lét af embætti sendiherra Dana á Íslandi 1. júní 1956.
Á þeim sjö árum sem liðin voru frá því að hún tók við embætti
hafði samband Íslands og Danmerkur batnað nokkuð og voru vel
heppnaðar heimsóknir forseta Íslands til Danmerkur árið 1954 og
dönsku konungshjónanna til Íslands tveimur árum síðar til merkis
um það.131 Um konungsheimsóknina sagði Begtrup að með henni
hefði ákveðið tímaskeið runnið á enda og nú væri opin leið til „að
við getum sökkt okkur niður í sameiginlega sögu og sótt þaðan fjár-
sjóðu, sem ekki verða til þess eins að gera okkur hvora öðrum frá-
hverfa.“132
Begtrup lét ýmis mál til sín taka á Íslandi, meðal annars beitti
hún sér fyrir efldri dönskukennslu. Þá gáfu íslenskir kennarar
henni pergamentsviðurkenningarskjal í kveðjugjöf enda þakklátir
fyrir ötulan stuðning hennar við kennaraheimsóknir á milli Íslands
og Danmerkur, sem henni var oft þakkað fyrir.133 Auk þess var það
alkunna á Íslandi að Begtrup lagði sérstaka áherslu á að kynnast
samtökum íslenskra kvenna og sýndi málefnum þeirra mikinn
áhuga. Þegar hún lét af embætti tóku Kvenréttindafélag Íslands,
Kvenfélagasambandið og Bandalag kvenna í Reykjavík höndum
saman, héldu Begtrup kveðjusamsæti og færðu henni málverk að
S VAVA R J Ó S E F S S O N52
130 Finsen lést hins vegar áður en honum tókst að ganga frá bók, sem byggist á
skýrslunni, og gekk Esbjørn Hiort því frá handriti hans, meðal annars með
styrk úr Sáttmálasjóði. Árið 1977 kom hún út í Danmörku: Gamle stenhuse i
Island fra 1700-tallet. Árið eftir kom bókin út á Íslandi í þýðingu Kristjáns
Eldjárns: Steinhúsin gömlu á Íslandi.
131 Bodil Begtrup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 133–140. — Thorolf Smith,
„Konungskoman“, bls. 6–7.
132 Bodil Begtrup, „Fegurð landsins og litir, þjóðin, sem hér býr, menning henn-
ar og saga …“, Tíminn 23.5.1956, bls. 5. — Bodil Begtrup, „Kveðja til Ís-
lands“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 7.
133 „Úr dagbókinni“, bls. 11 og 14. — Arngrímur Kristjánsson, „Danskir kenn-
arar sækja Ísland heim“, bls. 66. — Arngrímur Kristjánsson, „Heimsókn
dönsku kennaranna“, bls. 104. — Hjálmar Ólafsson, „Danmerkurför ís-
lenskra kennara“, bls. 21. — „10 íslenskir kennarar nutu gestrisni Dana“,
Morgunblaðið 19.7.1951, bls. 2. — Steinþór Guðmundsson, „Kennaraheimboð
til Danmerkur“, bls. 116.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 52