Saga - 2004, Page 92
hljóta að eiga sameiginlegan uppruna í einhverju týndu Landnámu-
forriti5 eða að um annars konar innbyrðis tengsl sé að ræða því að
marga samhljóða kafla, jafnvel frá orði til orðs, er að finna í þessum
ritum. Einnig eru fræðimenn sammála um að rekja megi upphaf
Landnámuritunar til tíma Ara fróða.6 Haukur Erlendsson gerir grein
fyrir þeim forritum Landnámu sem hann notast við, þ.e. „epter þeiri
bók sem ritad hafdi herra Sturla logmadr hinn frodazti madr ok ept-
ir þeiri bok annarri er ritad hafdi Styrmir hinn fródi“ (Hauksbók, k.
354). Styrmisbók er glötuð en skinnhandrit af Sturlubók (svokölluð
Resensbók) var til fram á 18. öld, og til allrar hamingju gerði Jón Er-
lendsson (d. 1672) uppskrift af henni7 því að skinnhandritið glataðist
í brunanum 1728.8 Út frá þessum grunnupplýsingum hafa menn svo
reynt að glöggva sig á innbyrðis samhengi gerðanna.
Fræðimenn hafa um langa hríð gengið út frá því sem vísu að
Melabók sé upphaflegasta gerð Landnámu. Vissulega er þó hægt að
benda á efasemdarmenn sem ekki hafa verið sannfærðir um yfir-
burðastöðu Melabókar í þessu tilliti. Þótt þeir hafi gagnrýnt mak-
lega þessa lífseigu hugmynd hafa þeir þó ekki náð að hrekja hana.9
Viðteknar hugmyndir geta líka reynst rangar og mikilvægt er að
fara í saumana á þessari hugmynd um Melabók því að fræðimenn
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R92
2 sbr. umfjöllun Jakobs Benediktssonar í inngangi af útgáfu hans á Skarðsárbók,
„Inngangur“, bls. ix–xxiv.
5 Sjá Jakob Benediktsson, „Formáli“, bls. l–li.
6 Sjá umfjöllun Jakobs Benediktssonar: „Formáli“, bls. cvi–cxx. — G. Turville-
Petre, Origins of Icelandic Literature, bls. 88–208.
7 Hún er í handritinu AM 107 fol. og er yfirleitt kölluð Sturlubók.
8 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 10.
9 Einar Ól. Sveinsson hélt því statt og stöðugt fram að Melabók hefði verið mik-
ið stytt. Einar Ól. Sveinsson, „Formáli“, bls. xvi. — Einar Ól. Sveinsson, Ritun-
artími Íslendingasagna, bls. 103. — Hans Kuhn efaðist um réttmæti þess að land-
námslýsingar Melabókar/Þórðarbókar væru endilega réttari en aðrar. Hans
Kuhn, „Landeign á landnámsöld“, bls. 111. — Jón Hnefill Aðalsteinsson er
sömuleiðis á því að Melabók sé mikið stytt. Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Folk-
loristiska perspektiv i Landnámaforskningen“, bls. 325. — Jónas Kristjánsson
dregur í efa að texti Melabókar sé upprunalegri en aðrir textar á öllum sviðum
og telur t.d. líklegra að höfundur Hænsna-Þóris sögu hafi fremur „stuðzt við
Sturlubók eða einhverja skylda Landnámugerð, en Melabók hafi verið frá-
brugðin.“ Jónas Kristjánsson, „Bókmenntasaga“, bls. 327. — Ólafur Halldórs-
son getur líka vel talist til þessa hóps, a.m.k. bendir hann á að ýmsir söguritar-
ar hafa notast við Landnámugerð sem líkist forriti Sturlubókar meira en Mela-
bók. Ólafur Halldórsson, „Formáli“, bls. 345–347.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 92