Saga - 2004, Side 71
fremur um öxl yfir „aflifað æfiár“ eða fram á veg til þess „tilkom-
anda“. Hélst sjónarhorn hans á tímann í hendur við það hvort hon-
um var ofar í huga þakklæti fyrir velgjörðir Guðs á umliðnum
árum eða áhyggjur og bæn um varðveislu á komandi tíma. Oftast
gætti þó beggja sjónarhornanna í afmælishugleiðingum hans.
Framan af ævi hverfðust hugleiðingar Hálfdánar einkum um
persónulegustu málefni hans sjálfs. Þegar hann var kominn á
fimmtugsaldur beindist athygli hans hins vegar í vaxandi mæli að
störfum hans í kirkjunni og þjónustunni í ríki Guðs. Á 41. árs afmæl-
inu bað hann til dæmis: „Lof og Dýrð se þer Drottin minn fyrir
vernd alla á nærstl. ári, áhiggiu m. fyrir mínum störfum á komandi
ári varpa ég á þig, Leið þú mig á því með þinni Föðurhendi
amen!“49 Um svipað leyti tók Hálfdán að hugsa um endadægur sitt.
Árið 1844 skrifaði hann: „afm.dagr minn. vertu lofaður Drottinn!
firir liðna tíð, og alla náð þína við mig nú umliðin 43 ár. Ó! að ég fái
að njóta sömu náðar þinnar, þar til þú kallar mig héðan, og kallaðu
mig þá til þíns Friðar, og míns Frelsara!“50 Enn augljósari varð um-
hyggja fyrir starfinu og vitundin um „dauðans óvissan tíma“ árið
eftir en þá varð framtíðarsjónarhornið ríkjandi í stað þeirrar fortíð-
aráherslu sem þarna kom fram:
Afm.dagr minn. birja eg nú í Jesú nafni mitt 5ta ár yfir 40gt. Þú
veitst min guð! hvort eg mun aflifa það eða ekki, eins og mín
höfuðhar hefir þú talið mínar lífsstundir, lof og dírð sé þér f, þær
umliðnu þær sorglegu sem þær gleðilegu, lof sé þér (við) firir
hið umliðna aldursár mitt, þitt auga vaki yfir mer á serhverri
stund hins komandi, þín hönd leiði mig á öllum mínum vegum,
leis mig þegar þér þikir mál, þér fel eg bæði líf og sál! amen!51
Kann þessi nýja áhersla að stafa af hrakandi heilsu á tímabili.52 Árið
1847 fléttuðust þessi tvö stef, þjónustan og aldurtilinn, enn saman
um leið og færslan fékk nýja trúarlega dýpt og innilegri stíl sem
ágerðist með árunum:
A F M Æ L I S H A L D O G S J Á L F S V I T U N D 71
49 Sama heimild, 28.2.1842. Sjá og sömu heimild, 28.2.1843.
50 Sama heimild, 28.2.1844.
51 Sama heimild, 28.2.1845. — Við svipaðan tón kvað ári síðar. Sama heimild,
28.2.1846.
52 Sama heimild, 1.1., 24.3. og 31.12.1845, 1.1.1846 og 12.6.1848. Sjá og sömu
heimild, 19.6.1844. Sjá þó sömu heimild, 13.4.1846 og 23.10.1847. Um bætta
heilsu sjá og sömu heimild, 28.2.1849. — Sjá ÞÍ. Bps. C V, 215B. Bréf sr. Hálf-
dánar Einarssonar til biskups 16.12.1834. — Sjá og Lbs. Lbs. 2368 4o. Sighvat-
ur Grímsson Borgfirðingur, „Hálfdán Einarsson 1848–1865“, bls. 696.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 71