Saga - 2004, Qupperneq 60
haldið upp á afmæli sín í nútímaskilningi fyrir umræddan tíma.2 Í
greininni verður sett fram sú tilgáta að til hafi verið eldra stig af-
mælishalds en það sem einkennist af gjöfum og veisluhaldi. Þetta
eldra eða fyrra stig hefur þá verið einstaklingsbundnara, „inn-
hverfara“, sálfræðilegra, andlegra og/eða trúarlegra en síðara stig-
ið. Það þarf ekki að hafa haft ytra tilstand í för með sér heldur að-
eins falist í andlegri iðju afmælisbarnsins er það stundaði í einrúmi
eða þröngum hópi heimilisfólks. Upphaf þess hér á landi er líklega
að rekja til tveggja rita er út komu á síðari hluta 18. aldar og um
aldamótin 1800.
Árið 1779 kom Tvisvar Siøfalldt Misseraskipta-Offur sr. Jóns Guð-
mundssonar (1709–1770) í Reykjadal út í fyrstu útgáfu. Í tileink-
unarávarpi (Dedicatio) til Helgu Brynjólfsdóttur Thorlacius
(1728–1784), konu Sigurðar Sigurðssonar (1718–1780) alþingisskrif-
ara á Hlíðarenda, hvatti höfundurinn menn til að nota ævitímann
vel og benti á „ad sa Tijme, sem ummlidenn er wtheimter [útheimt-
ir] Ydran og Þacklæte, enn sa i Hønd fer Vøku og Bæn“.3 Í huga
Jóns var náið samband milli tímans og dauðans þar sem dauðinn
setur tíma mannsins á jörðinni föst mörk.4 Þessi áhersla á endalok
tímans olli því að tímaskilningur Jóns varð „línulegur“ eins og
kemur fram í eftirfarandi orðum: „Tijmenn lijdur fraa einum Tijma-
Mootunum til annara, fraa einu Are til annars, fraa einu Missere til
annars.“5 Tímaskilningur af þessu tagi er ein af forsendum þess að
merkingarbært sé að minnast afmæla fólks.
Í fjórðu hugleiðingu sinni í sumarbyrjun, sem ber yfirskriftina
„af Degenum“, kvaðst Jón ætla að minnast sérstaklega á fjóra
mikilvæga daga en það voru fæðingardagur manns, skírnardagur,
andlátsdagur og „hinn sijdarste Dagur, edur Dagur Allsheriar
Dooms“.6 Þar sagði hann meðal annars að menn ættu ekki aðeins
H J A LT I H U G A S O N60
2 Sama heimild, bls. 151–152 og 162.
3 Jón Guðmundsson, Tvisvar Siøfalldt Misseraskipta-Offur, bls. 2r. Sjá og sömu
heimild, bls. 3.
4 Sama heimild, bls. [2v].
5 Sama heimild, bls. [2v]. Hið sama kemur fram er Jón líkir tímanum við vatn
sem streymir stöðugt áfram en hafnar því að líkja megi honum við sjávarföll
sem endurtaki sig. „Tijmenn er eins og Straumur sem rennur í Jørdena, hveri-
um Menn kunna ecke ad hamla …“ Sama heimild, bls. [2v]. „Þvi er ecke eins
háttad um Tijmann sem Flood og Fjøru, sá sem forsoomar hid fyrra Siaafarfall
kann komast i Land med því sijdara.“ Sama heimild, bls. [2v]–3.
6 Sama heimild, bls. 35.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 60