Saga - 2004, Side 65
minnast afmælis síns voru því góðar. Hér á eftir verður varpað ljósi
á hugrænar forsendur hans í þessu efni, það er tímaskilning hans
og einstaklingsvitund. Sú staðreynd að Hálfdán færði dagbók sem
ekki var hrein veðurfarslýsing eða skrá yfir hversdagsatburði held-
ur sýnir langt inn í hugskot hans, a.m.k. á tímaskiptadögum, vitn-
ar um sterka einstaklingsvitund hans. Er það athyglisvert þar sem
svo hefur verið litið á í einsögurannsóknum að sjálfsmynd einstak-
linga hafi fyrst tekið að segja til sín hér á landi, meðal annars í dag-
bókarritun, á síðari hluta 19. aldar og jafnvel ekki fyrr en undir lok
hennar.23 Sé sú túlkun rétt virðist Hálfdán hafa verið á undan sam-
tíð sinni í þessu efni. Kann það öðrum þræði að stafa af því að hann
var menntamaður en einsögurannsóknir hafa fram að þessu eink-
um tekið til bænda og „alþýðu“. Þá kunna hér og að koma til ein-
staklingsbundnari skýringar. Er þar einkum átt við þá uppeldis-
mótun er hann fékk hjá sr. Jóni Jónssyni lærða að Möðrufelli.
Jón lærði var sá Íslendingur sem varð fyrir hvað mestum áhrif-
um af píetismanum. Um uppeldi afa síns sagði Jón Helgason bisk-
up að hann hefði fengið „hálfgert píetista-uppeldi“ hjá fóstra sínum
sem hefði verið „heittrúarmaður mikill og rammur andstæðingur
allrar skynsemistrúarstefnu“.24 Þetta staðfestist af lýsingum sem til
eru af trú og siðferði Hálfdánar síðar á ævinni en þeim ber saman
um að hann hafi verið heitari og innilegri trúmaður og auk þess
siðavandari og vandvirkari prestur og embættismaður en almennt
gerðist um embættisbræður hans.25 Bendir þetta til að píetistaupp-
eldið að Möðrufelli hafi sett varanlegt mark á Hálfdán og að eðli-
legt sé að leita skýringa á ýmsu í hugmyndum hans og háttum síð-
ar á ævinni í því.
A F M Æ L I S H A L D O G S J Á L F S V I T U N D 65
23 Davíð Ólafsson, „Að skrá sína eigin tilveru“, bls. 58, 67–68, 72–73 og 75.
Foucault leit svo á að sjálfsmynd einstaklingsins í Evrópu hafi tekið að mót-
ast á mörkum klassíska tímans (1650–1800) og nútímans (1800–1950) en hafi
síðan styrkst smám saman uns hún varð að miðpunkti heimsins: Sama heim-
ild, bls. 54–56. — Í svipaðan streng tók Philipp Ariès sem einnig tengdi þró-
un sjálfsmyndarinnar við nýöldina: Sama heimild, bls. 56–57.
24 Jón Helgason, „Helgi lektor Hálfdánarson“, bls. 1–2 og 11–12. — Um einsögu-
rannsóknir almennt, sjá t.d. Sigurð Gylfa Magnússon, „Félagssagan fyrr og
nú“, bls. 17–50.
25 ÞÍ. Bps. C III, 22. Bréfabók biskups. No 41. — ÞÍ. Bps. C V, 215B. Vitnisburð-
ur Jóns Gíslasonar prófasts í Dalasýslu vegna umsóknar Hálfdánar um flutn-
ing frá Kvennabrekku 11.12.1834. — ÞÍ. Bps. C III, 38. Bréfabók biskups. No.
511. Indberetning om … Visitats. 13.11.1852. — Lbs. Lbs. 2368 40. Sighvatur
Grímsson Borgfirðingur: „Hálfdán Einarsson 1848–1865“, bls. 697–698.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 65