Saga - 2004, Page 73
Á þessu sama aldursskeiði tók Hálfdán einnig að biðja þess að
hann mætti læra af lífinu og einkum sannfærast stöðugt betur um
föðurforsjón Guðs.58 Annað atriði í hugleiðingum Hálfdánar sem
breyttist með hækkandi aldri er að sjálfsmynd hans dýpkaði og
auðmýkt óx. Árið 1853 ritaði hann:
með hrærðum huga minnist eg miskunnar þinnar og serlega
velgiörda við mig, fremur en svo marga aðra bræður mína, nú
í 52 ár ómaklegur var eg allrar þinnar miskunnar og trúfesti
við mig allann þennann tíma, æ vertu með mér þó hinn sami
trúfasti faðir og náðugi Guð tíman, sem þér þóknast að spara
mitt líf hér eptir, heir þú þessa bæn þíns vanmáttuga og ónýta
þións.59
Um svipað leyti tók vaxandi syndavitund að segja til sín í afmælis-
færslunum. Sama ár og Hálfdán tók að hafa hugvekjusafn Zschok-
kes um hönd (1854) ritaði hann:
53 ár hefur þú Skapari minn og Gud! leift mér ad lifa hér á jörd.
Ó, minstu ekki synda m. sem eg á þessum æfiárum m. drígt
hefi móti þér. Ó, — hvad opt hefi eg mátt sjá og sannfærast um
þína sérlegu födur medferd á mér fremr enn mörgum ödrum,
börnum þínum, Ó, leifdu mér á komanda æfiári opt ad gledi-
ast af sömu vidvarandi nád, Ó, stirktu mig á því til ad geta
gegnt med sömu köllun minni, og eflt ríki þitt í mínum söfnud-
um, og vídar. Drottin minn! heirdu þetta mitt hiartans bæna-
mal.60
Sú syndajátning og bæn um fyrirgefningu sem hér kemur fram á
ugglaust rætur að rekja til hinnar nýfengnu andaktsbókar. Vegna
uppeldismótunarinnar sem Hálfdán hlaut að Möðrufelli hefur
hann þó væntanlega verið sérstaklega móttækilegur fyrir iðrunar-
og afturhvarfsboðskap Zschokkes. Nú fékk bæn Hálfdánar um
styrk til að gegna „köllun“ sinni einnig víðtækari skírskotun en
áður þar sem hann skynjaði sig ekki lengur aðeins kallaðan til að
„efla ríki Guðs“ meðal safnaða sinna heldur og „víðar“. Minnir það
á sterka ábyrgðarkennd hans gagnvart „heiðingjunum“ og áhuga
hans á kristniboði meðal þeirra.
Hálfdán taldi að maðurinn stæði á hátindi ævi sinnar 55 ára
gamall en eftir það hæfi hann nýjan áfanga á hinni persónulegu
A F M Æ L I S H A L D O G S J Á L F S V I T U N D 73
58 Sama heimild, 28.2.1848. Sjá og sömu heimild, 28.2.1850.
59 Sama heimild, 28.2.1853.
60 Sama heimild, 28.2.1854.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 73