Saga - 2004, Page 67
var og fóru Hálfdán og tveir karlar aðrir til kirkju. Þegar hann kom
heim var afmælisins minnst með kaffi og smágjöf frá vinnukonu.29
Síðasta vetur Hálfdánar í bændastétt (1830) bar afmælið aftur upp
á sunnudag og var haldið upp á það með líkum hætti.30
Svipað var uppi á teningnum fyrstu hjúskaparárin með síðari
konunni, Guðrúnu Vernharðsdóttur.31 Eftir þetta er aðeins getið
gjafar í eitt skipti (1857) og þá frá manni utan fjölskyldu.32 Kann að
hafa verið tilviljun að hana bar upp á afmælisdaginn. Hálfdán gerði
heldur ekki greinarmun á stórafmælum og hinum smærri. Við þessi
tækifæri var heldur ekki meira tilstand á heimilinu en endranær.
Hann hélt því upp á afmæli sitt mestan hluta ævinnar án ytra til-
stands.
Þau tímamót sem Hálfdán taldi að fælust í afmælinu hvöttu hann
aftur á móti til íhugunar sem varð stöðugt dýpri því lengra sem leið
á ævina. Frá 1854 tók hann einnig að minnast afmælisins með því að
lesa „hugleidíngu á afmælisdegi“ úr andaktsbók eftir Þjóðverjann
Johann Heinrich Daniel Zschokke (stundum skrifað Schocke) (1771–-
1848). Hann var upphaflega rómantískt skáld og leikritahöfundur en
nam síðar guðfræði, hlaut doktorsgráðu og varð prestur. Loks settist
hann að í Sviss, gegndi þar opinberum embættum og var virkur í
stjórnmálum, meðal annars sem frjálslyndur blaðaútgefandi. Hann
varð þekktur fyrir hugvekjur sínar, Stunden der Andacht, er fyrst voru
gefnar út sem sunnudagsblað á tímabilinu 1809–1816 og síðar í bók-
arformi. Vegna þess hve dýr heildarútgáfa hugvekjanna var tók
Zschokke saman úrval þeirra í sérstakri bók sem kom út á dönsku
1853, eða ári áður en Hálfdán vitnaði fyrst til þeirra. Nefndist bókin
Huusandagtsbog. En af Forfatteren selv foretagen forkortet Bearbeidelse af
„Stunden der Andacht“. Skiptist bókin í 90 þematískar hugleiðingar
um kjarnaatriði kristinnar trúar, sem og ýmsa þætti í lífi og starfi
Krists. Í henni var auk þess afmælishugvekja, hugvekja á gamlaárs-
dag og nýársdag, sem og vor- og hausthugvekja.33
A F M Æ L I S H A L D O G S J Á L F S V I T U N D 67
29 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1827. — ÞÍ. Sálnaregistur Grundarþinga
(BC/1).
30 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1830.
31 Sama heimild. Sjá og sömu heimild, 28.2.1837 og 28.2.1838.
32 Sama heimild, 28.2.1857.
33 Sama heimild, 28.2.1854. Hálfdán gat þess árlega eftir þetta að hann hefði les-
ið úr bókinni að frátöldum árunum 1863 og 1864. Guðfræðingurinn Krarup
Vilstrup annaðist dönsku þýðinguna. Zschokke, Huusandagtsbog, bls. 1–2. —
Killy, „Zschokke“, bls. 691–692. — Blauenfeldt „Zschokke“, bls. 948.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 67