Saga - 2004, Side 76
Upp frá þessu ber að hafa í huga að afmælisfærslurnar sýna hug-
arheim manns sem leit svo á í fyrstu að hann stæði á þröskuldi ellinn-
ar og upplifði sig síðar sem gamlan mann. Hálfdán varð þó aðeins 64
ára sem var ekki tiltakanlega hár aldur um hans daga.67 Það einkenn-
ir og færslurnar eftir þetta að þær verða almennt lengri og efnismeiri
líkt og á öðrum tímaskiptadögum. Árið 1857 ritaði Hálfdán þetta:
las eg í Zsohokke etc, sem þessi dagr skyldadi mig til. Ó þú al-
mátt. himins og jardar kongur! þú oss fávísu mönnum óskilj-
anl. Gud! þú oss vesælu börnum þínum miskunarríki, fadir!
Sála mín lofi þig, og alt hvad í mer er vegsami þitt heil. nafn!
æ hvad er eg óþakklátr syndari, ad þú sýnir mér svo margfalt
meiri nád enn mörgum ödrum, — ennú hefur þú unt mér ad
líta heilbrigdum 1 nýann, endrminn.dag fædingar minnar og
tilveru í mannlegu felagi. Ó, eg þakka þer af hrærdu hjarta
þessa miklu nád, — fyrirgefdu mér allar syndir m. á umlidna
árinu, blessadu mig eins á tilkomandi 57 ári æfi minnar eins og
þú blessadir mig svo eptirminnil. og dásaml. á nýlidna 56 æfi
ári mínu. Heil. Guds Andi! hjálpadu mér ad stunda vel köllun
mína ad huxa um, ad efla sem mest eg get andl. ríki frels. míns
á tilk. ári, ef eg fæ ad aflifa þad. Blessadu elli mína, eg ef lifi svo
lengi, med gledi og krapti, svo eg geti í henni bætt bætt [svo]
það upp, sem af veikleika mín. vanræktist í æskunni og á full-
ordnis árunum. Heirdu minn guddóml leidtogi! þetta bænar-
hróp hiarta míns nú í dag. amen.68
Í þessari færslu fæst meðal annars fyllri innsýn í guðsmynd Hálf-
dánar sem rúmaði sýnilega bæði hinn hulda, óskiljanlega Guð
(Deus absconditus) og hinn opinberaða Guð (Deus revelatus), það er
hinn fjarlæga og hinn nálæga Guð eða hinn almáttuga konung him-
ins og jarðar og miskunnarríkan föður vesælla (guðs)barna eins og
Hálfdán lýsir þessum andstæðum sjálfur. Í einni af fyrstu afmælis-
færslum Hálfdánar má raunar fá nokkra innsýn í guðsmynd hans
en á afmælisdaginn árið 1829 ritaði hann meðal annars: „Guð veit
það sem mer skal mæta á því [þ.e. komandi æviári], og trúi, að mer
verði það alt fyrir bestu, og verði þó vilje þinn Guð minn.“69 Hér
H J A LT I H U G A S O N76
67 Árið 1860 voru 5,3% þjóðarinnar 65 ára eða eldri. Hagskinna, bls. 124 (tafla 2.
11.) Í því sambandi verður þó að hafa aldursskiptingu þjóðarinnar í huga, að
þá var miklu stærri hluti hennar undir tvítugu en nú er.
68 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1857.
69 Sama heimild, 28.2.1829.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 76