Saga - 2004, Qupperneq 53
gjöf. Var þessi virðingarvottur talinn vera einsdæmi í sögu ís-
lenskra kvennasamtaka.134
Í grein Alþýðublaðsins um Begtrup sagði að ár hennar á Íslandi
hefðu borið ríkulegan ávöxt fyrir báðar þjóðir.135 Í kveðjugrein Beg-
trup, sem birtist í íslenskum blöðum, sagði hún að það hefði verið
sér „óblandið fagnaðarefni á þessum árum að verða þess vör,
hvernig margar þungbærar minningar um samskiptin við Dani
hafa smám saman hörfað úr hugum manna og góðum Íslendingi er
nú ekki framar nauðsyn að minnast þess sí og æ, sem miður hefir
farið.“136 Begtrup virðist í fyrstu hafa álitið viðhorf Íslendinga til
Dana neikvæðari en hún síðar taldi enda varð henni ljóst með tím-
anum að flestum Íslendingum líkaði ágætlega við Dani.137 Það kom
fram í fjölmiðlum við brottför Begtrup að hún var sérlega vinsæll
fulltrúi Dana hér á landi og það tekið fram að engin dæmi væru um
svo frábærar vinsældir sendiherrahjóna. Eignuðust hjónin marga
vini hér á landi, ferðuðust mikið um Ísland og urðu hrifin af landi
og þjóð.138 Þá var Begtrup veitt fálkaorðan fyrir störf sín. Hún lést
í Kaupmannahöfn 12. desember 1987.139
Þrátt fyrir vinsældir Begtrup var sagt að hún hefði skapraunað
mörgum á Íslandi, bæði með áhuga sínum og með því að gefa Ís-
lendingum ráð um ýmsa hluti í tíma og ótíma. Hún var sögð hafa
átt það til að vera kappsöm og framhleypin en um tíma sinn á Ís-
B O D I L B E G T R U P 53
134 Bodil Begtrup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 100–102. — Vsv., „Við kveðj-
um Ísland með söknuði“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 5. — „Meginhlutverk
mitt þessi sjö ár var að stuðla að auknu samstarfi og vináttu Dana og Íslend-
inga“, Morgunblaðið 17.5.1956, bls. 9. — Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem
ég vil, bls. 439. — Sigríður J. Magnússon, „Við brottför Bodil Begtrup sendi-
herra“, bls. 8.
135 Vsv., „Við kveðjum Ísland með söknuði“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 5.
136 Bodil Begtrup, „Fegurð landsins og litir, þjóðin, sem hér býr, menning henn-
ar og saga …“, Tíminn 23.5.1956, bls. 5. — Bodil Begtrup, „Kveðja til Ís-
lands“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 7. — „Okkur hjónunum mun oft verða
hugsað til Íslands“, Morgunblaðið 19.5.1956, bls. 1.
137 Bodil Begtrup, „Kveðja til Íslands“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 7.
138 Vsv., „Við kveðjum Ísland með söknuði“, Alþýðublaðið 23.5.1956, bls. 5, 7. —
„Meginhlutverk mitt þessi sjö ár var að stuðla að auknu samstarfi og vináttu
Dana og Íslendinga“, Morgunblaðið 17.5.1956, bls. 9. — Sigríður J. Magnús-
son, „Við brottför Bodil Begtrup sendiherra“, bls. 8. — Sigríður J. Magnús-
son, „50 ára í dag, Sendiherra frú Bodil Begtrup“, Morgunblaðið 12.11.1953,
bls. 7. — Bodil Begtrup, Kvinde i et verdenssamfund, bls. 80–141.
139 Dansk Kvindebiografisk Leksikon, bls. 115.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 53