Saga - 2004, Side 82
ingu væri. Almennt minntist hann afmælis síns að kvöldi og þá hef-
ur hann jafnframt fært dagbók sína ef hann fékk því við komið:
las eg hugleiðing Zsocke á fæð.dag manns, og bæn Péturs og
Paulli tilheyr. þess degi, … nú hefi eg þá fyrir þína eilifu náð
Drottinn minn og Guð útendað mitt 64 aldurs ár her í heimi,
og líka 1ta daginn af mínu 65 ári, æ lof og þakkir segi eg þér
nú minn elskulegasti faðir fyrir allar föður velgjörði þínar,
veittar mer og mínum á næstl. aldursári mínu, og eg gleð mig
við þá trú, að þú hafir fyrirgefið mér öll brot mín á því móti
þer. Já lofaður vertu líka fyrir blessaða daginn í dag og heilsu
líkama míns með betra móti, þú veitst minn blessaði Guð hvert
eg muni aflifa þetta nú byrjaða ár eða ekki, þoknist þer að kalla
mig heðan úr heimi á því, æ leiddu mig þá gegnum mirkur
dauðans til þíns eilífa dýrðar ljóss, og sælu lífs í ríki þíns son-
ar og frelsara míns, en þóknist þér að láta mig útenda hér þetta
mitt 65ta ár, æ hjálpaðu mer þá að veria öllum þess dögum þér
til dýrðar og mér og samlífis mönnum mínum til gagns, hjálp-
aðu mer að umbera óréttindi, ef eg mæti þeim með kristil. þol-
inmæði, hiálpaðu mér að geta leitt sem flesta af sóknafólki
mínu á þrongva veginn til eilífs lífs, hjálpaðu mér að geta dá-
litið stutt að innleiðslu heiðíngianna í naðarríki þitt her á jörðu,
já hiálpaðu mér á þessu ári, hvert sem ég aflifi það eða ekki, að
elska þig af ollu hiarta, og óaflatanlega þakka þer fyrir sending
og gjöf þins eingetins sonar, Jesu Xts, sem eitt sinn varð minn
bróðir, ó — að eg fái á sinum tíma að koma til hans og eilífl. hiá
honum vera með öllum mínum ástvinum. Heirðu, heirðu
Drottinn minn þessa kvöldbæn þíns auðmjúka þións og sonar,
eins og þú hefir leift mer að nefna mig, þó eg sé þeirrar naðar
overðugur.86
Það var sáttur maður sem þannig hélt upp á síðasta „endurminn-
ingardag fæðingar sinnar og tilveru í mannlegu félagi“. Sátt hans
byggðist á því að hann var þess fullviss að Guð hefði fyrirgefið hon-
um öll brot hans gegn sér á æviárinu. Hjá Hálfdáni gætti því ekki
þeirrar örvæntingar yfir sekt mannsins sem virðist koma fram hjá
Zschokke „sálufélaga“ hans.
Í þessari síðustu afmælisfærslu Hálfdánar bættist og nýr tónn
við í umfjöllun hans um dauðann. Handan við það myrkur er hann
H J A LT I H U G A S O N82
86 Sama heimild, 28.2.1865. Ekki hefur tekist að finna deili á bæn Péturs og Páls
á afmælisdaginn.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 82