Saga - 2004, Síða 95
námi Ingólfs, þ.e. í miðjum Sunnlendingafjórðungi með sögulegum
inngangskafla. Sú niðurstaða Björns að Melabók hefði þarna upp-
runalegri efnisröðun hefur haft mikil áhrif í fræðunum. Fullyrða
má að helsti rökstuðningur Jóns Jóhannessonar fyrir því að Sturla
hafi umturnað Landnámu er einmitt tilkominn vegna þessa mis-
munar. Málflutningur Jóns er á þann veg að Sturla hljóti að hafa
umturnað Landnámu úr því að Melabók hafi annars konar upphaf
en hinar gerðirnar. Til þess að skýra muninn á gerðunum setur
hann fram þá tilgátu að Sturla hafi bætt við hinum sögulegu inn-
gangsköflum og breytt efnisskipaninni.18 Sama má segja um grein-
ingu Sveinbjarnar Rafnssonar þótt hann telji reyndar þessa breyt-
ingu verk eldri höfundar. Hann talar annars vegar um sögugerðar
Landnámabækur, Sturlubók og svo Hauksbók (eftir Sturlubók og
hinni glötuðu Styrmisbók), og hins vegar um Melabók sem gerð
sem ekki hafði verið hróflað við í sama mæli.19 Þessi hugmynd hef-
ur beinlínis mótað skilning okkar á því hvers konar rit Landnáma
er. Það er því mikilvægt að grandskoða athugun og rökstuðning
Björns M. Ólsens í þessu máli. Það fer reyndar ekki milli mála að í
öllum gerðum Landnámu er notast við fjórðungaskiptingu. Þetta
sést jafnt í Sturlubók sem í Melabók. Í Sturlubók eru alls staðar
fjórðungsformálar, mislangir, og alls staðar koma upplýsingar um
það hvar umfjöllun um landnám í fjórðungnum er lokið. Enn frem-
ur er að finna upptalningu á göfugustu mönnum í hverjum fjórð-
ungi og sömuleiðs höfðingjatal, skipt niður eftir fjórðungum.
Spurningin snýst því um það hvort söguleg byrjun, þar sem fyrstu
landnámsmennirnir og Ingólfur Arnarson skipa öndvegið, sé upp-
runalegust, eða hvort upphaf Landnámu í samræmi við fjórðunga-
skipulagið sé upprunalegra upphaf verksins.
Björn M. Ólsen hélt því fram að Ari fróði, sem hann taldi hafa
sett saman frumgerð Landnámu, hefði notast við skipulag Mela-
bókar, þ.e. byrjað landnámsfrásagnirnar austast í Sunnlendinga-
fjórðungi, en „þeir menn, sem síðar fjölluðu um Landnámu, hafa
breitt hinni upphaflegu niðurskipun hennar. Þeim hefur þótt það
vel við eiga, að segja first frá fundi landsins, og telja firstan hinn
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 95
18 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 69.
19 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 14–15. Hér er engin breyt-
ing frá doktorsriti Sveinbjarnar þar sem annars vegar er gert ráð fyrir hinum
umbreyttu og sögulegu gerðum og svo hins vegar Melabók sem fulltrúa elstu
gerðar, sjá t.d. Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 83–84.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 95