Saga - 2004, Page 70
mannleg réttlætiskennd rúmaði. Einnig benti höfundur á ábyrgð ein-
staklingsins gagnvart meðbræðrum sínum.41 Þá ræddi Zschokke
nokkuð um hinn hinsta dóm.42 Lauk hann hugvekju sinni með bæn
um að afmælisdagur hans mætti verða nýr fæðingardagur, það er
endurfæðingardagur sálar hans.43
Almennt virðist Hálfdán hafa lesið úr bók Zschokkes í einrúmi
að kvöldi afmælisdagsins. Árið 1862 kvaðst hann þó hafa lesið úr
henni og bænakveri Péturs Péturssonar biskups (frá 1860) á vök-
unni og gæti það þýtt að um húslestur kvöldsins hafi verið að
ræða.44 Þar var meðal annars að finna bæn á afmælisdegi. Í bæna-
kverinu kvað við mjög líkan tón og hjá Zschokke: Guð var veg-
samaður fyrir tímanleg og eilíf gæði er hann hafði veitt afmælis-
barninu, það var minnt á smæð sína og loks hverfulleika lífsins og
óvissan tíma dauðans.45 Eftir að Hálfdán tók upp þá venju að lesa
afmælishugvekju minntist hann dagsins með líkum hætti og miss-
eraskiptanna, helstu tímamóta í bændasamfélaginu, en það var al-
mennt gert með því að lesa hugleiðingu úr sérstakri bók, til dæmis
fyrrgreindu Misseraskiptaoffri sr. Jóns í Reykjadal.46 Hálfdán nefn-
ir í nokkur skipti að hann hafi lesið úr öðrum bókum á afmælisdag-
inn og verður þeirra sumra getið hér á eftir. Þær eru þó aðeins
nefndar einu sinni eða tvisvar hver og hafa því ekki sömu stöðu og
rit Zschokkes.
Hugleiðingar og bænir á afmælisdaginn
Í fyrstu afmælisfærslu sinni 1826 ritaði Hálfdán aðeins: „Guð veri
með mér á komanda ári, enn veri lofaður fyrir sína blessan á því
ummliðna!“47 Í þessum orðum kemur í ljós að þegar á unga aldri
skoðaði hann afmælisdaginn sem persónuleg áramót. Sömu hugs-
unar gætti enn í síðustu afmælisfærslum hans en í þeirri næstsíð-
ustu (1864) ræddi hann beinlínis um „byrjað ár“ er hófst á afmælis-
daginn.48 Á þessum tímamótum var misjafnt hvort Hálfdán leit
H J A LT I H U G A S O N70
41 Sjá m.a. sömu heimild, bls. 440–441 og 443.
42 Sama heimild, bls. 443.
43 Sama heimild, bls. 443. — Sjá og sömu heimild, bls. 441.
44 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1862.
45 Pjetur Pjetursson, Bænakver, bls. 56.
46 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, bls. 305.
47 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1826. Sjá og sömu heimild, 28.2.1830.
48 Sama heimild, 28.2.1864 og 28.2.1865.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 70