Saga - 2004, Side 74
ferð sinni um „land tímans“ eins og hann kallaði jarðlífið á einum
stað.61 Á þessum tímamótum endaði „fullordinsæfi“ mannsins og
„elli æfin“ tók við.62 Því eru afmælisdagafærslur hans við upphaf
og lok 55. æviársins sérlega áhugaverðar. Færslurnar lengdust,
urðu innilegri og víðtækari því lengra sem leið á ævina. Í þetta sinn
bað hann og um styrk til að efla „andlegt ríki þíns sonar og míns
frelsara Jesú“ innan sókna sinna og „víðar“, sem og að andi Guðs
verkaði með honum, fjölskyldu hans og sóknarbúum þannig að
þau mættu öll iðrast og trúa. Kom þar með fram vaxandi aftur-
hvarfs- og trúboðsáhersla í trúarhugsun Hálfdánar en eðlilegt er að
þetta tvennt fari saman. Árið eftir náði Hálfdán hinum merkingar-
þrungna 55 ára aldri og ritaði við það tækifæri:
las í Zsohocka og saung lagt f, sjálfum mér salminn No 325, og
las í Bön paa Födsels dagen, O þú allstadarnálægi Jehova!
gledilegt er sálu minni ad huxa til þín og nádar þinnar, sem þú
í 55 ár hefur audsýnt mér, gledilegt er ad vita med vissu, ad þú
fyrirgefur syndir öllum sem af hjarta leita hjá þer fyrirgefn. á
þeim, æ fyrirgef mér öll mín brot móti lögmáli þínu drígd á
umlidna árinu, lófadur vertu f, vidbot þessa árs vid hérveru
æfi mína. Nú er mín fullordinsæfi þegar á enda, æ miskunn-
adu mer, fylgdu mér leiddu mig þá daga, eda ár, sem þú ætlar
mér ad lifa af elli æfinni, eins og þú jafnan födurlega gættir
mín á æsku — og fullordins æfi minni. O minn frelsari Jesús!
þú gleimdir mér ekki í pínu þinni mín vegna, þú gleimir mer
ekki í dyrdinni, hiálpadu mér líka ad gleima þér aldrei, eda ríki
H J A LT I H U G A S O N74
61 Sama heimild, 24.4.1856.
62 Sama heimild, 28.2.1856. Hálfdán skipti ævinni í þrjú skeið: æsku, fullorðins-
ævi og elliævi. Hann gefur ekki til kynna hvenær fyrri hvörfin áttu sér stað.
Sama heimild, 28.2.1857. Fyrr á tímum mun skipting ævinnar í afmörkuð
skeið fremur hafa verið byggð á félagsstöðu en aldri. Í hefðbundnu samfélagi
virðist nærtækt að skipta ævinni í fjögur skeið, bernsku, ungdómsár, fullorð-
insár og elli. Hálfdán gerði sem sé ekki greinarmun á fyrri æviskeiðunum
tveimur. Bernskan náði til þess tíma er gera mátti ráð fyrir að börn færu í
þjónustu vandalausra (við 8/10–12/14 ára aldur). Ungdómur eða ungdóms-
ár voru hugtök sem notuð voru um þá sem ekki voru sjálfs sín ráðandi og það
æviskeið náði því fram til giftingaraldurs (27–28 ára hjá körlum en 2–3 árum
lægri hjá konum). Þá er ellin talin hefjast nærri 50 ára aldri eða nokkru fyrr en
hjá Hálfdáni. Hafa þau mörk e.t.v. byggst á hreinræktuðustu aldursviðmið-
uninni og farið nokkuð eftir meðallífaldri hverju sinni. Sjá Loft Guttormsson,
Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld, bls. 48 og 50–53. Þrískipting
mannsævinnar hjá Hálfdáni virðist fremur byggð á aldri en félagsstöðu.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 74