Saga - 2004, Page 62
Með hjálp hefðbundinna heimilda og aðferðum þjóðháttafræði
og sögu er mögulegt að rekja þróun ýmissa félagslegra þátta afmæl-
ishalds, svo sem afmælisgjafa, afmælisveislna og orðræðunnar um
afmæli. Erfitt er hins vegar að festa hendur á því sálfræðilega eða
„innhverfa“ afmælishaldi sem vikið var að hér að framan öðruvísi
en með hjálp persónulegra heimilda og aðferða sem hafa verið þró-
aðar á vettvangi einsögu og skyldra stefna í sagnfræðirannsóknum
á síðustu áratugum. Hér verður einkum stuðst við eina slíka heim-
ild, minnis- eða dagbók Hálfdánar Einarssonar, síðast prófasts á
Eyri í Skutulsfirði (sem varðveitt er á handritadeild Landsbóka-
safns: Lbs. 2729 8vo). Virðast dagbókarfærslur Hálfdánar á afmælis-
daginn einmitt gefa glögga innsýn í þetta eldra stig afmælishalds.
Eins og síðar verður bent á má einnig greina ákveðin tengsl milli af-
mælishugleiðinga Hálfdánar og þeirra rita sem bent var á hér að
framan. En fyrst skulu nefnd helstu atriðin í ævi hans.
Dagbækur og tímamót
Hálfdán Einarsson fæddist 28. febrúar árið 1801. Hann var sonur
Einars Tómassonar Skúlasonar aðstoðarprests í Múla í Aðal(reyk-
ja)dal og Guðrúnar Björnsdóttur sýslumanns Tómassonar í Garði í
Aðaldal. Einar drukknaði þegar Hálfdán var á fyrsta ári. Til sjö ára
aldurs var Hálfdán í fóstri hjá föðurafa sínum á Grenjaðarstöðum
en fór við dauða hans til sr. Jóns lærða Jónssonar (1759–1846) að
Möðrufelli í Eyjafirði og Helgu föðursystur sinnar. Hann var í
Bessastaðaskóla 1818–1821, fór til Kaupmannahafnar sama ár, lauk
almennum undirbúningsprófum 1822 og hóf guðfræðinám en
hvarf frá því 1824. Jón Helgason biskup og sonarsonur Hálfdánar
taldi að andúð hans á ríkjandi guðfræðistefnum í Kaupmannahöfn
hefði valdið þar miklu.14 Fleira kom þó til, meðal annars efnaleysi.
Hálfdán kvæntist Álfheiði Jónsdóttur, frændkonu sinni og uppeldis-
systur frá Möðrufelli, og bjuggu þau fyrst í Eyjafirði. Árið 1830 var
Hálfdáni veitt Kvennabrekka og vígðist hann þá um sumarið.
Fimm árum síðar fékk hann Brjánslæk og loks Eyri í Skutulsfirði
árið 1848. Þar með var hann orðinn þéttbýlisprestur á mælikvarða
síns tíma en tveimur árum eftir að Hálfdán fékk Eyri voru íbúarnir
76 og 219 árið 1860.15 Álfheiður, kona Hálfdánar, lést 1833. Þremur
H J A LT I H U G A S O N62
14 Jón Helgason, „Helgi lektor Hálfdánarson,“ bls. 1–2.
15 Sjá og Indberetning om … Visitats. 13.11.1852. Bréfabók biskups. ÞÍ. Bps. C III,
38. No. 511.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 62