Saga - 2004, Side 79
starfsakur kirkjunnar. Nú bað hann líka í fyrsta skipti umbúðalaust
fyrir „heiðingjunum“ á afmælisdegi sínum, en það orð notaði hann
um þá íbúa fjarlægra landa sem ekki játuðu kristna trú.77 Bæn hans
á þeim persónulegu tímamótum sem afmælið var í huga hans var
því í raun tekin að spanna alla heimsbyggðina. Sýnir það sterka með-
vitund Hálfdánar um stöðu sína og hlutverk í heiminum. Þótt hann
lifði og hrærðist sjálfur norður við Ísafjarðardjúp þekkti hann engin
takmörk fyrir ábyrgð sinni á útbreiðslu Guðs kristni. Sterk sjálfsvit-
und hans leiddi því ekki til þess að hann yrði sjálfhverfur eða ein-
angraður. Ábyrgð hans (og annarra kristinna manna) fyrir „heiðingj-
unum“ var þó bundin við það að snúa þeim til kristinnar trúar.
Árið eftir fjallaði Hálfdán enn um þessa ábyrgð sína en nú á
mun hlutlægari hátt en oftast áður:
leyfðu mér, ef eg má biðja þess, að fá að útenda það [hið nýja
æviár] með gleði, einsog eg í gærkveldi utendaði mitt 61 ár, —
leyfðu mér, veittu mer Drottinn minn góður á þessu ári þá
gleði að fá að siá hús þitt her algjört, og að fá heilbrigður eins-
og nú er eg, að vígja það til þinnar þiónustu, og þer til dýrðar,
hialpaðu mer á þessu ári að geta komið af embættisverkum
mínum, gagnast sem best mínu sóknafolki, og sem flestum her
í prof.dæminu, já að geta hjálpað óbeinlínis einhverjum bágt-
stöddum heiðingia með fyrirbænum og stöðugum tilraunum
að safna smá giöfum ríki frelsara míns til eflingar.78
Um leið varð sjónarhorn hans jafnvel enn víðtækara en áður þar
sem hann ákallaði nú „algóðan föður alls faðernis“ og „skapara
óteljandi veralda í þeim óendanlega himingeimi“.79 Þar með tók
„kosmískrar“ víddar að gæta í bænum hans.
Árið 1863 minntist Hálfdán afmælis síns bæði 27. og 28. febrúar,
þ.e. við lok 62. og upphaf 63. aldursársins. Fékk afmælið þar með
sömu stöðu og misseraskipti sem Hálfdán minntist í tvo daga allar
götur frá 1852. Áfram gætti hins „kosmíska“ sjónarhorns frá árinu
áður, einkum í fyrri færslunni þar sem Hálfdán lýsti Guði sem
„mönnum óskiljanlegri og eilífri veru“ og „skapara mínum og allra
manna, engla og óteljandi heima“.80 Hálfdán vék hér frá hinu pers-
A F M Æ L I S H A L D O G S J Á L F S V I T U N D 79
77 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1861.
78 Sama heimild, 28.2.1862. Um söfnun Hálfdánar á fé til kristniboðs sjá m.a.
sömu heimild, 26.12.1862, 26.12.1864 og 1.1.1865.
79 Sama heimild, 28.2.1862.
80 Sama heimild, 27.2.1863.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 79