Saga - 2004, Page 93
hafa iðulega nýtt sér hana í kenningum sínum. Tvær doktorsrit-
gerðir hafa verið skrifaðar um Landnámu sem hafa það að for-
sendu að Melabók sé sú gerð sem standi næst upprunagerð.10 Fyrir
meira en hundrað árum voru sett fram rök fyrir því að Melabók
væri sú gerð Landnámu sem næst stæði upprunagerð og þau fræði
standa óhögguð.11 Það er því orðið tímabært að velta því fyrir sér
og meta þau rök sem sett hafa verið fram til stuðnings því að Mela-
bók standi næst elstu gerð. Í þessu sambandi skoða ég rök fyrir at-
riðum eins og hvaða upphaf og efnisröðun er upprunalegust, hvaða
texti er upprunalegastur, og hvort forrit Melabókar er eldra eða
upprunalegra en forrit hinna gerðanna.
Áhrifavaldurinn Björn M. Ólsen
Fræðagarpurinn Björn M. Ólsen var þess fullviss seint á 19. öld að
Melabók væri sú gerð sem næst stæði frumgerð Landnámu. Jón Jó-
hannesson tók upp þráðinn og hélt sig við sömu hugmynd en aðal-
viðfangsefni hans var að skipa gerðunum í eðlilegt innbyrðis sam-
hengi. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að hin glataða Styrmis-
bók hlyti að vera forrit allra varðveittra miðaldagerða. Hann gerði
sér grein fyrir því að Melabók og Sturlubók voru náskyldar og taldi
að þær hlytu að eiga rætur að rekja til sama forrits Landnámu. Hann
nefnir dæmi um kafla í Sturlubók og Melabók sem eru eins frá orði
til orðs, þar sem bæði er minnst á Jón biskup og Þorlák biskup og
þeir báðir kallaðir helgir (Sturlubók, k. 339, Melabók, k. 4). Helgi Þor-
láks var viðurkennd árið 1198 og helgi Jóns árið 1200 og því ályktaði
Jón Jóhannesson að kaflinn væri líklega „saminn eftir að helgi bisk-
upanna, Jóns og Þorláks, kom upp“ og „að Stb. og Mb. hafi báðar
verið runnar frá sömu Landn.“.12 Enn fremur telur hann sig komast
að því að Sturlubók hafi verið „miklu frábrugðnari x“ en Melabók.13
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 93
10 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar. — Sveinbjörn Rafnsson, Studier i
Landnámabók. Kritiska bidrag till den isländska fristatstidens historia.
11 Þessu til staðfestingar má benda á kennsluefni sem notað er í sagnfræði við
Háskóla Íslands: Gunnar Karlsson, Drög að fræðilegri námsbók í íslenskri mið-
aldasögu; á bls. 25 segir hann t.d. um Melabók: „Öllum ber saman um að Mela-
bók sé upphaflegasta gerð Landnámu, svo langt sem hún nær.“
12 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 57.
13 Sama heimild, bls. 68. Með X á hann við þá Landnámu sem hann telur ljóst
að báðar gerðirnar, Sturlubók og Melabók, séu runnar frá.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 93