Saga - 2004, Qupperneq 61
að minnast „Burdar-Dags“ síns „aa þeim Dege Arsins sem ber
uppaa vorn Fædingar-Dag“ heldur á hverjum degi.7 Það áttu menn
að gera með því að þakka Guði fyrir
þann Velgiørning, ad hann af einskiærre Naad, og Födurlegre
Hiarta Giædsku, aan þess hann þyrfte vor vid i nockru sijn
vegna, Skapade oss Skinsemdarfullar Manneskiur, so vier
kynnum fyrer Upplijsing H. Anda, ad faa hann þecktann oss til
Saaluhiaalpar, og noted þeirra Giæda, er hann bæde hier og
sijdar hefur oss veitt og tilbwed …8
Þó átti þakklætið til Guðs einnig að koma fram í samskiptum við
meðbræður: „A þennann Dag eigum vier med þvilijku Þacklæte ad
minnast, ad vier brwkum alltijd vora Skinseme, og vora Limu,
Gude til Dijrdar og Þocknunar, oss til Velferdar, og Naaunganum til
Gagns og Aðstoðar.“9 Eins og sjá má af þessum orðum hvatti Jón
lesendur ekki til að halda upp á afmæli sitt.10 Frekar má skilja orð
hans svo að hann varaði við því með því að benda á að „Magtar-
Menn og Stoor-Herrar Veralldarennar“ eins og Faraó Egyptalands-
konungur og Heródes fjórðungsstjóri, sem báðir voru harðstjórar
og andstæðingar Guðs útvalinna, hefðu fæðingardag sinn „í mik-
elle Vyrdingu“.11 Þvert á móti áttu menn að minnast fæðingar sinnar
á hverjum degi með því að þakka Guði þá „Fødurlegu Hiarta
Giædsku“ [falli breytt af höf.] sem í því fólst að Guð hafði skapað
manninn með skynsemi og forsendur til þess að þekkja Guð og þeir
hefðu notið allt frá fæðingu.12 Hann vildi því tengja tákngildi
„burðardagsins“ við sérhvern dag ársins. Þrátt fyrir það kom hér
fram ákveðin forsenda þess að fólk tæki að minnast afmælis síns.
Eindregnara skref í átt að sérstöku afmælishaldi var stigið í
messusöngs- og sálmabókinni frá 1801 en þar var prentaður sálm-
ur undir fyrirsögninni „A fædíngar-degi Manns“.13 Þannig fékk af-
mælisdagurinn áberandi sérstöðu. Má ætla að sálmurinn hafi auk-
ið vitund fólks fyrir fæðingardeginum og þar með afmælinu en
sálmabækur voru meðal mikilvægustu guðræknisrita almennings.
A F M Æ L I S H A L D O G S J Á L F S V I T U N D 61
7 Sama heimild, bls. 32.
8 Sama heimild, bls. 32.
9 Sama heimild, bls. 32–33.
10 Sjá þó Árna Björnsson, Merkisdagar á mannsævinni, bls. 153.
11 Jón Guðmundsson, Tvisvar Siøfalldt Misseraskipta-Offur, bls. 33.
12 Sama heimild, bls. 32.
13 Evangelisk-kristileg Messu-saungs og Sálma-bók, bls. 257–258 (sálmur nr. 325). —
Sjá Árna Björnsson, Merkisdagar á mannsævinni, bls. 153.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 61