Saga - 2004, Side 96
firsta landnámsmann“.20 Þessu þarf ekki endilega að vera þannig
varið því að hin sögulega byrjun Sturlubókar og Hauksbókar getur
fullt eins verið upprunaleg. Benda má á að Íslendingabók hefur
þessa sögulegu byrjun, þ.e. segir frá fyrsta landnámsmanninum og
fundi landsins. Þess vegna hélt Konrad Maurer fast við það á sín-
um tíma að upphaf Sturlubókar og Hauksbókar væri upprunalegra
en Melabókar.21 Preben Meulengrath Sørensen rekur augun í sama
atriði og telur að tvenns konar sagnritun hafi tíðkast: „Svo er að sjá,
sem tvenns konar efnisskipun hafi á 12tu öld tíðkast hvor í sinni
fræðigrein“.22 Þótt taka megi undir það með Birni að „hin hreina
fjórðungsskipting sem sjá megi í Mb., sé einföldust og eðlilegust“
þá er engan veginn hægt að fallast á þá ályktun Björns að hið ein-
faldasta „sé venjulega hið upprunalegasta“.23 Þessi skoðun átti upp
á pallborðið hjá mörgum samtímamönnum Björns en hefur verið á
undanhaldi síðari ár og einfaldleiki og betra skipulag er oft fremur
talið bera vitni um síðari tíma endurbætur.24 Í því ljósi er hægt að
hugsa sér að í Melabók eða forriti hennar hafi verið gerð tilraun til
þess að hagræða og koma á betra skipulagi en var áður. Röksemd-
ir Björns ganga flestar út á það annars vegar að hinu venjubundna
fjórðungsskipulagi sé riðlað í Sturlubók og Hauksbók eftir henni en
hins vegar sé því fylgt að því marki að tiltekið er hvenær landnám
hafi hafist í Sunnlendingafjórðungi. Hann telur til dæmis að það að
í Sturlubók og í Hauksbók er sagt frá upphafi landnáms í Sunn-
lendingafjórðungi á sama stað og sagt er frá því austast í fjórðungn-
um í Melabók gefi til kynna upprunalegri efnisröðun í Melabók en
í Sturlubók og Hauksbók. Setningin „Her hefiast upp landnam i
Sunnlendinga fiordungi“ (Sturlubók, k. 336) sé þannig á röngum
stað samkvæmt skipulagi Sturlubókar og Hauksbókar því að þarna
sé ekki verið að fjalla um landnám í Sunnlendingafjórðungi í fyrsta
sinn. Hann fullyrðir að þessi ónákvæmni sé lýsandi fyrir það „að
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R96
20 Björn M. Ólsen, „Ari Þorgilsson hinn fróði“, bls. 236–237.
21 Konrad Maurer, „Über Ari fróði und seine Schriften“, bls. 82–83. — Finnur
Jónsson fylgdi honum að málum í fyrstu enda taldi hann röksemdir Björns
óverulegar. Hann segir: „de grunde han anfører, er overordenlige svage“.
Finnur Jónsson, „Indledning“ (1900), bls. xxxvi.
22 Preben Meulengracht Sørensen, „Sagan um Ingólf og Hjörleif“, bls. 26.
23 Björn M. Ólsen, „Landnámas oprindelige disposition“, bls. 298: „den rene
fjærdingsinddeling, som vi finder i Mb., er den simpleste og naturligste og at
det simpleste tillige i regelen er det oprindeligste.“
24 Einar Ól. Sveinsson, Ritunartími Íslendingasagna, bls. 53.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 96