Saga - 2004, Síða 97
efnisröðunin í Hauksb. og Sturlub. sé ekki upprunaleg“.25 Hann
nefnir þó ekki að athugasemdin „Nu er yfer farit vm landnam þau
er vær hofum heyrt ath verit hafi ™ Islandi“ (Sturlubók, k. 397) er
einmitt við lok Landnámu í samræmi við skipulag Sturlubókar.
Engin tilsvarandi lokaorð er að finna á sambærilegum stað við lok
Sunnlendingafjórðungs í Þórðarbók þó að þar sé sannarlega lokið
umfjöllun um landnám í þeim fjórðungi samkvæmt skipulagi
hennar (sjá Þórðarbók, k. 40) en við lok hvers fjórðungs í Sturlubók
kemur athugasemd í svipuðum dúr (Sturlubók, k. 169, 262, 397).
Það er athyglisvert að þar er á tveimur stöðum vísað til heimildar-
manna, „epter þui sem froder menn hafa sagt“ (Sturlubók k.169) og
„epter þui sem vitrer menn ok fródir hafa sagt“ (Sturlubók k. 335),
og gæti það gefið til kynna að athugasemdin við lok Sturlubókar sé
leif frá fornri tíð því að þar segir „vm landnam þau er vær hofum
heyrt“.26 Þetta finnst mér því benda til upprunalegrar gerðar því að
varla hefur Sturla farið eftir munnlegri heimild um landnám. Þetta
hátíðlega orðalag kemur líka vel heim við stíl Íslendingabókar, t.d.
„svá sagði Teitr oss“ og „þeirra es vér vitim hér á landi hafa verit“.27
Þetta fornlega orðalag bendir því til þess að þarna hafi upphaflega
verið lok Landnámu. Björn M. Ólsen telur einnig að göfugmanna-
listar við lok hvers fjórðungs og höfðingjatalið við lok Landnámu
gefi sterka vísbendingu um upphaflegt skipulag Landnámu. Hon-
um finnst það grunsamlegt að í Sturlubók og Hauksbók er „listun-
um raðað eftir hinu hreina fjórðungsskipulagi, þannig að listinn
yfir allan Sunnlendingafjórðung kemur fyrst“ og álítur að sam-
kvæmt skipulagi Sturlubókar ætti göfugmönnum og höfðingjum
Sunnlendingafjórðungs að vera „skipt niður í tvo hluta, þannig að
göfugustu landnámsmennirnir í vesturhluta fjórðungsins kæmu
fyrst, þar næst kæmu landnámsmennirnir í hinum fjórðungunum í
röðinni: vestur – norður – austur, og síðan að lokum landnáms-
mennirnir í eystri hluta Sunnlendingafjórðungs.“28 Þessi rök eru
S A G N A R I T E Ð A S K R Á? 97
25 Björn M. Ólsen, „Om Are frode“, bls. 351: „at dispositionen i Hauksb. og
Sturlub. ikke er oprindelig“.
26 Haukur sleppir þessum fjórðungslokaorðum alls staðar nema við lok Land-
námu og þar breytir hann fyrstu persónu orðum Sturlubókar, „er vær hofum
heyrt“, í „epter því sem frodir menn hafa skrifat“ (Hauksbók, k. 354).
27 Íslendingabók, bls. 7, 22.
28 Björn M. Ólsen, „Landnamas oprindelige disposition“, bls. 290: „ordnede eft-
er den rene fjærdingssinddeling, således at listen for hele Sydfjærdingen
toges først …“, „delt i to dele, således at de fornemste landnamsmænd i den
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 97