Saga - 2004, Page 94
Hvers vegna fullyrðir hann þetta? Hann reiðir sig þar verulega á
niðurstöðu Björns M. Ólsens um að í Melabók sé varðveitt efnis-
skipun X eins og hann kallar hið óþekkta Landnámuforrit Sturlu-
bókar og Melabókar.14 Upprunalegri efnisskipan þyrfti ekki endi-
lega að þýða upprunalegri texta, en Björn M. Ólsen hafði líka skrif-
að fjölda greina um samband Landnámu og rittengsl við ýmsar
fornsögur eins og Egils sögu, Eyrbyggju, Laxdælu og margar fleiri
þar sem hann taldi sig komast að því að Melabók væri laus við öll
áhrif frá sögunum og væri þess vegna „nánasti fulltrúi hins upp-
runalega Landnámutexta“.15 Jón Jóhannesson féllst að mestu leyti á
þessar hugmyndir Björns. Út frá þessum forsendum byggði hann
svo upp myndina af sambandi gerðanna.
Sveinbjörn Rafnsson fylgir sömuleiðis Birni að málum og fellst
á rannsóknarniðurstöður hans, annars vegar um að Melabók hefði
upprunalegri efnisskipan, og hins vegar „að M-gerðin væri að
mörgu leyti fulltrúi fyrir upprunalegri texta en S og H“.16 Sama er
uppi á teningnum í nýlegu riti Sveinbjarnar en þar segir hann:
Sturlubók og Hauksbók hafa „yngri efnisskipan og hafa auk þess
viðbætur framan og aftan við hið eiginlega Landnámuefni. Þær
viðbætur hefur Melabók ekki og þær eru ekki upprunalegar.“17 Það
er því óhætt að segja að Björn M. Ólsen hefur átt stóran þátt í að
móta skilning manna á sambandi gerðanna og upprunagerðinni.
Fjórðungsskipt Landnáma — sögulegt upphaf
eða í samræmi við fjórðungaskipulag?
Hvers vegna fékk tilgáta Björns M. Ólsens um Melabók slíkan byr
meðal fræðimanna? Voru rök hans svo sannfærandi og ómótmæl-
anleg? Mest vægi hefur tvímælalaust sú staðreynd að Melabók hef-
ur annars konar upphaf en hinar gerðirnar. Melabók hefst austast í
Sunnlendingafjórðungi en Sturlubók og Hauksbók hefjast í land-
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R94
14 Hann nefnir reyndar bara þrjár röksemdir Björns M. Ólsens en vísar til skrifa
hans „Om Are frode“ árið 1893, bls. 349–352, og „Landnámas oprindelige dis-
position“ frá 1920, bls. 283–300. — Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar,
bls. 26, 68.
15 Björn M. Ólsen, „Landnáma og Eyrbyggja saga“, bls. 117: „den nærmeste
repræsentant for den oprindelige Landnámatekst.“
16 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 57: „att M-redaktionen i
många fall representerade en ursprungligare text en S och H.“
17 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 14.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 94